Skólavarðan - 2017, Síða 25

Skólavarðan - 2017, Síða 25
HAUST 2017 25 MIKILVÆGT AÐ KOMA ÁBENDINGUM Á RÉTTAN STAÐ Tryggvi Hermannsson, tónlistarkennari í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum, hefur verið trúnaðarmaður í þrjú ár. Hann segist hafa sótt alla þá fræðslu sem er í boði. „Það hefur verið áhugavert að sækja námskeið og ekki síst gaman að hitta fólk. Það er gott að fræðast um allt sem viðkemur starfi trúnaðarmanns, um mannleg samskipti og vanda sem getur komið upp á vinnustöðum.“ Tryggvi segist ekki hafa haft mikið að gera undanfarið sem trúnaðarmaður. „Það ríkir almennt mjög góður andi innan veggja tónlistarskólans. Helstu málin sem upp hafa komið snerta kjaramál – þó það hafi líka komið upp erfið mál – en sem betur fer hefur tekist að leysa vel úr þeim. Samskipti við stjórnendur eru almennt mjög góð og samfélagið í skólanum okkar er auðvitað lítið,“ segir Tryggvi. Starf og nærvera trúnaðarmanns skiptir máli að mati Tryggva. „Það er mikilvægt að koma mikilvægum og góðum ábendingum um það sem þarf að laga innan skólans á réttan stað, starfseminni til heilla og stjórnendum til eftirbreytni.“ Tryggvi segir samskiptin við KÍ hafa verið ágæt og þangað sé gott að leita þegar upplýs- ingar um ákveðin atriði vantar. Tryggvi Hermannsson, tónlistarkennari og trúnaðarmaður. TRÚNAÐARMAÐUR GENGUR STRAX Í VERKIN „Verkefnin sem koma á mitt borð snúa einkum að miðlun upplýsinga. Það gengur oftast vel að leysa úr málum enda eru samskipti við stjórn- endur skólans góð,“ segir Ólöf María Gunnars- dóttir, grunnskólakennari í Landakotsskóla. Ólöf María hefur verið trúnaðarmaður í á þriðja ár og segist kunna starfinu vel. „Það vafðist ekki fyrir mér að bjóða mig fram á sínum tíma. Ég er með meistaragráðu í stjórnun menntastofnana og hef alltaf haft mikinn áhuga á réttindamálum, skipulagi skólastarfs og því að röð og regla sé á öllum hlutum.“ Ólöf María kveðst ánægð með fræðsluna á námskeiðinu. „Það er nauðsynlegt að halda námskeið fyrir trúnaðarmenn varðandi starf og skipulag KÍ og því sem snýr að skyldum og störfum trúnaðarmanna. Það sem stóð upp úr að mínu mati var fyrirlestur Önnu Rósar um ráðningarmál og réttindi. Þetta eru mál sem koma á borð trúnaðarmanna og því nauðsynlegt að þekkja til þeirra,“ segir Ólöf María og bætir við að hún leiti oft upplýsinga og ráðgjafar hjá KÍ. „Trúnaðarmaður gegnir mikilvægu hlut verki og ástæðan er auðvitað sú að starfsfólk þarf að geta leitað til einhvers sem það treystir og sem gengur í verkin strax og af öryggi þar til lausn er fundin,“ segir Ólöf María og bætir við að heilt yfir hafi tekist að leysa farsællega úr málum. Ólafía María Gunnarsdóttir, grunnskóla- kennari og trúnaðarmaður. MEST SPURT UM VINNUMATIÐ „Ég er nú frekar nýr í starfi trúnaðarmanns, var kosinn í ágúst,“ segir Simon Cramer, dönsku- kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Simon segir að það hafi ekki verið erfið ákvörðun að bjóða fram krafta sína í starf trún- aðarmanns. „Mér hafa alltaf þótt réttindamálin áhugaverð og nú fæ ég að vinna að þeim. Þetta passar líka ágætlega við nám sem ég stunda í mannauðsstjórnun.“ Simon hefur líka kynnst starfi trúnað- armanns með öðrum hætti og má kannski segja að hann hafi þetta í blóðinu. „Móðir mín hefur verið trúnaðarmaður í Danmörku um langt árabil og síðustu fimmtán árin hefur hún gegnt formennsku í Trúnaðarmannasambandi danskra grunnskólakennara. Ég hef auðvitað alltaf fylgst með hennar störfum,“ segir Simon. Fyrstu vikurnar í starfi trúnaðarmanns hafa ekki verið verkefnalausar og segir Simon mestan tíma fara í vinnumat kennara. „Það er mikið spurt út í vinnumatið og einkum eru það nýir kennarar sem leita upplýsinga. Ég hef því reynt að hjálpa fólki að skilja útreikninga og þar hefur bókin um vinnumatið komið sér vel. Að sama skapi hefur verið gott að leita til KÍ með fyrirspurnir. Svör berast jafnan fljótt og samstarfið við Kennarahúsið er gott.“ Simon segir starf trúnaðarmanns mikil- vægt og í því sambandi kemur orðið traust fyrst upp. „Það er nauðsynlegt fyrir starfsfólk að geta leitað til trúnaðarmanns með álitaefni og vita að trúnaðarmaðurinn mun vinna í málinu og ekki hætta fyrr en það er til lykta leitt,“ segir Simon og bætir við að hingað til hafi samskipti við skólastjórnendur gengið vel. Simon Cramer dönskukennari og trún- aðarmaður.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.