Iðjuþjálfinn - 2020, Side 44
44Iðjuþjálfinn 1/2020
GREIN
Arndís Jóna Guðmundsdóttir,
iðjuþjálfi á LSH Landakoti
The MMSE (Mini-Mental State Evaluation) eða Mat á vitrænni getu er
30 atriða próf sem er notað víða í öldrunarþjónustu. Á legudeildum
Landspítala og annars staðar í heilbrigðis- og velferðarþjónustu
hafa iðjuþjálfar séð um að leggja prófið fyrir. Nokkrar útgáfur af
spurningalistanum og leiðbeiningum hafa verið gerðar á íslensku
gegnum tíðina og því hefur ekki verið um samræmda fyrirlögn að
ræða. Hópur iðjuþjálfa á Landspítala unnu að því að samræma
fyrirlögn og fyrirgjöf á matstækinu haustið 2016, en hópinn skipuðu
fulltrúar frá þeim starfsstöðum spítalans sem mest nota MMSE í
sínu starfi. Markmið verkefnisins var að samræma og auka
áreiðanleika fyrirlagnar og stigagjafar, til að draga úr og fækka
vafaatriðum.
Strax við upphaf verkefnisins varð ljóst að bæði var munur á
fyrirlögn og fyrirgjöf milli starfseininga en einnig milli matsmanna
innan hverrar einingar spítalans. Fljótlega
komu fleiri að þessari vinnu og iðjuþjálfar af
dagþjálfun Eirar, hjúkrunarheimilum Eirar,
Skjóls og Hamra bættust í hópinn. Nefndin
leitaði heimilda um matstækið en einnig voru
leiðbeiningarnar unnar upp úr banda rískum
leiðbeiningabæklingi matstækisins, MMSE
Mini-Mental State Examination. Clinical guide.
Stuðst var við aðrar heimildir, m.a. til að
staðfæra svör við spurningum um áttun á stað
og tíma en fyrst og fremst var lögð áhersla á
fylgja bandarísku leið beiningunum.
Í júlí 2018 voru gefnar út leiðbeiningar og
endurbætt eyðublað. Útgáfan var kynnt á
starfsstöðum nefndarmeðlima, iðjuþjálfasíðum
á Facebook og á Minnismóttöku Landspítala.
Eftir notkun í nokkurn tíma bárust athugasemdir
við leiðbeiningarnar. Þær voru teknar til
skoðunar auk þess sem hjúkrunarfræðingur og
sálfræðingar á Minnismóttöku Landspítala
komu til álitsgjafar, en að því loknu var ekki
tekið við fleiri athugasemdum.
Lokaútgáfa leiðbeininganna kom út í lok árs
2019, ellefu blaðsíðna skjal sem inniheldur
leiðbeiningar, matsblað og hjálpargögn þar
sem leitast var við að uppfylla ofangreint
markmið; að samræma fyrirlögn og stigagjöf
við notkun matstækisins MMSE í íslenskri
heilbrigðisþjónustu. Iðjuþjálfadeild Land-
spítala, Eirar, Skjóls, Hamra og Minnismóttaka
Landspítala hafa tekið leiðbeiningarnar til
notkunar.
Leiðbeiningarnar hafa verið samþykktar sem
klínískar leiðbeiningar hjá Embætti Landlæknis
og hægt er að nálgast þær á heimasíðunni
landlaeknir.is – útgefið efni og skrifa „mmse“ í
leitarvélina.
Nefndina sátu
Anna Ingileif Erlendsdóttir
Arndís Jóna Guðmundsdóttir
Elísabet Unnsteinsdóttir
Eva Hagalín Jónsdóttir
Fjóla Baldursdóttir
Lilja Ingvarsson
KYNNING Á NÝJUM
LEIÐBEININGUM MMSE Arndís Jóna
MMSE próf til að meta vitræna getu
Nafn: _______________________________ Kennitala: ____________________________
Dagsetning: __________________________ Matsmaður: __________________________
Þýtt og staðfært úr MMSE Mini-Mental State Examination Clinical Guide
Iðjuþjálfar á Landspítala, Eir og Skjóli 2019
Hæsta
skorun
Fjöldi
stiga
ÁTTUN
1. Hvaða dagur er í dag?
Ár 1 __
árstíð 1 __
mánuður 1 __
vikudagur 1 __
mánaðardagur 1 __
2. Hvar erum við?
land 1 __
landshorn/hluti 1 __
bæjar/sveitarfélag 1 __
spítali/stofnun/gata 1 __
deild/hæð 1 __
NÆMI
3. „Hlustaðu nú vel. Ég ætla að
nefna þrjú orð. Þú átt að
endurtaka þau eftir mér. Ertu
tilbúin/n?“
Buxur, epli, glas
Eða ef endurmat: Tré, bók,
hestur
„Endurtaktu nú orðin eftir
mér“.
Eitt stig fæst fyrir hvert rétt svar í fyrstu
tilraun. Nefnið hlutina aftur uns viðkomandi
hefur lært alla 3 hlutina. Teljið fjölda skipta
sem þarf og skráið hér ___
„Leggðu nú þessi orð á minnið,
ég mun spyrja þig um þau aftur
á eftir“.
3 __
ATHYGLI OG REIKNIGETA
4. (a) „Nú bið ég þig að draga 7
frá 100 og segja mér útkomuna.
Haltu síðan áfram að draga 7
frá hverri útkomu þar til ég segi
þér að stoppa. Hvað er 100
mínus 7?“
(93, 86, 79, 72, 65)
Eitt stig fyrir hvert rétt svar.
(b) „Stafaðu orðið kvöld.
Stafaðu það síðan aftur á bak“.
Gefið er stig fyrir stafi á réttum stað.
5 __
Hæsta
skorun
Fjöldi
stiga
MINNI
5. Spyrjið eftir orðunum
þremur.
Eitt stig fyrir hvert rétt svar.
3 __
MÁL
6. Látið viðkomandi nefna
penna og úr.
2 __
7. „Endurtaktu eftirfarandi:
„Hvað sem tautar nú og
raular“.
1 __
8. „Fylgdu þessari fyrirskipun:
Taktu blaðið í hægri hönd,
brjóttu það í tvennt og láttu
það detta á gólfið“.
Einnig má biðja viðkomandi að setja blaðið
á borð.
Eitt stig fæst fyrir hvert þrep.
3 __
9. Sýnið viðkomandi setninguna
Lokaðu augunum og segið:
„Lestu textann og gerðu það
sem stendur“.
1 __
Spurningum 10 og 11 skal
svarað á baksíðu.
Brjótið blaðið í tvennt, verkefni 10 skal
svara á annan helming en verkefni 11 á
hinn. Hafið aðeins eitt verkefni sjáanlegt í
einu.
10. „Skrifaðu setningu“
Eitt stig fyrir setningu sem inniheldur bæði
sagnorð og nafnorð
1 __
11. „Líktu eftir fyrirmynd“ 1 __
Samtals ____ stig af 30