Iðjuþjálfinn - 2020, Side 3

Iðjuþjálfinn - 2020, Side 3
Iðjuþjálfinn 1/20203 Stjórn IÞÍ: Þóra Leósdóttir, formaður Erna Sveinbjörnsdóttir, varaformaður Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir, gjaldkeri Katrín Ósk Aldan, ritari Björg Jónína Gunnarsdóttir, meðstjórnandi Stefán E. Hafsteinsson, varamaður Jónína Einarsdóttir, varamaður Umsjón félagaskrár: Þjónustuskrifstofa SIGL Ritstjóri (ritnefnd.ii@bhm.is) Erna Sigmundsdóttir Ritnefnd: Arndís Jóna Guðmundsdóttir Gullveig Ösp Magnadóttir Lilja Björk Hauksdóttir Valgerður Þórdís Snæbjörnsdóttir Fræðileg ritstjórn: Sonja Stelly Gústafsdóttir Gunnhildur Jakobsdóttir Sara Stefánsdóttir Prófarkarlesari: Bjarni Björnsson Forsíðumynd: Jónína Harpa Njálsdóttir Umbrot og prentvinnsla: Litróf – Umhverfisvottuð prentsmiðja Ritnefnd áskilur sér rétt til að stytta texta og færa til betri vegar. Vitna má í texta blaðsins ef heimildar er getið. KÆRU LESENDUR IÐJUÞJÁLFINN EFNISYFIRLIT Allt í einu gerist það. Í stað þess að allt sé í blóma, snýst veröldin á hvolf. Það verður heimsfaraldur, þú missir náinn ástvin, missir vinnuna eða veikist og allt verður erfiðara og þú glatar gleðinni. Á svona tímum þörfnumst við hvers annars og það þarf oft ekki stóra hluti til þess að bæta lífið töluvert. Síðasta árið hefur verið mörgum þungt og því miður hafa ekki öll kurl komið til grafar enn hvað varðar afleiðingarnar. Mikilvægi þess að byggja upp og endurheimta fyrri getu verður seint ofmetið og iðjuþjálfar spila þar stórt hlutverk. Nú þegar hafa stjórnvöld veitt meira fjármagni til heilbrigðiskerfisins og hluti þess á að renna til uppbyggingar andlegrar heilsu eftir heimsfaraldur. Iðjuþjálfar þekkja mikilvægi þess að upplifa jafnvægi í eigin lífi betur en margar aðrar fagstéttir. Námið okkar byggist að stórum hluta á því að horfa á manneskjuna frá öllum sjónarhornum, setja okkur í spor skjólstæðinga til þess að skilja betur hvar skóinn kreppir. Þessi þekking nýtist sam- félaginu okkar betur nú en oft áður. Við höfum matstækin og þekkinguna til þess að meta einstaklinginn og setja niður með honum markmið og leiðir að þeim. Um leið og ritnefndin vill þakka öllum sem sendu efni í blaðið kærlega fyrir, þá viljum við um leið klappa ykkur á bakið kæru iðjuþjálfar og hvetja ykkur áfram í þeim frábæru störfum sem þið sinnið dag frá degi. Samstaða innan stéttarinnar er mikilvæg, og enn mikilvægari nú. Við vitum að þetta er langhlaup, ekki sprettur og því er mikilvægt að hlúa að okkur sjálfum. Setjum súrefnisgrímuna fyrst á okkur sjálf. Kær kveðja Ritnefnd Iðjuþjálfans Stuðlaberg heilbirgðistækni ehf. • Stórhöfða 25 • Reykjavík • stb@stb.is • 569 3180 • stb.is Markmið okkar eru að efla heilsu, auka lífsgæði, auðvelda störf og daglegt líf Troja göngugrind Vönduð og létt göngugrind með 165 kg. burðarþoli, innbyggðu sæti og burðarpoka. Auðveld að leggja saman og setja í bíl, lögð saman með einu handtaki. Fjölbreytt úrval aukahluta. Er í samning við Sjúkratryggingar Íslands Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf. er innflutnings- og þjónustufyrirtæki, sem áður var heilbrigðissvið Eirbergs. Starfsfólk er menntað á sviði heilbrigðisverkfræði, hjúkrunarfræði og iðjuþjálfunar. Sýningarsalur er að Stórhöfða 25. Verkstæðið Stórhöfða er með þjónustusamning við Sjúkratryggingar Íslands. Stiegelmeyer hjúkrunarrúm Vönduð hjúkrunar- og sjúkrarúm í úrvali. Rafdrifin og með fjölda stillinga. Formannspistill ...................................... 4 Hlutverkalistinn: Þátttaka og sátt ......... 6 Heilavinur af öllu hjarta ....................... 14 Atvinnuþátttaka fólks með skerta starfsgetu .............................................. 16 Aktivismi sem heilandi iðja .................. 24 „Það eru allir með veikleika og styrkleika en saman þá getum við gert betur“ ................................................... 27 Aðdragandi og uppbygging iðju- þjálfunar á geðsviði landspítalans við Eiríksgötu ............................................. 30 „Við verðum að fara að uppfæra hausinn hjá íslendingum“ ................... 34 Útskriftarárgangur úr HA 2008 ............ 38 Vangaveltur um fagímynd iðjuþjálfa .... 40 We all have a distinct role as occu- pational therapists, a unique role ....... 42 Iðjuþjálfi á LSH Landakoti ................... 52 Pistill frá deildarformanni iðjuþjálfunar- fræðideildar HA .................................... 46 Nýsköpunarverkefni útskriftarnema í BS-námi í iðjuþjálfunarfræði 2020 .... 47 Ágrip útskriftarnema ............................ 48 Norræn skýrsla sýnir að iðjuþjálfun er hagkvæm ......................................... 54

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.