Morgunblaðið - 26.11.2020, Page 32

Morgunblaðið - 26.11.2020, Page 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2020 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTAHáaleitisbraut 58–60 • haaleiti@bjorg.is • Sími: 553 1380 Hreinsum allar yfirhafnir, trefla, húfur og fylgihluti Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér vegnar vel í mannlegum sam- skiptum en þarft að gæta þess að gera ekki meiri kröfur til annarra en þú gerir til sjálfs þín. 20. apríl - 20. maí  Naut Gættu þess að draga ekki ályktanir af ófullkomnum staðreyndum. Lausnin felst í því að finna leið til að samræma við- horf þín og viðhorf annarra. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er ýmislegt sem þig langar til þess að kanna og þú ættir að athuga möguleikana á að láta það eftir þér. Gættu þess bara að ofmetnast ekki því. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Í dag er góður dagur til að njóta nærveru fjölskyldunnar og einfaldlega njóta notalegrar veru heima fyrir. Nám færir þér heppni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú vilt fara þínar eigin leiðir í starfi þínu í dag. Vertu með opinn huga. Gættu þess að haga væntingum þínum alltaf í samræmi við það sem þú veist mögulegt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er ýmislegt að gerast hjá þér núna og þú átt fullt í fangi með að komast yfir það allra nauðsynlegasta. Reyndu að skipuleggja tíma þinn betur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það getur ýmislegt gerst þegar for- vitnin rekur mann áfram. Bíddu með að ræða málin þar til þú ert rólegri. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er ekkert auðveldara en að ofstjórna öðrum og þú þarft að venja þig af því. Hugsaðu málið vandlega. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú býrð yfir ýmsum hæfi- leikum sem nýtast þér þegar á reynir. Hugmyndir þínar eru frumlegar og góðar og þú átt auðvelt með að ná athygli fólks í áhrifastöðum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þeir eru margir sem vilja ræða málin við þig. Gakktu ekki alveg fram af þér og gefðu þér líka tíma til að rækta sjálfan þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er ekki þinn máti að gefast upp við fyrsta mótbyr. Gefðu þér tíma til að hafa samband við þá sem málið varðar með einhverjum hætti. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vertu viðbúinn því að þurfa að verja mál þitt fyrir háttsettum aðilum. Láttu allt slúður sem vind um eyru þjóta. 30 ára Jón Elvar ólst upp á Svertingsstöðum í Eyjafjarðarsveit en býr núna á Breiðavaði í Múlaþingi. Hann er bóndi á Breiðavaði sem er kúabú með fimmtíu árskýr. Jón hefur mik- inn áhuga á landbúnaði og búskap en þar fyrir utan eru helstu áhugamálin úti- vist og íþróttir. Maki: Helga Rún Jóhannsdóttir, f. 1989, bóndi. Dætur: Ragnheiður Katla, f. 2016, og Sigurborg Hekla, f. 2018. Foreldrar: Ragnheiður Jónsdóttir, f. 1958, húsmóðir og Gunnar Berg Haraldsson, f. 1963, vinnur hjá Norður- orku á Akureyri. Jón Elvar Gunnarsson á Sannleiksfestinni í Hafnarfirði, leikriti fyrir börn. Sýning gekk mjög vel og ég sótti um Leiklist- koma mér í framhaldsnám. Ég hafði þó enn áhuga á leiklist og það varð til þess að ég tók þátt í uppsetningu I ngólfur Björn Sigurðsson fæddist 26. nóvember 1950 á Akureyri en flutti til Reykjavíkur fimm ára gam- all. Hann gekk fyrst í Mið- bæjarskólann en þegar fjölskyldan flutti í Álfheimahverfið fór hann í Langholtsskóla og lauk gagnfræða- prófi úr Vogaskóla. „Álfheimahverfið var ævintýra- heimur æsku minnar. Þar var allt að gerast og hverfið var á mörkum sveitar og borgar og stutt í fjöruna og Elliðaárvoginn. Það var urmull af börnum að alast upp í Heimunum á þessum árum. Í blokkinni minni var fjöldi barna yngri en tólf ára, líklega u.þ.b. sextíu. Við krakkarnir fórum í leiki, byggðum okkur leikhús, vor- um með dúfur, spiluðum fótbolta á völlum sem við bjuggum sjálf til og eitt sumarið var útbúin hlaupa- braut.“ Ingólfur minnist mikilfeng- legra áramótabrenna sem voru oftar en ekki þrjár og eins bardaga milli blokka og næstu hverfa. „Í Laugar- dalnum voru bændabýli, hesta- mannafélagið Fákur og þvottalaug- arnar. Þar var líka skógurinn. Íþróttavöllurinn í Laugardal var gerður á þessum tíma og Laugar- dalshöllin var í byggingu. Á Lauga- bóli bjó Gunnar Júlíusson með tík- inni Pílu og hestinum Glóa og var líka með kýr, kindur og hænur. Við krakkarnir vorum alltaf velkomin til Gunnars og ég var einn af þeim heppnu sem fengu að taka þátt í bú- störfunum með honum.“ Eins og tíðkaðist á þessum tíma fór Ingólfur í sveit á sumrin. „Þar kynntist ég því hvernig lífið hafði verið til sveita áður fyrr og lærði að slá með orfi og ljá, dreifa og þurrka töðuna og koma henni í hlöðu á hestasleða.“ Á sama tíma og ævintýraheimur náttúrunnar var nánast í hlaðinu heima var líka borgin sjálf með sín tækifæri. „Ég valdi ballett, en þorði nú ekki mikið að ræða það við jafn- aldra mína. Við vorum nokkrir strákar sem æfðum ballett í Þjóð- leikhúsinu og ég var þar í fjögur ár og tók þátt í leiksýningum Þjóðleik- hússins.“ Ingólfur hafði líka áhuga á leiklist og hlustaði oft á útvarps- leikritin. „Það tók mig nokkur ár að arskóla leikhúsanna og hóf þar nám 1974 og útskrifaðist frá Leiklist- arskóla Íslands 1978. Í framhaldi af því tók ég þátt í leiksýningum og danssýningum.“ Ingólfur ákvað að fara í framhaldsnám í dansi til Stokkhólms og útskrifaðist frá Dansháskólanum í Stokkhólmi 1987 og dansaði m.a. með Danskompaníi Efvu Lilju. Eftir að hann kom heim frá Stokkhólmi var hann lausráðinn leikari og dansari, tók þátt í sýn- ingum í Borgarleikhúsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar, setti upp danssýningu með Pars Pro toto, tal- setti myndefni fyrir sjónvarp og vann einnig sem málari, en hann er með sveinspróf í húsamálun. „Á árunum 1995-1998 bjó ég með fjölskyldu minni í Kaupmannahöfn, en kona mín, Árný Inga, var þar í framhaldsnámi. Síðustu tvo áratug- ina hef ég starfað sem kennari, en tekið þátt í einstaka verkefnum í leik og dansi og má þar nefna þátt- töku mína í sýningu Íslenska leik- flokksins, Hel haldi sínu, árið 2012. Það hefur alla tíð fylgt mér frá því ég var strákur að vera nátt- úrubarn og síðustu áratugina hef ég stundað útivist ásamt konu minni. Við erum hlauparar og hlupum á tímabili með skokkhópi Fjölnis og tókum þátt í nokkrum maraþonum bæði heima og erlendis. Við erum félagar í nokkrum gönguhópum og þ.á m. í Fjallafélaginu, sem þeir Haraldur Örn og Örvar Þór Ólafs- Ingólfur Björn Sigurðsson kennari, dansari og leikari – 70 ára Fjölskyldan Hér eru börnin þeirra Ingólfs Björns og Árnýjar Ingu á góðri stund. Frá vinstri: Birkir Blær Ingólfsson, Sigríður Ingólfsdóttir, Ingólfur Páll Ingólfsson, Halla Steinunn Stefánsdóttir og Hrafn Stefánsson. Dansað og leikið á sviði lífsins Hjónin Ingólfur Björn og Árni eru mikið útivistarfólk. Harpa Feðgarnir Ingólfur Björn og Ingólfur Páll í Hörpu að skoða eitt- hvað skemmtilegt í símanum. 30 ára Alma Rún ólst upp á Akureyri en býr núna í Garðabæ. Alma Rún er hjúkrunarfræð- ingur og starfar við starfsendurhæfingu. Hún stundar einnig meistaranám í stjórn- un í heilbrigðisþjónustu. Helstu áhuga- mál hennar eru stang- og skotveiðar, úti- vist og jóga. Maki: Gunnar Guðmundsson, f. 1988, vélfræðingur í Álverinu í Straumsvík. Dóttir: Kría Gunnarsdóttir, f. 2017. Foreldrar: Edda Björk Kristinsdóttir, f. 1958, kennari við matvælabraut VMA og Vignir Hjaltason, f. 1956, rafiðnfræðingur hjá Norðurorku. Þau eru búsett á Akur- eyri. Alma Rún Vignisdóttir Til hamingju með daginn Reykjavík María Þórunn Gunnars- dóttir fæddist 25. september 2019 kl. 17.40. Hún vó 3.516 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Katrín Magnúsdóttir og Gunnar Ingi Gunn- arsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.