Iðjuþjálfinn - 2020, Page 38
38
GREIN
Iðjuþjálfinn 1/2020
Guðrún Heiða Kristjánsdóttir
Fertug útskrifaðist ég sem iðjuþjálfi og þurfti að tileinka mér nýja
hugsun og horfa á lífið frá öðru sjónarhorni þar sem ég hafði unnið
á sjúkrastofnunum árum saman þar sem læknisfræðilega
sjónarmiðið var alls ráðandi. Fyrstu fimm árin mín sem iðjuþjálfi
starfaði ég sem deildarstjóri í dagþjónustu fyrir aldraða hjá
Akureyrarbæ. Það reyndust mér reynslurík ár og ég lærði mikið
m.a. um stöðu eldra fólks. Meðalaldurinn var hár og því glímdi fólk
við alls kyns iðjuvanda sem fylgir hækkandi aldri. Erfiðast og hvað
mest slítandi fannst mér að senda fólk heim sem ekki var fært um
að sjá um sig sjálft en biðlistar inn á dvalar- og hjúkrunarrými voru
langir. Ég hóf nám á meistarastigi í heilbrigðisvísindum með áherslu
á öldrun og heilbrigði við Háskólann á Akureyri árið 2014. Meðfram
því vann ég í þjónustukjörnum og sambýlum fyrir fólk með fötlun
hjá Akureyrarbæ. Megin áhersla í starfi mínu er að styðja við
einstaklinga, að þeir lifi eins sjálfstæðu og innihaldsríku lífi sem
þeim er unnt og haldi virðingu sinni óskertri. Himinn og haf skilur á
milli stöðu aldraðra og réttindum fatlaðra og úr því þarf að bæta. Í
byrjun árs 2018, þá fimmtug, lenti ég í örmögnun sem ég er enn í
dag að takast á við. Reynslan við það að „lenda hinum megin við
borðið“ varð mér dýrkeypt en í senn dýrmæt. Í rúm 2 ár gat ég ekki
unnið, stóð hreinlega ekki undir sjálfri mér og þurfti á þjónustu Virk
að halda í endurhæfingarferlinu. Í dag er ég í 40% starfi sem
iðjuþjálfi á sama stað og áður og ætla að ljúka rannsókninni minni
sem fjallar um heilsulæsi eldra fólks á Íslandi. Mér er mjög umhugað
um stöðu aldraðra. Mín réttlætiskennd segir að barátta þeirra sé
rétt að hefjast þannig að þeir geti lifað sjálfstæðu og innihaldsríku
lífi og haldið virðingu sinni ævina á enda.
Helga Ólafsdóttir
Ég hef starfað í Hlutverkasetri frá útskriftinni 2008. Tók smá beygju
í 2 ½ ár þar sem ég vann sem sérkennari á leikskólanum Aðalþingi,
sem var afar gefandi og skemmtilegt. Hlutverkasetur kallaði samt í
mig og ég finn mig vel á þeim stað. Þar fæ ég að nýta mína styrkleika
og sjá fólk blómstra á eigin forsendum í mismunandi iðju.
Fjölbreytileikinn og andinn á staðnum höfðar svo til iðjuhjartans og
ég á margt eftir sem ég vil prófa mig áfram með. Ég er mjög ánægð
að hafa valið að læra iðjuþjálfun, ég passa við það eins og flís við
rass. Meðfram starfinu mín hef ég kennt Zumba fyrir börn og
fullorðna á þurru landi sem í sjó. Það er gott að hrista skrokkinn
reglulega sem ég elska. Ég er enn með sama gæjanum sem ég
kynntist þegar ég var fyrir norðan og ástin blómstar sem aldrei fyrr.
Helga Þyri Bragadóttir
Þegar litið er yfir starfsferil minn frá útskrift, einkennist hann af
mikilli fjölbreytni sem gagnast mér mjög vel í núverandi starfi. Ég
byrjaði iðjuþjálfaferilinn sem iðjuþjálfi á Sjúkrahúsinu á Akureyri,
fyrst á geðdeild og svo á endurhæfingardeildinni á Kristnesi. Ég
starfaði síðan lengi vel hjá Akureyrarbæ við „Ráðgjöfin heim“, en sú
þjónusta veitir einstaklingum ráðgjöf sem þurfa stuðning í daglegu
lífi og er þjónustan veitt úti í samfélaginu og/eða á heimilum fólks.
Síðan tók ég annan hring á SAk en bætti þá við bráðadeildunum. Ég
var nokkur ár í kjaranefnd Iðjuþjálfafélagsins sem var skemmtilegt,
stundum ögrandi en mjög þroskandi. Ég náði mér í réttindi frá
Vinnueftirliti Ríkisins og tók að mér vinnustaðaúttektir og sá um
fræðslu og öryggismöt í fyrirtækjum. Einhversstaðar á leiðinni tók
ég nám í verkefnastjórnun og síðar markþjálfun og nýti ég
hvorutveggja mikið í starfi mínu í dag en ég er ráðgjafi og
verkefnastjóri hjá starfsendurhæfingarsjóði Virk á Akureyri.
Hjördís Anna Benediktsdóttir
Ég fór í afleysingar á Grensási sumarið fyrir lokaárið í HA og þá var
ekki aftur snúið. Endurhæfingin heillaði og ég hef unnið á Grensási
allar götur síðan við útskrifuðumst 2008. Starfið á Grensási er
ótrúlega fjölbreytt og mikil teymisvinna sem hæfir mér hvoru
tveggja mjög vel. Ég sérhæfði mig í kvillum og áföllum tengdum
miðtaugakerfinu og hef mest unnið með skjólstæðingum sem
hlotið hafa heilaáfall eða heilaskaða en hef annars unnið með
mörgum öðrum sjúklingahópum þ.e. einstaklingum sem orðið hafa
fyrir mænuskaða, fjöláverka, farið í liðskipti, misst útlimi og svo
mætti lengi áfram telja. Ég hef setið námskeið og bætt við mig
ýmsum mikilvægum matstækjum s.s. A-ONE og AMPS ásamt því að
sanka að mér fróðleik m.a á ráðstefnum eins og Norrænu
setstöðuráðstefnuna (The Nordic Seating Symposium), ráðstefna
um ákominn heilaskaða (á vegum Hugarfars), Norræn ráðstefna
um starfsendurhæfingu haldin af Virk (Nordic conference on work
rehabilitation). Ég var með í að koma á fót samstarfi milli Virk,
Grensáss og Reykjalundar og Vinnumálastofnunar sem er mjög
þarft þ.e. að finna út í sameiningu hvaða úrræði henta
skjólstæðingum okkar best hverju sinni.
Jónína Aðalsteinsdóttir
Eftir útskrift hóf ég störf á Þroska- og hegðunarstöð heilsugæslunnar.
Þar kom ég að þverfaglegu mati og greiningu barna með þroska- og
hegðunarfrávik og sinnti ráðgjöf til foreldra og skóla/leikskóla. Eftir
ÚTSKRIFTARÁRGANGUR
ÚR HA 2008