Iðjuþjálfinn - 2020, Blaðsíða 48
48Iðjuþjálfinn 1/2020
ÁGRIP ÚTSKRIFTARNEMA 2019
Höfundar: Margrét J. Sigurðardóttir,
Hildur Sverrisdóttir og Bára Lind Hafsteinsdóttir
Leiðbeinandi: Kristjana Fenger
Höfundar: Kolbrún Halla Guðjónsdóttir,
Bylgja Þrastardóttir og Eva Snæbjarnardóttir,
Leiðbeinandi: Sonja Stelly Gústafsdóttir
Fjöldi ungs fólks sem ekki er í vinnu, námi né starfsþjálfun hefur
vaxið mikið seinustu ár. Staða þessa hóps, sem kallast NEET (Not in
Employment, Education or Training) er áhyggjuefni um gjörvalla
Evrópu en áhrif og afleiðingar NEET stöðunnar eru miklar, bæði
fyrir unga fólkið sjálft og samfélagið í heild. Staða hópsins hefur
lítið verið rannsökuð hérlendis en þær rannsóknir sem til eru hafa
helst beinst að brottfalli, skólagengi og félagslegri stöðu. Engin
íslensk rannsókn hefur skoðað hvernig iðjusaga hópsins hefur
þróast í gegnum tíðina. Þessi rannsókn leitast við að gera úrbætur
þar á og er tilgangur hennar að fá mynd af því hvað einkennir
iðjusögu ungs fólks sem hvorki er í námi né vinnu. Eftirfarandi
rannsóknarspurning leiðir rannsóknina: Hvað einkennir iðjusögu
ungs fólks sem hvorki er í námi né vinnu? Til að svara rannsóknar-
spurningunni verður notast við blandað rannsóknarsnið.
Gagna verður aflað með hálfbundnum viðtölum við 30 skjól-
stæðinga Vinnumálastofnunar sem valdir eru tilgangsbundið, ungt
fólk á aldrinum 16-29 ára sem hvorki eru í námi né vinnu. Stuðst
verður við viðtalsramma matstækisins Iðjusaga (OPHI-II) Viðtölin
verða hljóðrituð og afrituð orðrétt. Gögnin verða fyrst metin á
kvarða matstækisins Iðjusögu, slegin inn í SPSS og greind með
lýsandi tölfræði. Síðan verða þau þemagreind. Að því loknu verða
tekin aftur viðtöl við 4-5 þátttakendur til að ná aukinni dýpt og
þemagreiningin endurskoðuð. Í lokin verða niðurstöður beggja að-
ferða skoðaðar, bornar saman og samþættar.
Lykilhugtök: Ungt fólk, NEET, iðjusaga, brotthvarf, starfshlutverk,
nemahlutverk
Rannsóknaráætlun þessi er hluti af stærri rannsókn sem ber heitið
Heilsufar og vellíðan eldra fólks á Norðurlandi. Hefur búseta eldra
fólks ≥ 65 ára, í þéttbýli eða dreifbýli, áhrif á heilsufar og vellíðan?
Eldri íbúum fer hratt fjölgandi, því er mikilvægt að huga m.a. að
heilsueflingu. Umhverfisþættir hafa áhrif á hlutdeild í heilsueflingu
t.a.m. búsetuskilyrði, aðgengi að úrræðum, félagslegur stuðningur
og veðurfar. Því þarf að skapa umhverfi sem auðveldar þeim að
viðhalda færni, heilsu og vellíðan. Tilgangur fyrirhugaðrar rann-
sóknar er að afla upplýsinga frá íbúum 65 ára og eldri á Norðurlandi
um hvaða þættir í umhverfinu hafa áhrif á hlutdeild þeirra í
heilsueflingu. Einnig hvaða umhverfisþætti íbúar telja þurfa að vera
til staðar til að efla þátttöku þeirra í heilsueflingu. Því verður leitað
svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvernig upplifa íbúar
65 ára og eldri á Norðurlandi áhrif umhverfisþátta á hlutdeild þeirra
í heilsueflingu? Hvað þarf að vera til staðar til að íbúar 65 ára og
eldri á Norðurlandi upplifi hlutdeild sína í heilsueflingu sterkari?
Rannsóknin verður eigindleg þar sem gögnum verður aflað með
opnum viðtölum við að lágmarki 20 manns. Notast verður við
tilgangsbundið úrtak úr stærri rannsókn til þess að fá sem
fjölbreyttastan hóp þátttakenda með ólíka reynslu. Forsendur fyrir
þátttöku eru að vera 65 ára eða eldri, búa heima á Akureyri,
Þingeyjarsýslu og Skagafirði. Þátttakendur verða valdir eftir kyni,
aldri, búsetu, tekjum, samgöngumáta, félagslegri stöðu og
hjálpartækjanotkun. Greining gagna mun fara fram með eigindlegri
innihaldsgreiningu. Hagnýtt gildi rannsóknarinnar er að komast að
því hvernig hægt er að skapa aðstæður og umhverfi sem gerir eldri
einstaklingum á Norðurlandi kleift að viðhalda eða efla hlutdeild
sína í heilsueflingu á þeirra forsendum. Upplýsingarnar sem koma
frá íbúunum verður einnig hægt að nota til stefnumótunar á
þjónustu við eldri einstaklinga.
Lykilhugtök: Áhrif umhverfis, heilsuefling, hlutdeild, eldri íbúar,
upplifun.
Kolbrún Halla, Bylgja og Eva
Hildur Bára LindMargrét
IÐJUSAGA UNGS FÓLKS
SEM HVORKI ER Í NÁMI EÐA VINNU
ÁHRIF UMHVERFIS Á HLUT-
DEILD Í HEILSUEFLINGU.
UPPLIFUN ELDRI ÍBÚA Á NORÐURLANDI