Morgunblaðið - 26.11.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2020
Jón Magnússon, fv. alþingis-maður, tekur undir að ekki sé
innistæða fyrir launahækkunum
sem orðið hafa í djúpri kreppu og
spyr:
En hvað veldur?Þeir sem leiða
launahækkanirnar
og hafa gert allt
þetta kjörtímabil
eru stjórn-
málamenn, sem
létu hækka laun sín af vinum sín-
um í Kjararáði um leið og þeir
settust í valdastóla eftir kosn-
ingar.
Sú launahækkun var órökstuddog röng og það var þá þegar
fyrirséð, að tæki Alþingi og ríkis-
stjórn ekki á því, þá mundu verða
keðjuverkanir á launamarkaðnum
eða höfrungahlaup eins og fjár-
málaráðherra kallar það.
Sú hefur líka orðið raunin og
órói hefur verið á vinnumark-
aðnum allt frá þessari sjálftöku
stjórnmálastéttarinnar og æðstu
embættismanna ríkisins. Aðeins
einn þingmaður reyndi að andæfa,
en ekki var hlustað á hann og
hann er því miður þagnaður.
Þegar Morgunblaðið bendirréttilega á að sú launaþróun
sem orðið hefur í landinu stenst
ekki miðað við aðrar þjóðhags-
stærðir, þá þarf fyrst að beina at-
hyglinni að þeim sem tróna á
toppnum og eru með starfskjör,
sem eru langt umfram það sem al-
menni vinnumarkaðurinn getur
boðið eða staðið undir.
Það er því fyrst og fremst við
ábyrgðarlausa ríkisstjórn og
stjórnmálastétt að sakast.
Þjóðfélagið lifir ekki endalaustá seðlaprentun og gjafapökk-
um frá ríkisstjórninni á kostnað
framtíðarinnar.“
Jón Magnússon
Innistæða
og ástæða?
STAKSTEINAR
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadótt-
ir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpun-
arráðherra, hefur endurnýjað samn-
ing við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins
um verkefnið Hæfnisetur ferðaþjón-
ustunnar. Þetta kemur fram í tilkynn-
ingu á vef Stjórnarráðsins.
Um er að ræða samstarfsverkefni
stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar-
ins um að auka hæfni í ferðaþjónustu
á Íslandi. Frá árinu 2017 hefur
Hæfnisetrið lagt áherslu á að koma á
fræðslu innan fyrirtækja í ferðaþjón-
ustu í samvinnu við ýmsa fræðslu-
aðila. Næstu þrjú árin eða til ársins
2023 munu áherslur í starfi Hæfniset-
urs ferðaþjónustunnar taka mið af
breyttum aðstæðum í umhverfi grein-
arinnar og þannig styðja við fram-
gang og sjálfbærni íslenskrar ferða-
þjónustu.
Markmiðið með nýjum samningi er
að framfylgja stefnu stjórnvalda á
sviði hæfni, gæða og þekkingar í
ferðaþjónustu og tengja vinnu Hæfni-
setursins við svæðisbundin stoðkerfi
greinarinnar og áherslur hvers lands-
hluta í samvinnu við hagaðila.
Hæfni ferðaþjónustu verði aukin
Ljósmynd/Stjórnarráðið
Hæfnisetur Verkefnið sett á flot, f.v. Jóhannes Þór Skúlason og María Guð-
mundsdóttir frá SAF, Þórdís Kolbrún og Sveinn Aðalsteinsson frá FA.
Umsóknum skólastjóra til að laus-
ráða starfsmenn, sem ekki hafa leyfi
til að nota starfsheitið grunnskóla-
kennari, hefur fjölgað jafnt og þétt
síðustu ár. Þetta kemur fram í nýrri
ársskýrslu undanþágunefndar
grunnskóla 2019-2020.
Á skólaárinu 2019-2020 fjölgaði
slíkum umsóknum um 30% frá árinu
á undan og samþykktum umsóknum
fjölgaði um 33,9%. Alls voru teknar
787 umsóknir til afgreiðslu á skóla-
árinu og voru 738 þeirra sam-
þykktar en 49 synjað. Af umsókn-
unum sem voru samþykktar voru
588, eða 79,7%, vegna kvenna og
150, eða 20,3%, vegna karla. Um-
sóknum um undanþágur til kennslu
hefur fjölgað jafnt og þétt frá skóla-
árinu 2012-2013.
Tæplega þriðjungur samþykktra
undanþága, 31,6%, var vegna um-
sækjenda í menntunarflokki 10. Í
honum er fólk með háskólagráðu í
grunnskólakennarafræðum (t.d.
B.Ed.), leikskólakennarar, þroska-
þjálfar o.fl., en sem hafa ekki full-
nægjandi menntun í uppeldis- og
kennslufræðum. Undanþágur fyrir
einstaklinga með annars konar há-
skólagráðu voru 27,5% samþykktra
undanþága. Af samþykktum undan-
þágum voru 21,1% vegna fólks í
meistaranámi til kennsluréttinda.
Hlutfall undanþága vegna ein-
staklinga með enga starfsreynslu við
kennslu hefur hækkað nokkuð und-
anfarin ár. Þó lækkaði það nokkuð
frá síðasta ári þegar það var rétt ríf-
lega helmingur umsókna. Nú var
það 42,1% af samþykktum umsókn-
um. Meirihluti umsókna var vegna
fólks á aldursbilinu 31-40 ára eða
41,7%. gudni@mbl.is
Fleiri fá undan-
þágur til kennslu
Undanþágunefnd
grunnskóla metur
umsóknir skólastjóra
Morgunblaðið/Hari
Grunnskóli Umsóknum um undan-
þágur til kennslustarfa fjölgaði.
hafðu það notalegt
handklæðaofnum
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
Eigum úrval af
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/