Skólavarðan - 2017, Síða 9
HAUST 2017 9
þátt í verkefninu áttað sig á að ekki yrði
aftur snúið. „Við finnum að það hafa orðið
töluverðar breytingar á skólastarfinu frá
því verkefnið hófst. Nemendur segjast vera
ánægðari og áhugasamari um námið því
þeir hafa aukið val um hvernig þeir nálgast
viðfangsefni og hvernig þeir vinna verkefni.
Vægi beinnar töflukennslu og eyðufyllinga-
verkefna hefur minnkað hjá kennurum
og þeir eru í auknum mæli að leggja fyrir
samvinnuverkefni þar sem nemendur vinna
á skapandi hátt sem er einmitt í samræmi
við þau markmið sem lagt var upp með.“
„Við getum útskýrt muninn með því
að taka sem dæmi verkefni um hvali,“
segir Sigurður. „Hér áður fyrr þurftu allir
að skrifa 100 orða samantekt en nú geta
nemendur valið að gera t.d. stutt myndband
í iMovie, gera glærukynningu eða eitthvað
allt annað. Til viðbótar þá geta þeir auðvitað
valið að skrifa þennan 100 orða pistil ef það
hentar þeim best. Það að nemendur hafi val
um framsetningu á verkefnum skiptir máli,
því verkefnið sem slíkt er ekki markmiðið
heldur að nemendur fræðist um hvali. Enda
snýst innleiðingin á spjaldtölvum í raun ekki
um spjaldtölvur heldur að innleiða breytta
kennsluhætti og breyta þeim í kennsluhætti
21. aldarinnar.“
Með snjallsíma í fyrsta bekk
„Við þetta má bæta að spjaldtölvan eykur
möguleika á einstaklingsmiðuðu námi til
muna,“ segir Björn. „Tökum sem dæmi
þá sem eru sterkir námslega. Þeir hafa
þarna möguleika á að kafa dýpra í náms-
efnið þegar við erum ekki með samræmd
verkefni. Þessir nemendur geta þá unnið
mun flóknari og margslungnari verkefni.
Þetta er eitthvað sem kennarar hljóta að
taka fagnandi því það hefur lengi vafist fyrir
skólakerfinu hvernig á að koma til móts við
þessa sterku nemendur.“
Snjalltækin gagnist þannig öllum
enda sé verið að færa skólastarfið í átt að
daglegum veruleika nemenda. „Nemendur
alveg niður í fyrsta bekk eru komnir með
snjallsíma í hendur og eru vanir að geta nýtt
sér þessi tæki til bæði gagns og gamans. Það
er þeim fagnaðarefni að geta beitt sömu
aðferðum við fróðleiksöflun í skólanum og í
lífinu utan skóla,“ segir Björn.
Þið talið um breytt vinnubrögð nem-
enda. En hvað með kennarann, hvernig þarf
hann að breyta sinni vinnu?
„Hann þarf að kunna að sleppa,“ segir
Sigurður ákveðinn. „Það er það fyrsta. Hjá
mörgum þá er það spurning um tíma en ef
þú ert að bæta við þig verkefnum þá verður
þú að taka eitthvað út. Og ég held að flestir
kennarar geri það og flestir hafa tileinkað
sér þessa nýju tækni. En við höfum auðvitað
alltaf dæmi um kennara sem ætla sér að
nota tæknina en samt ekki fyrr en á morgun.
Í dag ætla þeir aftur að ljósrita kennsluefnið
eins og þeir hafa alltaf gert.“
Vantar tíma til að nýta stuðning
Mikil áhersla er lögð á stuðning við kennara
í Kópavogi og þar með talið að aðstoða
þá við að tileinka sér tæknina og breytta
kennsluhætti. „Við tryggjum stöðugan
aðgang að símenntunartækifærum fyrir
kennara hvort sem það er í formi nám-
skeiða, kynninga eða einstaklingsráðgjafar.
Í öllum skólum í sveitarfélaginu eru
svokölluð leiðtogateymi sem í eru fimm til
sex kennarar sem eiga það sameiginlegt að
vera áhugasamir, viljugir og jákvæðir í garð
verkefnisins og það má segja að þessi teymi
dragi vagninn í hverjum skóla fyrir sig. Mér
finnst að þetta fyrirkomulag hafi reynst
ágætlega. Algengt umkvörtunarefni kennara
er að þeir hafa ekki alltaf tíma til að nýta sér
þann stuðning sem er í boði.“
Það hefur oft verið talað um að skóla-
kerfi séu í eðli sínu íhaldssöm og það er þá
ekki síst í augum almennings. Engu að síður
hefur gengið vel að innleiða nýja kennslu-
hætti á þeim stutta tíma sem liðinn er frá
því að verkefnið hófst. „Almenningur hefur
ákveðnar skoðanir á því hvernig skólastarf
á að vera og þær skoðanir mótast yfirleitt
af því hvernig skólastarf var á þeim tíma
sem viðkomandi var í skóla. Og svo sjáum
við þetta líka að mjög mörgu leyti endur-
speglast í nemendunum sem hafa oftar
en ekki gríðarlega gamaldags hugmyndir
um hvað nám er, og finnst að ef þeir eru
ekki með blað og blýant að fylla út í eyður
að þá séu þeir ekki í alvöru námi. Ákveðin
viðhorfsbreyting þarf því að eiga sér stað og
auðveldasti hópurinn hvað það varðar eru
kennararnir því að fagfólkið veit hvað þarf
til að nám fari fram,“ segir Björn.
„Skólakerfið á ekki að hlaupa á eftir
öllum nýjustu bólum heldur á það að vera
íhaldssamt, ef við horfum t.d. á 20. öldina
þá voru tækniframfarir fremur hægar og
skólakerfið breyttist í rólegheitum og fylgdi
jörn Gunnlaugsson stýrir
innleiðingu spjaldtölvu-
kennslu í Kópavogi og
Sigurður Haukur Gíslason
starfar sem einn af
þremur kennsluráðgjöfum í tengslum við
verkefnið. Útsendari Skólavörðunnar settist
niður með þeim félögum á haustdögum og
byrjaði á að spyrja einfaldlega hvernig gengi.
„Ætli við getum ekki allavega sagt að
það hafi komið í ljós að verkefnið er ekki
misheppnað,“ segir Björn og hlær. Hann
bætir við að líklega hafi allir sem hafi tekið