Iðjuþjálfinn - 2020, Page 51
Iðjuþjálfinn 1/202051
Meðalævilengd landsmanna fer ört hækkandi og á komandi
áratugum mun hlutfall eldri íbúa hækka jafnt og þétt. Með vaxandi
þekkingu og framförum hefur notkun á velferðartækni aukist í
velferðarþjónustu með það að markmiði að efla öryggi og lífsgæði
þjónustuþega. Slík þróun hefur alla burði til að hafa jákvæð og
eflandi áhrif á heilsufar og möguleika fólks til þátttöku í samfélaginu
og veitir einstaklingum tækifæri til að búa lengur á eigin heimili.
Samhliða hækkun lífaldurs má búast við aukinni þörf á þjónustu í
tengslum við aldurstengda sjúkdóma sem og minnissjúkdóma og
því mikilvægt að vekja athygli á þjónustu við einstaklinga sem
greinast með byrjunareinkenni heilabilunar. Tilgangur fyrirhugaðrar
rannsóknar, er að fá innsýn í það ferli sem tekur við með áherslu á
þörf fyrir velferðartækni, meðal annars um það hverjir sækja um
þjónustuna, hverjir eru helstu tengiliðir og hverjir veita eftirfylgni.
Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum: 1. Hvernig
gengur þjónustuferlið fyrir sig þegar grunur vaknar um heilabilun,
með áherslu á þörf fyrir velferðartækni? 2. Hver eru hlutverk mis-
munandi fagstétta, þar á meðal iðjuþjálfa í þjónustu sem snýr að
velferðartækni? Stuðst verður við eigindlegt rannsóknarsnið og
vinnulag grundaðrar kenningar. Gagnaöflun fer fram með viðtölum
þar sem notast verður við hálfopnar spurningar. Tekin verða viðtöl
við deildarstjóra heimahjúkrunar og forstöðumann félagslegrar
heimaþjónustu í níu bæjar- og sveitafélögum á landsvísu.
Niðurstöður verða nýttar til að lýsa reynslu starfsmanna af
þjónustuferli með áherslu á þarfagreiningu fyrir velferðartækni
fyrir einstaklinga með byrjunareinkenni heilabilunar. Haft er að
marki að nýta megi þá þekkingu sem hlýst með rannsókninni til
eflingar velferðarþjónustu með velferðartækni á komandi árum.
Lykilhugtök: velferðartækni, byrjunareinkenni heilabilunar,
öldrunarþjónusta, iðjuþjálfun, heimaþjónusta
Samantekt þessi er lokaverkefni til BS gráðu í iðjuþjálfunarfræðum
frá Háskólanum á Akureyri. Markmið þess er að kanna hver áhrif
notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) er á iðju þjónustu-
notenda og þátttöku þeirra í samfélaginu. NPA er byggt á hugmynda-
fræðinni um sjálfstætt líf en hún felur í sér að allir hafi rétt til að
stjórna eigin lífi óháð skerðingum. NPA var lögfest á Íslandi 1.
október 2018 en þjónustuformið gerir notendum kleift að stýra
þjónustunni þar sem notandinn ræður hvaða aðstoð er veitt, hver
veitir hana og hvar og hvenær hún fer fram. Markmið laga um
þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir er að veita
sem bestu þjónustu og kostur er á og virða sjálfræði og sjálfstæði
fatlaðs fólks. Vinnulag Arskey og O’Malley (2005) fyrir kögunaryfirlit
(e.scoping review) var notað við framkvæmd samantektar á 17
rannsóknargreinum. Niðurstöður úr rannsóknargreinunum gáfu
vísbendingu um að NPA hafi töluverð áhrif á tækifæri
þjónustunotenda á þátttöku og iðju. Samantektin leiddi í ljós að
NPA stuðlaði að aukinni við þátttöku eigin umsjá, í tómstundaiðju,
sem og yki tækifæri fatlaðs fólks til atvinnu- og námsþátttöku, þó
ákveðnir hnökrar virðast vera í tengslum við útfærslu og framkvæmd
þjónustu. Niðurstöður bentu einnig til að NPA hafi jákvæð áhrif á
fjölskyldulíf notanda og veiti notendum meira sjálfræði, aukin
lífsgæði og aukna sjálfsvirðingu.
Lykilhugtök: notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA, iðja, þátttaka,
mannréttindi
Höfundur: Margrét Elva Sigurðardóttir,
Leiðbeinandi: dr. Björg Þórðardóttir
Höfundar: Díana Kristín Sigmarsdóttir,
Hildur Hjartardóttir og Sylvía Halldórsdóttir,
Leiðbeinandi: Sigrún Kristín Jónasdóttir
Sylvía Díana Kristín
Margrét Elva
Hildur
ÞEGAR GRUNUR VAKNAR UM HEILABILUN:
ÞJÓNUSTUFERLI OG GREINING Á ÞÖRF
FYRIR VELFERÐARTÆKNI
ÁHRIF NOTENDASTÝRÐRAR
PERSÓNULEGRAR AÐSTOÐAR