Skólavarðan - 2017, Qupperneq 14

Skólavarðan - 2017, Qupperneq 14
14 HAUST 2017 Í snarpri kosningabaráttu, sem hófst 14. september þegar Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfi við Viðreisn og Sjálfstæðisflokk og lauk með kosningum 28. október, var margt tekið til umræðu. Frambjóðendur voru í mörgum tilfellum sammála og töldu að það þyrfti að styrkja heilbrigðiskerfið, innviðina, atvinnulífið og traust almennings á störf Alþingis. Einnig sögðu þeir að það þyrfti að rafbílavæða Ísland, huga að umhverfinu. Og mörgu öðru. Það var óvenjulegt í aðdraganda kosninganna að þegar kjósendur voru spurðir út í áherslumál sín í kosningunum nefndu óvenju margir menntamál. Skólana sem nauðsynlega þyrfti að styrkja, kennarana sem þyrftu að fá hærri laun og betri aðbúnað og nemendurna sem tryggja þyrfti framúrskarandi kennslu til frambúðar. Engu að síður varð umræðan um menntamál ekki hávær í kosningabaráttunni, þó einstaka þingmannsefni kæmi fram og lofaði auknum framlögum til menntamála. Hluti þeirra kom úr nýföllnum meirihluta á Alþingi sem ætlaði, samkvæmt fjármálaáætlun sem sett var fram skömmu fyrir kosningar, hreint alls ekki að auka framlög til menntamála. En það er önnur saga. Fögur fyrirheit Stjórn Kennarasambandsins hafði af þessu áhyggjur og ákvað því með skömmum fyrirvara að efna til opins fundar um menntamál með fulltrúum flokkanna níu sem buðu fram á landsvísu. Á fundinn mættu Björn Leví Gunnarsson (P), Jóhannes Stefánsson (D), Katrín Jakobsdóttir (V), Kjartan Þór Ragnarsson (B), Kolfinna Jóhannesdóttir (M), Nichole Leigh Mosty (A), Ólafur Ísleifsson (F), Páll Valur Björnsson (S) og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (C). Það er of langt mál að rekja allar umræðurnar sem fóru fram á þessum tveggja tíma fundi en þeir sem hafa áhuga geta horft á upptöku af honum á vefsíðu Kennarasambandsins. Umræðurnar voru hins vegar góðar og það kom ekki á óvart að frambjóðendur kepptust við að ausa lofi á kennara, störf þeirra og menntakerfið. Frambjóðendur voru því ósparir á loforðin. Þeir lögðu einnig áherslu á að setja aukið MIKILL VILJI TIL LAUNAHÆKKANA FYRIR KOSNINGAR – EN HVAÐ SVO?

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.