Skólavarðan - 2017, Side 26

Skólavarðan - 2017, Side 26
26 HAUST 2017 Íslendingar hófu þátttöku fyrir rúmum aldarfjórðungi, árið 1992, og eru þátttakend- ur hérlendis að nálgast 30 þúsund. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís og forstöðumaður Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi, segir Erasmus+ hafa haft gríðarleg áhrif og þá einkum á líf allra þeirra milljóna sem hafa tekið þátt. „Stundum eru áhrifin mikil, stundum lítil. Það fer enginn, jafnvel þótt bara sé um að ræða fimm daga stutta heimsókn kennara í skóla í einu landi eða tveimur, án þess að taka eitthvað til baka. Ég tala nú ekki um þegar fólk dvelur ytra í lengri tíma, þá getur þetta hreinlega breytt lífi fólks til framtíðar,“ segir Ágúst. Þegar horft er um öxl segir Ágúst að áhuginn hafi verið fljótur að glæðast strax á upphafsárunum. „Erasmus fór af stað árið 1987 og við dettum svo inn þegar verið er að semja um aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu. Við fáum fyrst svokallaða prufuaðild ásamt öðrum EFTA-þjóðum og því má segja að við höfum verið með nánast frá byrjun. Um leið og farið var að kynna Erasmus sýndi fólk áhuga – það þekki ég persónulega því ég hef starfað við þetta frá því í árslok 1991. Auðvitað heyrðust efasemdarraddir fyrst og ég man eftir kennarafundum í skólum þar sem fólk spurði hvort þetta samstarf samrýmdist stefnu stjórnvalda – sem var að við ætluðum ekki inn í Evrópusambandið.“ Fjármagn og tækifæri fullnýtt Ágúst segir að þrátt fyrir stöku efasemdir hafi tækifærum verið vel tekið og áhuginn óx jafnt og þétt. „Það leið ekki langur tími þar til fólk fór að sækja um þátttöku í auknum mæli. Við höfum alla tíð notið góðs af því að vera fámennt land en fjármagni áætlunar- innar hefur frá 1995 verið að verulegu leyti dreifstýrt milli landa eftir ákveðinni formúlu sem kemur sér vel fyrir fámennari þjóðir. Þannig höfum við fengið hlutfallslega mikið út úr áætluninni og við höfum líka alltaf getað fullnýtt fjármagn og tækifæri en það hefur ekki gengið eins vel í öðrum löndum,“ segir Ágúst. Þrjátíu ár eru ekki langur tími en margt hefur breyst á þessum tíma. „Það var ekki sjálfgefið að áhuginn yrði strax svona mikill því í raun var enginn jarðvegur til staðar fyrir samstarfi af þessu tagi fyrir utan svolítið norrænt samstarf í skólum. Þetta var pappírsheimur og mikið umstang gat fylgt því að skila umsókn, það þurfti að fá undirskriftir á faxi og fólk þurfti að yfirstíga ýmsar búrókratískar hindranir,“ segir Ágúst. Stór hópur kennara á öllum skóla- stigum hefur að sögn Ágústs alltaf sýnt evrópsku menntasamstarfi áhuga. „Þátttakan hefur öll árin verið mismunandi á milli skóla og þetta veltur mikið á áhugasömum einstaklingum, það eru þeir sem drífa hlutina áfram.“ Áhugasamur einstaklingur og stuðning- ur skólastjórnenda er besta samsetningin og þá gerast hlutirnir. „Sem betur fer eru alltaf einstaklingar sem brenna fyrir þessu og í gegnum tíðina höfum við haft fólk, nokkurs konar ambassadora, sem er mjög virkt, þróar tengsl og lærir á skrifræðið sem fylgir því að skila umsókn og skýrslum um verkefnin,“ segir Ágúst. Verkefnin sem fá Erasmus-styrk eru Erasmus+, mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB, fagnar 30 ára afmæli á þessu ári. Yfir níu milljón Evrópubúa hafa á tímabilinu notið stuðnings þessarar mikilvægu áætlunar Evrópusambandsins. ALÞJÓÐLEGT UMHVERFI ÞAR SEM HUGMYNDIR FLÆÐA Ágúst Hjörtur Ingþórsson segir alþjóðasamstarf vera mikilvægt á öllum skóla- stigum, og kannski einkum í smærri skólasamfélögum.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.