Iðjuþjálfinn - 2020, Side 4

Iðjuþjálfinn - 2020, Side 4
4Iðjuþjálfinn 1/2020 Nú er gengið í garð óvenjulegt haust svo ekki sé meira sagt. Síðustu átta mánuði höfum við öll þurft að breyta daglegum venjum og aðlaga okkur að íþyngjandi takmörkunum vegna kórónaveirunnar. Heimsfaraldurinn hefur þegar haft gríðarlegar afleiðingar, ekki einungis fyrir líf og heilsu fólks heldur einnig efnahagslegar þrengingar með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á einstaklinga og samfélag. Ný heimsmynd sýnir okkur glöggt hversu brýnt það er að innviðir samfélagsins standi styrkum stoðum, þar sem velferðarþjónusta og stuðningur við fólk í viðkvæmri stöðu, hvort heldur sem það er vegna líkamlegra, geðrænna eða félagslegra erfiðleika er sýnileg og aðgengileg. Þetta á við um alla aldurshópa og áherslan þarf að vera á forvarnir og snemmtæk inngrip. Þeir veikleikar sem voru fyrir í kerfinu verða enn augljósari á farsóttartímum. Má þar nefna mönnun í heilbrigðis- og félagsþjónustu og aðgengi að þverfaglegri endurhæfingu í nærumhverfi fólks. Hundruð eru að glíma við eftirköst COVID-19 og þurfa á endurhæfingu að halda en sú þjónusta er víða takmörkuð og ómarkviss. Hugmyndir um endurhæfingarteymi á vegum heilsugæslunnar sem á að sinna þessum hópi hafa verið kynntar. IÞÍ hefur komið skýrt á framfæri ábendingum um hversu brýnt það er að iðjuþjálfi sé hluti af slíku teymi. ÓGNIR OG TÆKIFÆRI Þessi nýja heimsmynd dregur líka fram aðstöðumun og ójöfnuð í samfélaginu. Sum geta unnið störf sín í fjarvinnu en önnur þurfa að mæta á vinnustaðinn og eru í framlínustörfum. Iðjuþjálfar sem til að mynda starfa á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum eða við heimaþjónustu hafa allir þurft að standa vaktina, viðhafa strangar sóttvarnir og endurskipuleggja starfshætti sína til að halda uppi nauðsynlegri og órofinni þjónustu. Að auki hafa iðjuþjálfar í þessari stöðu verið í nokkurs konar sóttkví svo vikum skiptir, sem þýðir að þeir eru í vinnunni og heima hjá sér og fara ekki út á meðal fólks. Farsóttarþreyta gerir vart við sig hjá okkur öllum, félagsleg einangrun og stoðkerfisvandi fer vaxandi. Margir vinna í fjarvinnu og henni fylgir öðruvísi álag fyrir utan það hversu mismunandi aðgengi fólk hefur að góðu plássi og tækni til að sinna störfum eða námi alfarið frá eigin heimili. Rannsóknir benda til þess að það að vinna heima auki álag á konur og geti ýtt undir félagslega einangrun auk þess sem heimilisofbeldi eykst. Við skulum þó ekki gleyma því að faraldurinn hefur líka þrýst okkur út í að finna lausnir og nýta tæknina á jákvæðan hátt. Slíkt er vonandi komið til að vera enda margir augljósir kostir við fjarfundi og fjarþjónustu af ýmsu tagi. Þrátt fyrir að atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra sé vaxandi þá er það ekki þannig meðal iðjuþjálfa. Eftir fyrstu bylgju COVID-19 voru örfáir félagsmenn á atvinnuleysisskrá eða á hlutabótum. Almennt séð virðist staðan heldur ekki leiða til minnkandi eftirspurnar eftir iðjuþjálfum til starfa hjá hinu opinbera eða í þriðja geiranum. AF KJARAMÁLUM Á vordögum undirritaði IÞÍ ásamt fleiri aðildarfélögum BHM kjarasamninga við viðsemjendur á opinberum vinnumarkaði og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu eftir sögulega langar kjaraviðræður. Launahækkanir eru hóflegar og í anda lífskjarasamningsins á almennum markaði. Kjarasamningarnir gilda til 31. mars 2023. Krónutöluhækkanir leiða til þess að lægstu launin hækka mest. Samið var um vinnutímastyttingu með það að leiðarljósi að bæta vinnustaðamenningu og nýtingu vinnutíma auk þess að tryggja betur gagnkvæman sveigjanleika og stuðla þannig að bættum lífskjörum og samræmingu vinnu og einkalífs. Forsenda styttingar hjá dagvinnufólki er samtal um betri vinnutíma á hverjum vinnustað fyrir sig, enda er um að ræða samvinnuverkefni stjórnenda og starfsfólks. Útfærslan tekur mið af starfsemi og eðli vinnunnar og getur því verið mismunandi. Stefnt er að því markmiði að ná hámarksstyttingu eða 36 vinnustundum á viku. Gangi það eftir, verða ákvæði um matar- og kaffitíma óvirk en vinnuveitendum er engu að síður skylt að tryggja öllu starfsfólki neysluhlé. Vinna við innleiðingu er í fullum gangi en misjafnt er hversu langt vinnutímanefndir eru komnar í ferlinu. Útbúið hefur verið fræðsluefni sem er aðgengilegt á vefsíðunni www.betrivinnutimi.is. Félagsmenn eru eindregið hvattir til þess að kynna sér þetta mikilvæga fræðsluefni. Í kjarasamningi við ríkið er einnig að finna ákvæði sem hvetur stofnanir til að setja sér viðverustefnu og er það af hinu góða. RAFRÆN ÚTSKRIFT Þann 13. júní síðast liðinn brautskráðust 28 kandídatar úr iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri. Alls 15 nemar luku BS gráðu samkvæmt nýju námskránni en 13 kandídatar 240 ECTS eininga BS námi eftir eldri leiðinni. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með áfangann og bjóðum nýja iðjuþjálfa velkomna í félagið. Metaðsókn var í iðjuþjálfunarfræði nú í haust þar sem 60 nýnemar hófu nám og flestir stefna á starfsréttindanámið. Þetta er einstaklega ánægjulegt því brýnt er að mennta fleiri iðjuþjálfa til starfa í samfélaginu. Við iðjuþjálfunardeild HA starfar öflugur hópur kennara og nú reynir á áframhaldandi stuðning og þátttöku FORMANNSPISTILL Þóra KÆRU IÐJUÞJÁLFAR OG AÐRIR LESENDUR

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.