Morgunblaðið - 26.11.2020, Síða 12

Morgunblaðið - 26.11.2020, Síða 12
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kennarar við Langholts-skóla í Reykjavík erumeð tilraunaverkefni ígangi í þeim tilgangi að stuðla að betri andlegri og lík- amlegri heilsu nemenda með því að bjóða upp á aukna möguleika á hreyfingu, útiveru, slökun og núvit- und. „Stjórnendur skólans eru mjög sveigjanlegir og gefa kennurum frelsi til að skapa og með breyttu fyrirkomulagi höfum við aukið fjöl- breytileikann í námsumhverfi nem- enda, að þeir hafi meira val í sam- bandi við hreyfingu,“ segir Gunnar Jarl Jónsson, einn umsjónarkenn- ara 6. bekkjar. Hinir eru Ingvi Sveinsson, Þóra Þorsteinsdóttir og Þórunn Ósk Sigbjörnsdóttir. Hlaupabretti og þrekhjól Í Langholtsskóla eru fjórir 6. bekkir. Nemendur fá tvo tíma í leik- fimi vikulega. Íþróttakennslan fer fram í litlu íþróttahúsi við skólann og í íþróttahúsi TBR. Viðbótin felst í því að kennslustofu Gunnars hefur verið breytt úr hefðbundinni stofu í óhefðbundna. Búið er að koma þar fyrir ýmsum áhöldum með stuðn- ingi frá Sportvörum í Kópavogi, eins og til dæmis skíðavél, hlaupa- bretti, þrekhjóli, rimlum, fimleika- hringjum, kassa til að stíga eða hoppa upp á og niður, jógabolta, dýnum og teygjum. Auk þess var í haust bætt við útihreyfingu þrisvar í viku þá daga sem leikfimin er ekki. Þá ganga nemendur eða hlaupa eina mílu, um 1,6 km, í nágrenni við skól- ann. Þriðja nýbreytnin er æfing dagsins, sem allir geta gert, burtséð frá því í hvaða stofu þeir eru. „Fimleikahringirnir eru mjög vinsælir sem og hlaupabrettið,“ seg- ir Gunnar Jarl og bætir við að væntanlegur boxpúði eigi örugglega eftir að njóta mikilla vinsælda. Eykur vonandi virknina „Allt þetta eykur vonandi virknina,“ segir Gunnar. „Í stað endalausrar kyrrsetu í 40 mínútur hafa nemendur val um að standa upp og hreyfa sig þegar þeir vilja.“ Hann segist hafa viðrað hug- mynd samkennara sinna við eig- endur Sportvara í júní og þeir hafi brugðist vel við, útvegað tækin og aðstoðað við að koma þeim fyrir. „Við hefðum aldrei getað þetta án stuðningsins því þetta eru dýr tæki og tól, algjörlega frábærir menn.“ Kórónuveirufaraldurinn hefur haft áhrif. Gunnar Jarl segir að skipta hafi þurft um stofu á tímabili vegna fjarlægðartakmarkana og tækin tekin úr notkun vegna smit- hættu. Annars leggur hann áherslu á að verkefnið hafi gengið vel og all- ir bíði spenntir eftir að það fari að rofa til. „Við erum með spritt og efni til að þrífa græjurnar á milli notkunar,“ áréttar hann. Gunnar leggur áherslu á að hreyfingin í óhefðbundnu stofunni sé alveg frjáls, nemendur ákveði hvort og hvenær þeir standi upp og hreyfi sig. „Auðvitað fer þetta eftir því hvað við erum að gera hverju sinni. Þegar þörf er á fullri athygli allra standa menn ekki upp og fara að hreyfa sig, en þegar einstaklings- bundin vinna er í gangi ræður hver og einn hvernig hann vill nota tím- ann sem best. Við höfum til dæmis farið í slökun fyrst á morgnana og þá koma dýnurnar sér vel.“ Hann bætir við að 22 nem- endur séu í bekknum og um þriðj- ungur geti verið í æfingum á sama tíma. Verkefnið hófst í upphafi skóla- ársins og verður staðan metin í vor. „Nýbreytnin hefur mælst mjög vel fyrir hjá nemendum og við höfum rætt við forsvarsmenn Háskólans í Reykjavík um að hún gæti verið grunnur að áhugaverðri rannsókn, að bera þetta saman við hefðbundið kennsluform, og hafa þeir tekið vel í það,“ segir Gunnar. Frjáls hreyfing í stað kyrrsetu í skólanum Heilsa Átakið í Langholtsskóla á eflaust eftir að smita út frá sér í fleiri skóla, en árangur þess verður metinn í lok skólaársins. Árangurinn til þessa lofar mjög góðu, segja kennararnir. Hreyfing Krakkarnir í Langholtsskóla kunna vel að meta tækin og það er gaman að sjá umhverfið á hvolfi. Gildi hreyfingar verður seint ofmetið og miklu skiptir að hún sé hluti daglegs lífs frá vöggu til grafar. Æfingatæki í kennslustofu í Langholtsskóla í Reykja- vík koma til móts við þarfir krakkanna. Fyrir alla Mikilvægi reglubundinnar hreyfingar er mikið og það vita krakkarnir í 6. bekk í Langholtsskóla. Áhugi þeirra fer ekki fram hjá gestum og gangandi, líkt og þessari kisu. Morgunblaðið/Eggert Áhugi Krakkarnir kunna vel að meta nýbreytnina og taka á því. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2020 Bókverk Jóhannesar Kjarvals svo sem Grjót, Enn grjót, Einn þáttur, Ljóða- grjót og Hvalasagan, eru meðal þess sem býðst á yfirstandandi vefuppboði Bókarinnar og Foldar uppboðshúss. Því lýkur sunnudaginn 6. desember, en þessa dagana er hægt að kynna sér bækurnar sem bjóðast á vefnum upp- bod.is. Að þessu sinni verða boðnar upp 135 bækur og ritflokkar. Mikið er um árituð eintök að þessu sinni og margar bókanna eru bundnar inn af bókbandsmeisturum. Þetta er síðasta bókauppboðið á árinu og það 511. sem Fold stendur fyrir. Gott úrval ljóðabóka er á uppboð- inu, mikið árituð eintök og tölusett og í vönduðu bandi. Þar má nefna ljóða- bókina Nei, fyrsta og eina verk Ara Jósefssonar, gott kápueintak, úrval bóka eftir Hannes Pétursson, meðal annars mörg hans verka sem komu út í takmörkuðum eintakafjölda á sinni tíð, með fallegri áritun skáldsins, svo sem Rauðamyrkur, Ýmsar færslur og Heima á Nesi. Þá verða boðin upp ljóð- mæli Bjargar C. Þorláksson, verk eftir Sigurð Pálsson, Þorstein frá Hamri, Þórarin Eldjárn, árituð bók eftir Óskar Árna, Hannes Hafstein, Kristján Jóns- son og fleiri. Af öðru efni má nefna Sálina hans Jóns míns eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi með myndum Ragnhildar Ólafsdóttur. Einnig fágæt rit tengd skák, m.a. bæklingur eftir Willard Fiske sem heitir Mjög lítill skákbækl- ingur, gefinn út á sinni tíð í Flórens um aldamótin 1900. Þá verður boðin upp frumútgáfan af Ragnarökkri eftir Benedikt Gröndal og leikrit eftir Shakespeare sem komu út rétt fyrir aldamótin 1900. Allt eru þetta fyrstu útgáfur. Af öðru góðu á uppboðinu má nefna vandað eintak af sögulegu verki í Ís- landssögunni, Rit Hins íslenska lær- dómslistafélags en hér eru boðin upp 14 fyrstu bindin (1-14), prentuð í Kaupmannahöfn 1780-1794, en verkið var 15 bindi alls. Unnur Stefánsdóttir batt verkið í gullskreyttar bækur á sín- um tíma sem bera vitni um stórkost- lega fallegt handbragð hennar og list- fengi. Töflur og myndir eru margar í þessu mikla verki. Uppboð Bókarinnar og Foldar stendur nú yfir með fágætisritum Grjót eftir Kjarval og Rauðamyrkur Hannesar Kjarval Hannes Pétursson Hannes Pétursson Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.