Iðjuþjálfinn - 2020, Side 12
12Iðjuþjálfinn 1/2020
að fást við í íslensku samfélagi og rennir það stoðum undir
innihaldsréttmæti hans. Þátttakendur ítrekuðu líka að hlutverkin
væru misjafnlega umfangsmikil og sum, líkt og fjölskylduhlutverkið,
væru samsett úr fleiri ólíkum hlutverkum, t.d. maki og foreldri.
Þetta er réttmæt ábending sem ekki er þó mögulegt að bregðast við
þar sem verklagsreglurnar kveða á um að eingöngu megi taka út
hlutverk en ekki bæta neinum við (Van Antwerp o.fl., 2016). Þessi
ábending gefur tilefni til umhugsunar um hvort þetta rýri
innihaldsréttmæti listans.
Almenn sátt var um kvarðana. Skjólstæðingarnir notuðu þá eins og
til var ætlast með einni undantekningu þar sem viðkomandi langaði
til að gegna tilgreindu hlutverki en gaf það ekki til kynna vegna þess
að hann taldi sig ekki færan um það á þessum tímapunkti. Hér
virðist um misskilning að ræða sem ætti að koma fram í umræðum
við iðjuþjálfa. En eins og fram hefur komið eru slíkar samræður
nauðsynlegar, hvort sem er meðan á fyrirlögn stendur eða eftir á.
Umræðurnar skapa tækifæri fyrir iðjuþjálfa til að tengjast og
kynnast skjólstæðingi og ákveða næstu skref.
Hvað varðar notagildi listans voru iðjuþjálfar og skjólstæðingar
sammála um að hann snúist um mikilvæg málefni sem nauðsynlegt
er að skoða ofan í kjölinn. Iðjuþjálfunum fannst hann skýr og gefa
góða og heildstæða mynd af skjólstæðingum sem iðjuverum. Þar
sem alla jafna er fljótlegt að leggja hann fyrir hentar hann vel til að
nota í fyrsta viðtali. Iðjuþjálfarnir sögðu niðurstöðurnar hvetja til
umræðna, veita innsýn í og auka skilning á hlutverkum skjól-
stæðinga frá þeirra sjónarhóli en slíkt er undirstaða þess að unnt sé
að leggja drög að skjólstæðingsmiðaðri íhlutunaráætlun (Guðrún
Pálmadóttir, 2008). Samsvarandi niðurstöður er að finna í rannsókn
Scott o.fl. (2019) þar sem þátttakendur voru iðjuþjálfar og iðju-
þjálfanemar. Varast ber samt að ofmeta hvaða ályktanir er hægt að
draga út frá niðurstöðum listans. Hafa ber í huga að Hlutverkalistinn
er skimunarverkfæri og því nauðsynlegt að nota önnur matstæki til
að skoða hvaða þættir hindra eða ýta undir þátttöku skjólstæðinga.
Slíkar upplýsingar leggja frekari grunn að íhlutunaráætlun. Þá þarf
einnig að grípa til annarra vel staðlaðra matstækja til að mæla
árangur þjónustunnar.
Dæmin sem skjólstæðingar gáfu um hlutverk sín voru flokkuð í takt
við skilgreiningar MOHO á mismunandi stigum iðju. Af þessum 397
dæmum tilheyrðu 63,2% þátttöku og 22,4% framkvæmd en aðeins
0,5% framkvæmdaþáttum. Athygli vakti að 13,9% dæma voru óljós
eða áttu ekki við. Hugsanlega hefði mátt koma í veg fyrir þetta með
frekara samtali milli iðjuþjálfa og skjólstæðings. Þessi ónothæfu
dæmi vekja upp spurningar um skilning þeirra sem svöruðu
listanum og einnig um hvort útskýringar iðjuþjálfanna í
rannsókninni eða fyrirmælin sem þeir fengu hafi verið nægilega
skýr. Í alþjóðlegri rannsókn Bonsaksen o.fl. (2015) voru niðurstöður
ólíkar þeim íslensku. Þar tilheyrðu einungis 33% dæma þátttöku og
65% framkvæmd en þátttakendur voru frá sex löndum. Þegar horft
er til niðurstaðna frá einstökum löndum í þeirri rannsókn eru þær
mjög ólíkar. Ástæður fyrir þessum mun geta verið mismunandi
orðalag spurninga, t.d. „nefndu dæmi um hlutverk þitt sem
nemandi“ eða „nefndu hvað þú gerir í nemendahlutverkinu“. Það
fyrra lýsir þátttöku á meðan hið síðara lýsir framkvæmd. Annað sem
gæti hafa stuðlað að þessum mun er flokkun dæma eftir skil-
greiningum MOHO, sem stundum getur verið erfið og því rýrt gildi
niðurstaðna. Það má þó álykta, út frá niðurstöðum rannsóknar
Bonsaksen o.fl. og þessarar rannsóknar, að dæmi skjólstæðinga
tengist tveimur efstu stigum iðju samkvæmt MOHO, þ.e. þátttöku
og framkvæmd.
Þessi rannsókn gefur vísbendingar um sýndarréttmæti, innihald s-
réttmæti og notagildi íslenskrar útgáfu matstækisins Hlutverka-
listinn: Þátttaka og sátt. Listinn var þýddur samkvæmt viður-
kenndum aðferðum en slíkt er forsenda þess að matstæki haldi
sem best mælifræðilegum eiginleikum milli málsvæða (Einar
Guðmundsson, 2005–2006; International Test Commission, 2001).
Hlutverkalistinn ætti að nýtast iðjuþjálfum á Íslandi vel. Með honum
hafa þeir fengið réttmætt matstæki í hendur sem dugar vel, bæði í
vinnu með skjólstæðingum og í rannsóknum. Listinn beinist að
einu meginviðfangsefni iðjuþjálfa sem er þátttaka fólks á öllum
sviðum samfélagsins. Hlutverkalistinn nýtist ekki eingöngu innan
iðjuþjálfunar heldur einnig í samstarfi við aðrar heilbrigðisstéttir
þar sem hlutverkin á listanum ríma við athafna- og þátttökuhluta
ICF (Taylor, 2017; Meidert o.fl., 2018) og samsvara þátttöku og fram-
kvæmd iðju innan MOHO (Taylor, 2017).
Helstu takmarkanir rannsóknarinnar eru hvað þátttakendur voru
fáir en fimm iðjuþjálfar lögðu listann fyrir 25 notendur iðjuþjálfunar.
Flokkun dæma um hlutverk var nokkuð vandasöm þar sem
stundum var erfitt að greina á milli hver tilheyrðu þátttöku og hver
framkvæmd og þar að auki voru nokkuð mörg dæmi óljós eða
óskýr. Skjólstæðingarnir komu eingöngu að prófun matslistans en
ekkert að þýðingarferlinu. Hvort það hefði breytt einhverju er óvíst.
Framtíðarrannsóknir gætu hugsanlega tengst því að fá betri innsýn
í skilning skjólstæðinga og iðjuþjálfa á inntaki listans með því t.d.
að eiga ígrunduð samtöl við þá. Einnig er vert að rannsaka réttmæti
frekar og áreiðanleika íslenskrar útgáfu hans ásamt að skoða
hlutverk ólíkra hópa samfélagsins. Ákjósanlegt væri að hafa rafræna
útgáfu á íslensku til að auðvelda fyrirlögn. Til stendur að útbúa
flæðirit með ítarspurningum til að aðstoða iðjuþjálfa sem leggja
listann fyrir.
Þakkarorð
Greinarhöfundar þakka öllum þeim er lögðu rannsókninni lið,
skjólstæðingum iðjuþjálfa og þeim Elínu Maríu Heiðberg, Gunnhildi
Gísladóttur, Halldóru Sigríði Sigurðardóttur, Helgu Magneu
Þorbjarnardóttur, Herdísi Halldórsdóttur, Huldu Þóreyju Gísla-
dóttur, Jóhönnu Ósk Snædal, Jónínu Helgadóttur, Karen Björg
Gunnarsdóttur, Maren Ósk Sveinbjörnsdóttur, Sif Þórsdóttur,
Sigríði Jónsdóttur, Sólrúnu Óladóttur og Valerie Harris.
Sérstakar þakkir fær Guðrún Pálmadóttir.
HEIMILDIR
Aslaksen, M., Scott, P. J., Haglund, L., Ellingham, B. og Bonsaksen, T. (2014).
Occupational therapy process in a psychiatric hospital. Using the Role
Checklist 2: Quality of performance. Ergoterapeuten #4, 38-45.
Beatty, P. C. og Willis, G. G. (2007). Research synthesis: The practice of cognitive
interviewing. Public Opinion Quarterly, 71, 287-311. http://dx.doi.org/10.1093/
poq/nfm006
Bonsaksen, T., Meiert, U., Schuman, D., Kvarsnes, H., Haglund, L., Prior, S.,
Forsyth, K., Takashi, Y. og Scott, P. (2015). Does the Role Checklist measure
occupational participation? The Open Journal of Occupational Therapy, 3(3),
Article 2. http://doi.org/10.15453/2168-6408.1175
Brynja Örlygsdóttir og Erla Kolbrún Svavarsdóttir. (2005). Alþjóðlegar og
þvermenningarlegar rannsóknir: Aðferðir við þýðingar á mælitækjum.
Tímarit hjúkrunarfræðinga, 3(1), 8-14.
Colón, H. og Haertlein, C. (2002). Spanish translation of the Role Checklist.
American Journal of Occupational Therapy, 56(5), 586-589. http://doi.org/
10.5014/ajot.56.5.586
Cordeiro, J. R, Camerlier, A., Oakley, F. og Jardim, J. R., (2007). Cross-cultural
reproducibility of the Brazilian Portuguese version of the Role Checklist for
persons with chronic obstructive pulmonary disease. The American Journal of