Iðjuþjálfinn - 2020, Qupperneq 30

Iðjuþjálfinn - 2020, Qupperneq 30
30 GREIN Iðjuþjálfinn 1/2020 Elín Ebba Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi og framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs Í eftirfarandi grein mun ég segja frá aðdraganda og fyrstu árum iðjuþjálfunar á geðsviði Landspítalans. Sylviane Lecoultre starfaði þar lengst iðjuþjálfa, frá 1981 til 2010. Hún tók við iðjuþjálfun á Kleppi 1988 og var yfiriðjuþjálfi þar um tíma. Ég byrjaði sem yfiriðjuþjálfi á geðsviði Landspítalans við Eiríksgötu og varð síðan forstöðuiðjuþjálfi þegar Kleppur og Barna- og unglingageðdeildin bættust við. Á Landspítalanum starfaði ég frá 1981 til 2007. Auður Hafsteinsdóttir tók síðan við 2008. Frá 2014 heyrðu öll svið iðjuþjálfa á Landspítalanum undir einn yfirmann, Sigrúnu Garðarsdóttur. Í fyrstu sinntu iðjuþjálfar aðeins þeim sem voru innlagðir. Margir þeirra héldu tengslum við deildirnar eða komu í iðjuþjálfun í svokölluðum „dagstatus“. Hluti af vanda þeirra var félagsleg einangrun, skortur á atvinnutækifærum og lítið eða brothætt tengslanet. Þjónusta iðjuþjálfa á geðsviði hefur færst með árunum yfir í úrræði utan spítala. Nú er hægt að leita til félagasamtaka, virkni- og endurhæfingarúrræða og til heilsugæslunnar. Það breytti miklu þegar Rauði krossinn opnaði Vin á Hverfisgötu; sitt fyrsta athvarf fyrir geðsjúka 1993. Hann opnaði síðan fleiri athvörf í öðrum sveitarfélögum næstu árin. Geðhjálp rak félagsmiðstöð um tíma. Stórt skref í starfsendurhæfingu var þegar Klúbburinn Geysir var settur á laggirnar 1999. Þverfagleg samfélags- og vettvangsteymi urðu svo hluti af geðheilbrigðisþjónustunni. Búsetumál eru nú í höndum sveitarfélaga. Fjölmargir iðjuþjálfar og aðstoðarmenn hafa starfað við deildina þessa fjóra áratugi, lagt sitt af mörkum og sett svip á deildina. Nokkrir þeirra gerðust frumkvöðlar og þróuðu sjálfir þjónustu utan spítalans. Með árunum minnkaði umfang iðjuþjálfadeildarinnar við Eiríksgötuna uns hún var endanlega lögð niður 2020, 38 árum frá stofnun hennar. Öll starfsemin var endurskoðuð og þjónusta iðjuþjálfa veitt frá Kleppi. Eftirfarandi frásögn er huglæg og margt markvert hefur eflaust farið fram hjá mér eða gleymst. Ég skrifa út frá eigin minningum og áhrifavöldum sem ég tel að hafi skipt máli varðandi uppbyggingu og þróun deildarinnar. Jóna Kristófersdóttir Iðjuþjálfun hófst á Kleppi fyrir 75 árum eða árið 1945. Kleppsspítali var opnaður 1907, Jóna Kristófersdóttir ráðin 1945 og starfaði til 1986. Hún var fyrsti iðjuþjálfinn og sá eini á Íslandi í tvo áratugi. Helgi Tómasson yfirlæknir á Kleppi skrifaði grein um vinnulækningar í Læknablaðið 1936, tæpum áratug áður en Jóna kom til starfa. Í þessari tímamótagrein undirstrikaði hann mikilvægi vinnu í bata geðsjúkra. Þegar nýtt geðdeildarhús reis á Landspítalalóðinni 1980 var ákveðið að þar yrði rekin sjálfstæð iðjuþjálfaeining. Ég var ráðin þangað haustið 1981. Enginn samgangur var á milli okkar Jónu svo ég kynntist henni ekki. Nokkrum árum eftir að Jóna hætti störfum heimsótti ég hana. Mig langaði svo að vita hvernig þetta allt byrjaði, hvað hefði breyst, eitthvað um samstarfsfólkið, hvað hefði verið erfitt, áhugavert og hvað hefði gengið vel. Hún tók afar vel á móti mér en frásögn hennar og minningar einskorðuðust við námsárin í Kaupmannahöfn. Minnisstæð var þó heimkoman frá Danmörku. Helgi Tómasson beið hennar á hafnarbakkanum og tók á móti henni; svo mikilvæg var koma hennar. Í gegnum frásagnir annarra fór ekki á milli mála að Jóna var lykilstarfsmaður á Kleppi. Flestir skjólstæðingar stunduðu einhvers konar handverk í svokölluðu Handavinnuhúsi. Húsið var byggt á sjöunda áratugnum, var á þremur hæðum, rúmgott og byggt sérstaklega fyrir starfsemi iðjuþjálfunar. Ég fékk að sjá muni sem gerðir voru þar og það vakti furðu mína hve fíngerðir þeir voru og tímafrekir í framkvæmd. Svona handverk er vandfundið í dag. Hope Knútsson Kynni mín af iðjuþjálfum hófust í starfskynningu í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Anne Grethe Hansen iðjuþjálfi á Reykjalundi kynnti starfið og það vakti forvitni mína. Eftir að ég varð stúdent 1975 sótti ég um stöðu aðstoðarmanns iðjuþjálfa á Grensási. Tvær þýskar systur, Margret og Hildegard Demleitner voru fengnar til að koma á iðjuþjálfun sem hluta af endurhæfingu þar. Sigrún Garðarsdóttir, núverandi yfirmaður iðjuþjálfa á Landspítalanum, var aðstoðarmaður á sama tíma. Verkefnin sem við fengum voru ótal mörg og áskoranir eftir því. Eitt þeirra var að koma af stað hópastarfi sem veitti gleði og yki félagsleg tengsl. Ég byrjaði með myndlistarhóp. Þar var ég á heimavelli og þótti sjálfri skemmtilegt. Þannig tengdist ég ungri konu sem var lömuð fyrir neðan mitti vegna sálrænna áfalla. Teikningar ungu konunnar vöktu athygli, en hún var ekki tilbúin að setja orð á myndir sínar. Ég var send á milli fagaðila til að fá leiðsögn með áframhaldandi íhlutun. Einn þessara fagaðila var Hope Knútsson, bandarískur iðjuþjálfi. Hingað hafði hún komið til að setja af stað iðjuþjálfanám við Háskóla Íslands. Hana óraði ekki fyrir því að það skyldu líða tveir AÐDRAGANDI OG UPP- BYGGING IÐJUÞJÁLFUNAR Á GEÐSVIÐI LANDSPÍTALANS VIÐ EIRÍKSGÖTU Elín Ebba

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.