Skólavarðan - 2017, Page 20

Skólavarðan - 2017, Page 20
20 HAUST 2017 eir fjölmörgu Íslendingar sem flutt hafa til Danmerkur á liðnum árum og öldum hafa iðulega rekið sig á að sinn er siður í landi hverju. Þótt þjóðirnar séu skyldar og margt líkt með þeim er þó ýmislegt með öðrum hætti hjá Dönum en heima á Fróni. Það á til dæmis við um marga leikskóla. Leikskólar í sveitarfélaginu Kaupmannahöfn eru tæplega fjögurhundruð. Margir þeirra eru jafnframt það sem Danir nefna vuggestue en þar getur barn dvalist upp að þriggja ára aldri en þaðan liggur leiðin í leikskólann. Folkeskolen, hefðbundin skólaganga, tekur svo við árið sem barnið verður sex ára. Starfsemi leikskólanna í Kaupmannahöfn er ekki öll með sama sniði. Margir þeirra eru það sem kalla mætti hefðbundna, þar sem börnin mæta á morgnana og fara heim síðdegis. En þar eru líka annars konar leikskólar. Um það bil 60 leikskólar í borginni eru það sem kallað er á dönsku udflytterbørnehave. Þá mæta börnin á ákveðinn brottfararstað að morgni og fara síðan með rútu á tiltekinn stað fyrir utan borgina og dvelja þar yfir daginn. Svo er haldið heim með sömu rútunni síðdegis. Sums staðar gildir þetta fyrirkomulag alla virka daga en einnig eru dæmi um að starfseminni sé þannig háttað að einungis hluti hópsins fari í rútu hverju sinni og aðrir nemendur séu „heima“. Þannig fer hvert barn kannski burt úr borginni eina viku í mánuði en er svo „heima“ hinar þrjár vikurnar. Í enn öðrum leikskólum er dvölinni utanbæjar og heima skipt jafnt. Svo má nefna tilbrigði sem felur í sér að leikskóli hafi afnot af rútu tiltekna daga í hverjum mánuði. Rumlepotten, sem kannski mætti kalla hristidoll- una, er sérútbúin rúta með eldhúsi, snyrtingu, stól með áföstu borði (sem hægt er að breyta í rúm) og aðstöðu til að þurrka föt o.fl. Fjórtán leikskólar í Kaupmannahöfn nota hristidollu og þá fara börnin kannski nokkra daga í senn burt úr leikskólanum; rútan fer í dag á ströndina, á FERÐAST MEÐ HRISTIDOLLU OG VERJA DEGINUM Í SVEITINNI Verkefnin í sveitinni eru árstíðabundin en börnin hafa jafnan mikið frelsi til athafna. Texti: Borgþór Arngrímsson

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.