Iðjuþjálfinn - 2020, Síða 6

Iðjuþjálfinn - 2020, Síða 6
6Iðjuþjálfinn 1/2020 Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við heilbrigðis- vísindasvið Háskólans á Akureyri Margrét Sigurðardóttir, iðjuþjálfi MSc, starfaði á Reykjalundi endurhæfingarmiðstöð Patricia J Scott, Professor Emeritus, Department of Occupational Therapy, Indiana University, USA RITRÝND FRÆÐIGREIN ÚTDRÁTTUR Bakgrunnur: Matstæki sem íslenskir iðjuþjálfar nota í starfi sínu hafa iðulega verið þýdd úr ensku. Eitt þessara matstækja er Hlutverkalistinn sem hefur verið til í íslenskri þýðingu síðan 1993. Listinn er nú kominn út í nýrri útgáfu ásamt verklagsreglum um hvernig skuli staðið að þýðingu hans auk athugunar á réttmæti og notagildi. Tilgangur: Tilgangur verkefnisins var að þýða þriðju útgáfu Hlutverkalistans: Þátt taka og sátt yfir á íslensku og skoða réttmæti og notagildi íslensku útgáfunnar. Aðferð: Við þýðingu listans var notuð aðferðin þýðing-bakþýðing og rýnihóps samræður sjö iðjuþjálfa. Gögnum um réttmæti og notagildi listans var safnað með spurningum um reynslu af Hlutverka listanum. Þær voru lagðar fyrir 12 iðjuþjálfa og 25 skjólstæðinga. Sniðmáti var beitt við greiningu gagna og mynduð þemu sem endurspegluðu innihald, form og notagildi listans. Skjólstæðingarnir gáfu dæmi um hlutverk sín og voru þau flokkuð í stig iðju samkvæmt Líkaninu um iðju mannsins (Model of Human Occupation). Niðurstöður: Hlutverkalistinn tók smá vægilegum breytingum í þýðingarferlinu. Eitt hlutverk fékk nýtt heiti, lítils háttar orðalagsbreytingar urðu á skilgreiningum fáeinna hlutverka og nýjum dæmum var bætt við til útskýringar. Vísbendingar voru um sýndarréttmæti þar sem iðjuþjálfunum fannst listinn virka sannfærandi. Þátt takendur voru sammála um að inntak listans endurspeglaði það sem fólk væri að fást við í íslensku samfélagi og dæmi skjólstæðinganna um hlutverk snerust ýmist um þátttöku eða framkvæmd iðju. Þetta hvort tveggja rennir stoðum undir innihaldsréttmæti listans. Þátttakendur voru einhuga um að Hlutverkalistinn snerist um málefni sem mikilvægt væri að gefa gaum að. Iðjuþjálfarnir mæltu með notkun listans þar sem hann gæfi góða mynd af lífi skjólstæðings. Langflestum þátttakendum þótti listinn vera skýr, uppsetning góð og auðvelt að skilja og nota kvarðana. Ályktun: Vísbendingar eru um að íslensk útgáfa Hlutverkalistans: Þátttaka og sátt sé réttmæt og geti nýst íslenskum iðjuþjálfum, bæði í þjónustu og rannsóknum. Flæðirit með ítarspurningum gæti reynst iðjuþjálfum hjálplegt við markmiðssetningu. Lykilorð: Hlutverkalistinn: Þátttaka og sátt, þýðing, réttmæti, notagildi, stig iðju, Líkanið um iðju mannsins ABSTRACT Background: Assessments used by occupational therapists in Iceland are frequently of English origins and need therefore to be translated into Icelandic. The first version of Role Checklist was published in 1984 and translated into Icelandic 1993. Now the third version has been developed in accordance to changes in the Model of Human Occupation (MOHO) theory and practice. In 2016 Translation Guidelines were created to assure a valid cross- cultural translation process. Purpose: The purpose of this study was to translate the third version of Role Checklist: Performance and Satisfaction from English to Icelandic and demonstrate face validity, content validity and usability of the translated version. Method: Translation included two forward translators, one backward translator and focus group discussion by seven occupational therapists. In the study of validity and usability, 12 occupational therapists and 25 clients answered questions about their experience of the Role Checklist. Template analysis was applied to the data where themes and codes including concepts and phrases of the content, form, and usability of the list were extracted from the text. These themes could be interpreted as indicators of face validity, content validity and usability of the HLUTVERKALISTINN: ÞÁTTTAKA OG SÁTT ÞÝÐINGARFERLI OG MAT Á RÉTTMÆTI OG NOTAGILDI PatriciaMargrétKristjana

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.