Morgunblaðið - 26.11.2020, Síða 22

Morgunblaðið - 26.11.2020, Síða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2020 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Bíljöfur – Varahlutir Smiðjuvegi 72 Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta 544 5151 tímapantanir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 Þjónustuaðilar IB Selfossi Getum sótt og skilað bílum á höfuðborgarsvæðinu Sérhæfð þjónusta fyrir Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR Það hefur aldrei ver- ið mikilvægara en nú á tímum Covid-19 að vekja athygli á þeirri staðreynd að ofbeldi gegn konum hefur auk- ist í heiminum. Dagana 25. nóvember til 10. desember munu Al- þjóðasamtök Sorop- timista, ásamt fjölda annarra félagasam- taka, standa fyrir sex- tán daga átaki á heimsvísu sem nefnist „Orange the world“. Mark- miðið er að vekja athygli á ofbeldi gegn konum undir heitinu „Roða- gyllum heiminn“. Þessi litur táknar bjartari framtíð án ofbeldis. Í ár beinist sextán daga átakið að áhrifum Covid-19 á kynbundið of- beldi. Í kjölfar faraldursins hefur of- beldi gegn konum og stúlkum aukist mikið. Það er einkum heimilisofbeldi sem hefur aukist hér á landi og ann- ars staðar í heiminum. Efnahags- og félagslegar afleiðingar Covid-19 fela m.a. í sér félagslega einangrun hjá fólki og eykur áhyggjur þess af heilsu, öryggi og fjárhagslegri af- komu. Þær aðstæður sem hafa skapast vegna Covid-19 eiga þátt í að auka kynjamisrétti sem kemur m.a. fram í minna fjárhagslegu sjálfstæði kvenna. Rannsóknir hafa leitt í ljós að konur axla nú mun meiri ábyrgð í sambandi við heimilisstörf og umönnun barna sem getur leitt til þess að þær þurfa að hætta að vinna eða minnka vinnuhlutfall sitt. Það leiðir til að valdaójafnvægi eykst í samböndum, sem bitnar á konum, þær einangrast á heimilinu með ger- andanum og hafa því oft ekki aðgang að þeim úrræðum sem eru í boði fyr- ir konur. Þetta eru kjöraðstæður fyrir drottnun og ofbeldi fyrir lukt- um dyrum. Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt ríkisstjórnir heims til að gera að- gerðir gegn kynbundnu ofbeldi að lykilatriði í viðbragðsáætlunum sín- um gegn kóvíd-19. Þar er lögð áhersla á að stjórnvöld setji fjár- mögnun verkefna í forgang sem feli í sér nauðsynlega þjónustu við þol- endur heimilisofbeldis. Þá er mikil- vægt að þau komi fram með yfirlýs- ingu þess efnis að heimilisofbeldi verði ekki liðið og einn- ig aðgerðir til að breyta viðhorfi fólks. Það er einnig lögð áhersla á að stjórnvöld bregðist við kynbundnu ofbeldi með því að tryggja þjónustu við þolendur, sæki ger- endur til saka og standi að söfnun upplýsinga um kynbundið ofbeldi sem hægt er að nota til að bæta þjónustu og úrræði við þolendur. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur sagt að ofbeldi gegn konum sé hindrun í vegi jafnréttis, friðar og þróunar. Ofbeldi gegn konum er „heimsfar- aldur“ að hans mati. „Þetta er sið- ferðileg árás á allar konur og stúlk- ur, smánarblettur á öllum samfélögum heims og umtalsverður þrándur í götu réttlátrar og sjálf- bærrar þróunar í þágu allra. Í eðli sínu er ofbeldi gegn konum djúp- stætt virðingarleysi og dæmi um að karlar viðurkenni ekki grundvall- arjafnrétti og -virðingu kvenna. Þetta er mál sem snýst um grund- vallarmannréttindi,“ segir hann. Konur verða oftar fórnarlömb kyn- ferðisofbeldis en karlar og því er sérstaklega farið fram á vernd fyrir konur og stúlkur og aðstoð við þær á átakasvæðum og jafnframt eftir að átökum lýkur í ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1325 um konur, frið og ör- yggi. Soroptimistar hér á landi hafa sent beiðni til utanríkisráðherra Ís- lands, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, um að sendiráð Íslands erlendis verði hvött til að lýsa upp byggingar sínar meðan á átakinu stendur. Markmið okkar er að „roðagylla Ís- land“, og hvetjum við fyrirtæki og stofnanir til þátttöku með því að lýsa upp byggingar sínar í appelsínu- gulum lit. Við hvetjum jafnframt landsmenn alla til að veita þessum málaflokki athygli. Soroptimistar eru alþjóðleg sam- tök kvenna sem hafa það að mark- miði að stuðla að jákvæðri heims- mynd, þar sem samtakamáttur kvenna nær fram því besta sem völ er á. Samtökin vinna að bættri stöðu kvenna, að mannréttindum öllum til handa sem og jafnrétti, framförum og friði með alþjóðlegri vináttu og skilningi að leiðarljósi. Soroptim- istar stuðla að menntun kvenna og stúlkna til forystu. Eitt helsta mark- mið Soroptimista er að liðsinna kon- um í baráttunni fyrir jafnrétti og frelsi frá félagslegum, efnahags- legum og menningarlegum tak- mörkunum með því að veita fræðslu og menntun. Soroptimistar móta, framkvæma og afla fjármagns til verkefna á hverju ári sem hafa að markmiði að bæta efnahagslega stöðu kvenna og fjölga tækifærum þeirra. Soroptimistar berjast gegn hvers konar ofbeldi í garð kvenna og stúlkna. Í næstum heila öld hafa Soroptimistar unnið sleitulaust að því að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum og tryggja aðkomu kvenna að friðarumleitunum. Í al- þjóðasamtökunum eru yfir 80.000 fé- lagar í 127 löndum. Soroptimistar eiga ráðgefandi fulltrúa hjá ýmsum stofnunum Sameinuðu þjóðanna og eiga einnig ráðgjafaraðild að Efna- hags- og félagsmálaráði Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC). Soroptimistasamband Íslands er hluti af Evrópusambandi Soroptim- ista. Íslenskir soroptimistar eru um 600 talsins í nítján klúbbum víðs vegar um land. Á lokadegi átaksins 10. desember er alþjóðlegur dagur Soroptimista og mun forseti Soroptimista á Ís- landi afhenda styrk til verkefnisins „Sigurhæða“ sem Soroptimistar á Suðurlandi standa fyrir. Þetta verk- efni felur í sér þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi. Undirbúningur þeirra stendur yfir og munu þær opna þjónustuna á nýju ári. Soroptimistar vilja skora á íslensk stjórnvöld að senda frá sér skýr skilaboð um að samfélagið líði ekki kynbundið ofbeldi. Einnig að komið verði í veg fyrir og brugðist við kyn- bundnu ofbeldi samkvæmt tillögum SÞ. Það að tryggja réttindi og frelsi kvenna er mikilvægt skref í þá átt að samfélagið geti unnið úr þeim alvar- legu aðstæðum sem Covid-19 hefur skapað. Roðagyllum heiminn og Ísland líka Eftir Guðrúnu Láru Magnúsdóttur »Markmiðið er aðvekja athygli á of- beldi gegn konum. Guðrún Lára Magnúsdóttir Höfundur er forseti Soroptimista- sambands Íslands. forseti@soroptimist.is Biðjum fyrir þeim sem syrgja og sakna um þessi jól. Guð gefi að við getum orðið ein- hverjum slíkum far- vegur kærleika og frið- ar, faðmur, öxl og skjól. Þannig eru jólin Kynslóðir koma og kynslóðir fara. Þannig eru jólin. Þau tengja okkur í gleði og sorg. Allt snýst um að gera jólin að tilhlökkunarefni, eft- irsóknarverð, spennandi og heilög. Minningarnar lifa. Tengja fortíð við nútíð og framtíð. Á svo undra- verðan og undursamlegan hátt sem þú sást ekki fyrir en mátt upplifa, njóta og takast á við hverju sinni. Ár eftir ár. Jólin taka nefnilega af okkur myndir. Þau geyma minningar sem gera okkur að manneskjum. Þau fá okkur til að finna til og elska út af líf- inu. Lífinu sem er frels- ari allra kynslóða, Jes- ús Kristur, Guðs sonur, en einnig bróðir okkar allra, samherji og vinur í raun. Hann sem fann til og þjáðist. Lífið sjálft sem sameinar okkur í tímans rás og um eilífð. Þannig er nefnilega jólasagan. Hún spann- ar allt litróf mannlegs lífs. Gleði, stemningu og hamingju. Von og vonbrigði, raunir og ótta við dauð- ann, já og við lífið. Já, lífið sjálft sem við seint ætlum að ná að höndla í eig- in mætti. Við kunnum að sjá auða stóla um þessi jól sem áður voru setnir. Við fyllumst söknuði á heilagri jólanótt sem færir okkur samt ólýsanlega kyrrð, þakklæti og nýtt upphaf. Þar sem reynsla aldanna kemur saman. Tilfinningar og tár, upplifanir, nýir tímar, þakklæti í von og náð. Jesús sagði: „Hver sem tekur ekki við Guðsríki eins og barn mun aldrei inn í það komast.“ Látum það eftir okkur að taka við jólunum eins og börn. Því barnið í jötunni sem í Betlehem fæddist forð- um er allt sem þarf til að komast af. Leyfum því að setjast að í hjörtum okkar, vaxa þar og dafna og bera ávöxt. Ávöxt sem varir til eilífs lífs. Njótum aðventunnar og komandi jóla í barnslegri eftirvæntingu, þrátt fyrir allt. Því ljósið sem í heiminn kom hefur sigrað myrkrið, dauðann og allt hið illa. Felum okkur honum og leyfum honum að setjast að í hjörtum okkar. Með kærleiks- og friðarkveðju. – Lifi lífið! Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Jólin taka af okkur myndir. Geyma minningar sem gera okkur að manneskjum. Þau fá okkur til að finna til og elska út af lífinu sem frelsar kynslóð- irnar Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Andi jólanna Eigendur og starfs- fólk ferðaþjónustunnar í Kerlingarfjöllum hafa í 20 ár varið þús- undum vinnustunda við umhverfis- og nátt- úruvernd á svæðinu. Við höfum tínt rusl, lagt og merkt göngu- stíga og göngubrýr, lagfært sár eftir ut- anvegaakstur og sinnt fleiri verkefnum í sama dúr. Þetta gerðum við að eigin frumkvæði og þóttumst geta verið bærilega stolt af verkum okkar. Nú stendur til að stofnanavæða slík verkefni með því að lögfesta Þjóðgarðsstofnun, ríkisbákn sem á að fara með forræði alls miðhálend- isins. Frumkvæði og forræði þess sem við höfum brunnið fyrir skal flytjast suður. Áður var hrópað „báknið burt!“ á torgum en stefnir í að hrópað verði „byggjum fleiri og stærri bákn!“ fyrir komandi alþing- iskosningar. Eða hvað? Hve langt og lengi ætla sjálfstæðismenn í rík- isstjórnarmeirihlutanum að láta umhverfisráðherra og lið hans teyma sig í vitleysunni? Stöldrum nú aðeins við. Þjóð- garðsstofnun, þessu ríkisbákni í rík- inu, er ætlað að stjórna umferð og aðgerðum á allt að 40% flatarmáls Íslands. Þetta svarar til alls lands Danmerkur og allra eyja sem heyra undir Margréti Þórhildi! Það vantar bara að umhverfisráðherra panti líka höll handa sér til að planta nið- ur í væntanlegu þjóðgarðsríki sínu. Þetta er annars ekkert grín held- ur grafalvarlegt mál. Hug- myndafræði yfirvofandi lagasetn- ingar um Þjóðgarðsstofnun er að færa sjálfan almannaréttinn á stórum hluta Íslands á ríkisklafa og fyrirmyndin er vandræðafyrirbærið Vatnajökulsþjóðgarður. Mörgum brá eðlilega í brún þegar aðgengi að Vonarskarði var skert verulega, leið sem merkt hefur verið á kort- um áratugum saman. Sú ráðstöfun er fráleit og við lestur nýlega birtra blaðagreina má helst skilja að vit- leysuna í Vonarskarði megi skrifa á forsjárhyggjufyrirmæli og tiktúrur sérlundaðra landvarða Vatnajök- ulsþjóðgarðs. Hvað kemur næst frá þessu fólki? Bann við vetrarferðum á snjó og frosinni jörð? Rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs er kapítuli út af fyrir sig. Þar hefur ítrekað verið farið fram úr fjár- heimildum og Ríkisendurskoðun kölluð til svo koma megi skikki á reksturinn. Ríkinu er margt betur gefið en að reka einhverja starfsemi og ríkið á heldur ekki að vasast í rekstri. Nóg er nú fyrir af fjár- sveltum stofnunum ríkisins. Hvernig getur meirihluti Alþingis réttlætt að bæta gráu ofan á svart með nýj- um stofnanaóskapnaði sem vel að merkja er orðinn miklu umfangs- meiri, valdameiri og afdrifaríkari, sam- kvæmt fyrirliggjandi frumvarpsdrögum, en talað var um þegar fyrstu hugmyndir voru kynntar á sínum tíma. Það hefur augljóslega verið með ráðum gert að láta agnið líta sakleysislega út í upphafi til að fá sem flesta til að kokgleypa það strax og öngulinn með. Nú þegar hafa margar helstu náttúruperlur á „Danmerk- urreitnum“ verið friðlýstar, sumar nýlega en aðrar fyrr. Friðlýsingu í orði hefur hins vegar ekki verið fylgt eftir í verki sem hefði auðvitað verið nærtækara og skynsamlegra en að rjúka til og friðlýsa í viðbót þúsundir ferkílómetra lands sem ekki hefur skráð hátt verndargildi að því frátöldu að falla undir hug- takið „ósnortið víðerni“. Um þetta land hafa íbúar nálægra sveita og héraða hugsað og hirt um aldir og gert vel. Skilaboðin til okkar eru: „Nú hættið þið þegar svæðið kemst á forræði ríkisins“! Voru fyrri friðlýs- ingar í bútum hér og þar eftir allt saman upptaktur að því sem koma skyldi? Að sauma saman bútana og fá klæðið til að ná yfir 40% lands- ins? Risavaxið bútasaumsverkefni umhverfisráðherrans leggur grunn að því að þvinga ferlið áfram og reisa báknið mikla. Báknvæðing með skriffinnsku- klærnar í 101 Reykjavík fjölgar vissulega opinberum starfsmönnum og þyngir bagga skattgreiðenda en slíkt er í þágu annarra en náttúr- unnar og landsins. Bákn hafa svo þann eiginleika að þurfa sífellt meira til að viðhalda sér og dafna á ríkisjötunni. Tilvera þeirra er og verður markmið í sjálfu sér. Ætlar meirihluti Alþingis virkilega að láta þetta gerast? Um óþurftarbáknið Þjóðgarðsstofnun Eftir Halldór Kvaran » Þjóðgarðsstofnun er ætlað að stjórna á allt að 40% flatarmáls Íslands sem svarar til Danmerkur og allra eyja sem heyra undir Margréti Þórhildi! Halldór Kvaran Höfundur er áhugamaður um náttúruvernd. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.