Iðjuþjálfinn - 2020, Qupperneq 16
16Iðjuþjálfinn 1/2020
Hulda Þórey Gísladóttir,
iðjuþjálfi og verkefnastjóri við Heilbrigðis-
vísindasvið Háskólans á Akureyri
Ásta Snorradóttir,
lektor í starfsendurhæfingu við
Félagsvísindasvið Háskóla Íslands
Kristjana Fenger,
lektor í iðjuþjálfunarfræði við
Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri
RITRÝND FRÆÐIGREIN
ATVINNUÞÁTTTAKA FÓLKS
MEÐ SKERTA STARFSGETU:
SJÓNARHORN STJÓRNENDA Á VINNUMARKAÐI
KristjanaHulda Þórey Ásta
ÚTDRÁTTUR
Bakgrunnur: Ávinningur fólks af þátttöku á vinnumarkaði er
margþættur en vinnan skapar ákveðna félagslega stöðu og veitir
tækifæri til að afla lífsviðurværis. Vaxandi fjöldi fólks er útilokaður
frá vinnumarkaði vegna skertrar starfsgetu. Stjórnendur á
vinnumarkaði eru lykilaðilar þegar kemur að möguleikum fólks
með skerta starfsgetu til atvinnuþátttöku en skortur er á
rannsóknum þar sem sjónarhorn þeirra er skoðað.
Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á þætti
sem hafa áhrif á afstöðu stjórnenda á vinnustöðum til þess að
hafa fólk með skerta starfsgetu í vinnu. Í rannsókninni er leitast við
að greina bæði hvata og hindranir sem stjórnendur standa frammi
fyrir við ráðningu fólks með skerta starfsgetu og við að hafa slíkt
starfsfólk í vinnu.
Aðferð: Rannsóknin var eigindleg og gögnum safnað með
viðtölum við 14 stjórnendur ólíkra vinnustaða. Stuðst var við
vinnulag grundaðrar kenningar við öflun og greiningu gagna.
Niðurstöður: Aðstæður í fyrirtækjum og tengsl við kerfi og
stofnanir höfðu ýmist hvetjandi eða letjandi áhrif á afstöðu
stjórnenda til að hafa fólk með skerta starfsgetu í vinnu. Hvetjandi
var þegar ávinningur starfsmanns og vinnuveitanda fór saman,
vinnuveitandi vildi sýna samfélagslega ábyrgð, hann hafði fastan
tengilið í kerfinu og fékk laun starfsmanns endurgreidd frá ríkinu.
Það reyndist áskorun að velja verkefni, aðlaga störf eða
starfsumhverfi að getu starfsmanns, veita stuðning við hæfi og
átta sig á skipulagi kerfisins og hlutverkum mismunandi stofnana.
Helstu hindranir voru krafa um arðsemi og lágan rekstrarkostnað,
aukið álag á samstarfsfólk og sértækar reglur.
Ályktun: Opinber þjónusta ýtir undir aðgengi að störfum fyrir fólk
með skerta starfsgetu. Samvinna á milli fagfólks þjónustukerfisins
og atvinnurekenda er mikilvæg sem og opinber stuðningur en
töluvert vantar upp á að hún sé í skipulögðum farvegi og
upplýsingaflæði og nauðsynlegur stuðningur fyrir hendi. Brýnt er
að mótuð verði stefna í málaflokknum þar sem meðal annars er
áhersla á þessa samvinnu og ábyrgð bæði atvinnurekenda og
fagfólks.
Lykilorð: Atvinnuþátttaka, skert starfsgeta, sjónarmið stjórnenda,
eigindleg viðtalsrannsókn, starfsendurhæfing.
ABSTRACT
Background: The potential benefit of a person’s participation in
the labour market is multi-faceted as employment shapes
people´s social status and offers them the opportunity to earn
their living. A growing number of people are excluded from the
labour market due to reduced work capacity.
Not having opportunities to participate in the labour market has
been related to poorer health and lower social status for
individuals, as well as increased costs for the society. Managers
are key persons in providing opportunities for this group to
participate in the labour market. However, in Iceland, there is a
lack of research on managers’ perspective concerning this issue.
Purpose: The purpose of this study is to shed light on factors that
influence managers’ perspective towards employing individuals
with reduced work capacity. The study seeks to identify both the
incentives and obstacles that managers face when hiring and
keeping employees with reduced work capacity.
Methods: In this qualitative research, data was collected through
interviews with fourteen managers from different workplaces.
The grounded theory approach was applied when collecting and