Iðjuþjálfinn - 2020, Qupperneq 27

Iðjuþjálfinn - 2020, Qupperneq 27
Iðjuþjálfinn 1/202027 Arndís Jóna Guðmundsdóttir og Valgerður Þórdís Snæbjörnsdóttir, f.h. ritnefndar VIÐTAL Valerie Jacqueline Harris iðjuþjálfi hefur komið víða við á sínum starfsferli. Arndís Jóna Guðmundsdóttir og Valgerður Þórdís Snæbjarnardóttir hittu hana fyrir hönd ritnefndar Iðjuþjálfans og fengu hana til að segja frá sjálfri sér, hvað olli því að hún flutti til Íslands ásamt að segja frá reynslu sinni í faginu sem iðjuþjálfi. Valerie fæddist í Bretlandi en fluttist ung til Ástralíu ásamt fjölskyldu sinni; foreldrum og tveimur systrum. Foreldrar hennar og önnur systirin búa enn í Ástralíu en hin systirin er nýlega flutt aftur til Bretlands. Sjálf býr Valerie í Mosfellsbæ ásamt manni sínum, Pétri, og eiga þau 12 ára gamla dóttur og kött sem er orðinn 18 ára. Segja má að það hafi verið ástin sem dró hana til Íslands en hún kynntist Pétri og ákvað að flytja hingað og vera hér á landi í 1 ár, því Pétur ætlaði að klára sitt nám hérlendis. Aðspurð sagðist Valerie hafa fengið menningarsjokk þegar hún kom til Íslands þrátt fyrir að hafa alist upp að hluta til í Bretlandi. Vissulega saknar hún veðurfarsins, náttúrunnar og ákveðinna birtuskilyrða sem eru svo sterk í Ástralíu en þá er fjarlægðin frá fjölskyldunni erfiðust ásamt að geta ekki tjáð sig á sínu móðurmáli í leik og starfi. Aðspurð út í áhugamál segist Valerie hafa áhuga á mörgu en hún sé engin öfgamanneskja að því leyti að hún fær engar dellur. Hún segist lesa mikið, þá helst faglegt efni, allt frá minnstu frumum líkamans upp í iðjumiðuð verk sem geta verið gagnleg í íhlutun. Einnig hefur hún gaman af að fara í göngur en er lítið fyrir áhættuíþróttir. NÁM OG STARF Valerie útskrifaðist sem iðjuþjálfi frá La Trobe University í Melbourne árið 1990. Hún segir það hafa verið bestu vinkonu sinni að þakka að hún fór í iðjuþjálfanámið. „Hún ætlaði í iðjuþjálfun en ég vissi ekki hvað það var,“ rifjar hún upp. Valerie ákvað að prófa líka, náði klásus og segist ekki hafa séð eftir þessari ákvörðun. Valerie hóf meistaranám í iðjuþjálfun 1996, og var hluti af hópi Íslendinga sem voru að undirbúa íslenska námsbraut iðjuþjálfunar. Í náminu kynntist hún fleiri iðjuþjálfum og á mjög góðar minningar frá þessum tíma. „Þetta var mjög góður hópur og fólk með mikinn metnað,“ segir hún. Valerie hóf starfsferil sinn sem iðjuþjálfi eftir að hafa lokið B.Sc.- prófi. Hún starfaði í Ástralíu í 9 mánuði í geðheilbrigðisþjónustu og með einstaklinga með alzheimer, áður en hún fór til Bretlands þar sem hún átti ættingja. Í Bretlandi fór hún að vinna á bráðasjúkrahúsi þar sem hún hitti alls konar skjólstæðingshópa, en þó aðallega einstaklinga sem fengið höfðu heilablæðingu. Þar öðlaðist hún jákvæða reynslu af starfi með þessum einstaklingum en henni fannst hún lítið kunna í upphafi. Eftir á að hyggja var það kannski þetta sem kveikti áhuga hennar og forvitni, hvaða líffræðilegu breytingar yrðu þegar heili einstaklinga breyttist. Þegar hún kom fyrst til Íslands var tungumálið stærsta áskorunin. Á þeim tíma var mikill skortur á iðjuþjálfum þar sem ekki var farið að kenna iðjuþjálfun hér á landi. Sjálfsbjörg var að setja á laggirnar endurhæfingaríbúð og henni var boðið starf við aðhlynningu sem gangastúlka í 6 mánuði á meðan hún væri að læra tungumálið. Hún gerði það og var eftir það í raun fyrsti iðjuþjálfinn hjá Sjálfsbjörg. Hún upplifði sig svolítið eins og einstakling með málstol og því fannst henni best að vinna með einstaklingum með málstol því þá fundu þau aðrar leiðir til tjáskipta og voru jafningjar, „þetta var mín fötlun,“ lýsir hún. Hún byrjaði að vinna með einstaklingum sem bjuggu á Sjálfsbjargarheimilinu en svo breyttist starfið og er enn sífellt að breytast. Nú stýra iðjuþjálfar dagdeild í Þjónustumiðstöð Sjálfsbjargar. Þar starfa nú 5 iðjuþjálfar og 4 aðstoðarmenn sem veita dagþjónustu. Þetta fyrirkomulag mun svo taka breytingum að nýju nú í haust. Stefnan er að fá inn fleira fagfólk, fleiri fagstéttir og meiri endurhæfingu, þar sem þjónustunni verður skipt meira upp. Valerie lítur því björtum augum til framtíðarinnar með góðu starfs- fólki og góðri samvinnu við aðrar stofnanir. Eftir mastersnámið fluttist Valerie til Ástralíu, þar sem hún stundaði kennslu við sinn gamla skóla, La Trobe háskólann, með kennurunum sem kenndu henni. Hún var í hlutastarfi í háskólanum og svo í endurhæfingarteymi í þessi 2 ár sem þau bjuggu í Ástralíu. Þar hitti hún dag eftir dag nýja unga einstaklinga með heilaskaða og öðlaðist gífurlega mikla reynslu. Ekki síður fannst henni gott að geta starfað þar sem hún gat tjáð sig á móðurmáli sínu. Valerie og Pétur fluttu svo aftur til Íslands, hún varð lektor við Háskólann á Akureyri í hlutastarfi og vann einnig hjá Sjálfsbjörg. Það var æðislega gaman að hennar sögn en erfitt þar sem námið var enn í mótun og mikill metnaður lagður í að koma því af stað. Reynsla hennar frá La Trope háskólanum hjálpaði mikið þrátt fyrir „ÞAÐ ERU ALLIR MEÐ VEIKLEIKA OG STYRKLEIKA EN SAMAN ÞÁ GETUM VIÐ GERT BETUR“ Valerie Jacqueline Harris

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.