Iðjuþjálfinn - 2020, Side 14

Iðjuþjálfinn - 2020, Side 14
14 GREIN Iðjuþjálfinn 1/2020 Sigurbjörg Hannesdóttir, fræðslustjóri Alzheimersamtakanna Ég heiti Sigurbjörg Hannesdóttir, er iðjuþjálfi og hóf störf sem fræðslustjóri Alzheimersamtakanna í lok júní 2019. Verkefnið „Styðjandi samfélag“ var eitt af fyrstu verkefnum mínu í starfi hjá samtökunum. Ég er verkefnastjóri fyrir hönd Alzheimersamtakanna í fræðsluverkefninu Heilavinur af öllu hjarta – Styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun og mig langar að kynna það nánar í þessari grein. FRÆÐSLUVERKEFNIÐ HEILAVINUR AF ÖLLU HJARTA – STYÐJANDI SAMFÉLAG FYRIR FÓLK MEÐ HEILABILUN Viljayfirlýsing um frekara samstarf við Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) var undirrituð 2018 og undanfarin ár hafa ÖA og Alzheimersamtökin unnið saman að ýmsum verkefnum á sviði almennrar fræðslu, ráðgjafar og stuðnings við fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Viljayfirlýsingin staðfesti áframhaldandi samstarf um uppbyggingu náms og námskeiða fyrir almenning og fagfólk, að bjóða til samverustunda, Alzheimerkaffis og fræðslu- og hópastarfs líkt og hefur verið haldið í húsakynnum ÖA. Undirbúningur til að gera Akureyrarbæ að fyrsta „Styðjandi samfélagi fyrir fólk með heilabilun“ hófst 2018 og fræðslustarfsemin var innleidd 2019–2020. Styðjandi samfélag gerir fólki með heilabilun kleift að lifa í samfélagi sem skilur stöðu þess og mætir því af virðingu. Markmiðið með fræðsluverkefninu er meðal annars að draga úr fordómum varðandi heilabilunarsjúkdóma. Að tala opið um sjúkdóminn auðveldar fjölskyldumeðlimum og vinum að bjóða fram aðstoð sína og gerir einstaklingnum auðveldara að þiggja ráðleggingar og aðstoð sem nærumhverfið býður upp á. Það er ekki endilega hægt að sjá á fólki að það þjáist af heilabilunarsjúkdómi og með fræðsluverkefninu er ætlunin að auka þekkingu fólks um heilabilunarsjúkdóma. Engin læknismeðferð er til við heilabilunarsjúkdómum og orsökin er ekki þekkt. Hins vegar er margt vitað um áhrif heilabilunarsjúkdóma á daglegt líf þeirra sem hlut eiga að máli. Þessi vitneskja er gulls ígildi þegar skipuleggja á líf með heilabilun og hjálpar nærumhverfinu að mæta einstaklingnum af skilningi. Ekki er vitað hversu margir á Íslandi lifa með heilabilun í daglegu lífi en talið er að það sé um fjögur til fimm þúsund manns og þar af um það bil 250 manns undir 65 ára aldri. Ef fjölda aðstandenda er bætt við má margfalda þessar tölur og því er tala þeirra sem daglega kljást við heilabilun mörgum sinnum fleiri. Meginreglur styðjandi samfélags eru að fólk með heilabilun sé hluti af samfélaginu, taki þátt og þekki réttindi sín. Umhverfið og félagslegar aðstæður þurfa að gera ráð fyrir og meðtaka þarfir fólks með heilabilun til að styðja við að fólk geti átt innihaldsríkt líf í samfélaginu. Félög og fyrirtæki í samfélaginu þurfa að taka mið af og svara þörfum fólks með heilabilun. Félagslegar breytingar krefjast samstarfs á öllum sviðum, hjá stjórnvöldum, félaga- samtökum og fleirum. Allt þetta styrkir fólk með heilabilun til að taka þátt félagslega og vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Þetta eykur einnig aðgang að umönnun, þjónustu og skilningi í samfélaginu. Á heimsvísu er gert ráð fyrir verulegri fjölgun fólks með heilabilun ef helstu spár ganga eftir. Samkvæmt WHO eru nú þegar um 48 milljón manns í heiminum með heilabilunarsjúkdóm og ár hvert bætast við um 8 milljónir tilfella. Á Íslandi er gert ráð fyrir verulegri fjölgun í elstu aldurshópunum og með hækkandi aldri aukast líkurnar á að þróa með sér heilabilunarsjúkdóm, þó heilabilun sé ekki eðlilegur fylgifiskur öldrunar. Innleiðing fræðsluverkefnis Fræðsluverkefnið er annars vegar landsátakið „Ég er heilavinur af öllu hjarta“ þar sem almenningur fær aukna fræðslu og er virkjaður. Hins vegar er samstarf við sveitarfélög um að gera þau að „Styðjandi samfélagi fyrir fólk með heilabilun“ þar sem meðal annars stofnanir og fyrirtæki innan sveitarfélagsins fá fræðslu um heilabilunar- Sigurbjörg Diagram courtesy of Alzheimer’s Australia, af heimasíðunni https://www.alz.co.uk/dementia- friendly-communities/principles (þýtt af Halldóri Sigurði Guðmundssyni 2019). HEILAVINUR AF ÖLLU HJARTA

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.