Iðjuþjálfinn - 2020, Side 34

Iðjuþjálfinn - 2020, Side 34
34Iðjuþjálfinn 1/2020 Arndís Jóna Guðmundsdóttir, f.h. ritnefndar VIÐTAL Iðjuþjálfarnir Hafdís Sverrisdóttir og Gunnhildur Gísladóttir starfa báðar hjá Vinnueftirliti ríkisins, Hafdís við eftirlit og heimsóknir á vinnustaði og Gunnhildur sem sérfræðingur í hreyfi- og stoðkerfi. Ritnefndin hitti þær að máli og þakkar þeim stöllum fyrir að leyfa okkur að skyggnast inn í störf sín. NÁM, FYRRI STÖRF OG STARF HJÁ VINNUEFTIRLITINU Hafdís lærði iðjuþjálfun í Noregi og Gunnhildur í Danmörku. Fyrst voru þær spurðar nánar um fyrri störf og af hverju þær ákváðu að hefja störf hjá Vinnueftirlitinu. Hafdís byrjaði hjá Vinnueftirlitinu í byrjun október árið 2003 og fannst mjög spennandi að fara að vinna þar. „Ég var þá orðinn iðjuþjálfi og með framhaldsmenntun í umhverfisaðlagaðri heilsuvernd. Ég hugsaði með mér að þarna gæti ég notað heilmikið af því sem ég kynni. Þegar ég flutti heim frá Noregi var ég búin að taka þessa aukamenntun úti af því að ég ætlaði að vera með eitthvað auka í pokahorninu og langaði til þess að vinna við forvarnir eða forvarnarstarf. Ég ætlaði ekki að fara að vinna á spítala. Ég skoðaði marga staði en það var bara erfitt að fá vinnu þá, eiginlega bara einn staður sem var í boði og það var Heilsuvernd. Ég fór sem sagt að vinna hjá Landspítalanum og svo sá ég seinna stöðu auglýsta hjá Vinnueftirlitinu og sótti um hana. Þar gæti ég nýtt alla mína þekkingu og það er ástæðan fyrir því að ég vann fyrst hjá spítalanum í þrjú ár og fór svo yfir til Vinnueftirlitsins,“ útskýrir hún. Gunnhildur lauk náminu í Danmörku árið 1992. Þá fluttist hún heim og byrjaði að vinna á Reykjalundi. „Þegar ég var búin að vera þar í 27 ár langaði mig ekkert endilega að breyta til en fannst áhugavert að vinna meira við rannsóknir. Sá fyrir mér að það gæti verið ákveðinn stökkpallur í doktorinn, aðeins að víkka út. Ég var búin að vera að kenna líka í 21 ár þannig að mig langaði í eitthvað allt annað. Þegar ég fór í atvinnuviðtalið hjá Vinnueftirlitinu seldi yfirmaðurinn mér algjörlega að koma og vinna þarna. Ég ætlaði aldrei í svona starf eins og ég er í núna, en mér finnst það samt skemmtilegt. Það er áhugavert að takast á við þetta. Ég er búin að vera svo lengi með skjólstæðinga sem eru hinum megin við borðið – koma til okkar og kvarta undan vinnuumhverfinu, núna er ég komin þeim megin og skoða það frá þeirri hlið með þá vitneskju sem ég hef, þannig að vonandi kemur eitthvað gott úr því,“ lýsir Gunnhildur. STARFSVETTVANGUR HJÁ VINNUEFTIRLITINU Hafdís byrjaði sem eftirlitsmaður og fékk ákveðin fyrirtæki, opinbera þjónustu, verslanir og fleira í þeim dúr til að fylgjast með. „Þannig að ég hef notast við gátlista til þess að líta eftir vinnuumhverfinu, það eru 5 þættir sem við erum reyndar að skoða enn þann dag í dag. Við fylgjum vinnuumhverfistsvísunum og þá erum við líka að spyrja út í félagslegan aðbúnað og ég var að skoða vinnuaðstæður, með hæð á borðum og þess háttar. Þetta var allt í svolítið föstum skorðum, svona var þetta gert. Það var verið að skoða salernin, kaffistofurnar og búningsaðstöðuna,“ segir hún. Hafdísi fannst vanta mælingar, það væri of lítið af þeim. „Þannig að ég hugsaði með mér: Mín menntun nýtist ekki endilega í þetta, þetta er svolítið almenns eðlis. Mig langaði að gera heilmikið og hef mikinn áhuga á þessu. Ég bætti alltaf aðeins meira í, fór að gera ákveðna hluti til þess að kunna meira og geta gert betri athugasemdir ef svo má segja, og betri leiðbeiningar. Þannig að þetta hefur breyst töluvert frá því ég byrjaði og þangað til í dag,“ rifjar hún upp. Hafdís hafði sama yfirmann í langan tíma en eftir að nýr yfirmaður hóf störf fóru þau að gera hlutina öðru vísi að sögn Hafdísar, skrifa bréf og fleira, en áður gerði yfirmaðurinn það. „Við gerðum bara okkar skýrslur en núna erum við farin að vinna í teymum, frá því 2017. Við erum farin að skiptast niður í hópa og þá er maður farinn að nota þetta öðruvísi. Við erum farin að gera miklu meiri athugasemdir í sambandi við félagslegan aðbúnað og varðandi líkamlegt álag. Þannig að þetta hefur breyst töluvert og við erum enn í breytingum,“ útskýrir Hafdís. VIÐBRAGÐSÁÆTLUN Í STAÐ KVARTANA Kvartanir hafa alltaf skipað ákveðinn sess í starfinu en nálgunin var ekki nógu góð. „Við höfum alltaf sinnt kvörtunum, ef við höfum fengið kvörtun í sambandi við einelti, slæm samskipti eða slæma framkomu þá höfum við farið þangað. Við tókum kvörtunina með okkur og ræddum málin út frá henni. Svo kom í ljós að við gátum ekki gert þetta vegna þess að sá, sem hafði tilkynnt þetta, kom verr út úr því. Þar af leiðandi erum við farin að nota það núna að við biðjum um að fá senda beiðni um viðbragðsáætlun, förum yfir hana og athugum hvernig málin hafa verið leyst og hvort allt sé í áætluninni sem á að vera. Við spyrjum hvort það sé búið að kynna „VIÐ VERÐUM AÐ FARA AÐ UPPFÆRA HAUSINN HJÁ ÍSLENDINGUM“ GunnhildurHafdís

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.