Skólavarðan - 2017, Side 29
HAUST 2017 29
markmiðið er auðvitað að veita sem bestu
þjónustu,“ segir Sigurbjörg.
Samskipti á ólíklegustu tímum
„Já, kennarastarfið er á margan hátt orðið
flóknara. Áður var hægt að einbeita sér að
sínum hópum, en í dag taka ýmis önnur
samskipti drjúgan tíma. Ég nefni sem dæmi
viðtöl við foreldra sem fara venjulega fram
í gegnum síma, tölvupósta, fundi, Facebook
og fleira. Þessi samtöl fara jafnvel fram á
ólíklegustu tímum, á kvöldin og um helgar.
Þegar ég byrjaði var viðtalstími einu sinni í
viku en núna má segja að samskipti standi
til boða alla daga og langt fram á kvöld. Að
hluta til er við okkur kennarana að sakast,
en svona er staðan sem sagt hjá nánast
öllum kennurum,“ segir Sigurbjörg. Hún er
á því að foreldrar fylgist betur með skóla-
starfinu í dag, miðað við þegar hún var að
hefja störf. „Í upphafi voru foreldrafundir
tvisvar sinnum á ári og þess á milli voru mál
rædd í gegnum síma. Í dag er allt skráð í
Mentor-kerfið sem auðveldar foreldrum að
fylgjast með.“
Sigrún Helga tekur undir þetta. Hún
er ekki frá því að foreldrar geri í auknum
mæli kröfur um að skólarnir leysi sem flest
mál, jafnvel þótt þau tengist ekki skólanum
með beinum hætti. „Ef upp kemur til dæmis
vandamál á fótboltaæfingu kemur fyrir að
foreldrar telji eðlilegt að það verði leyst
innan veggja skólans. Þetta er rökstutt með
því að kennarinn hafi svo góðan aðgang að
öllum börnunum og geti þess vegna blandað
sér í málið. Þetta finnst mér ekki góð þróun,
því við foreldrarnir eigum alltaf börnin
okkar. En auðvitað er stundum hægt að
leita ráða hjá kennurunum í slíkum málum,
það er bara eðlilegt. Oftast erum við í góðri
samvinnu við heimilin vegna ýmissa mála,
hvort sem um er að ræða nám eða hegðun.
Samvinnan skiptir gríðarlega miklu máli,
þegar upp er staðið.“
Gott að fá nýtt blóð
Báðar eru þær Sigurbjörg og Sigrún Helga
sammála um að foreldrar og yngri kennarar
kunni að meta reynslu þeirra í starfi.
„Tæknibyltingin hefur breytt miklu
og kennarar þurfa að hafa sig alla við að
fylgjast með öllum nýjungum og tileinka sér
þær með einum eða öðrum hætti. Hérna í
Síðuskóla starfa nýútskrifaðir kennarar og
þeir leita töluvert til okkar, sem er frábært.
Foreldrar sýna okkur líka ákveðna virðingu,
en hún mætti að skaðlausu vera meiri fyrir
kennarastarfinu. Það er frábært að fá til
starfa nýja kennara sem oftast koma með
ferskar hugmyndir. Hæfileg blanda af eldri
og yngri kennurum er góð fyrir allt skóla-
starfið. Reynslan er af hinu góða, en við
megum ekki gleyma eða vanmeta mikilvægi
þeirra sem yngri eru,“ segir Sigrún Helga.
Endurmenntun og kulnun í starfi
Báðar hafa þær Sigurbjörg og Sigrún Helga
fengið námsleyfi.
„Ég var svo heppin að fá námsleyfi fyrir
þremur árum síðan, en þá hafði ég starfað
í 26 ár. Ég lærði margt og leyfið gerði mér
gott. Þetta er þó að mínu mati of langur
tími til að þurfa að starfa til að fá slíkt
leyfi. Endurmenntunin mætti vera betri og
víðtækari,“ segir Sigurbjörg.
„Já, ég hef líka fengið námsleyfi og það
er líklega það besta sem maður getur gert til
þess að endurnýja sig í starfi. Ég vil meina
að kennarar eigi að geta farið oftar í slík
leyfi, því þetta er til dæmis mjög góð leið til
að vinna gegn kulnun í starfi. Kennararnir
í Síðuskóla eru duglegir við að sækja sér
endurmenntun. Fyrst við erum að ræða
kulnun í starfi, þá er líka nauðsynlegt að
huga að álaginu á kennurum. Þegar álagið er
mikið í langan tíma aukast líkurnar á að við-
komandi brenni upp í starfi. Það á reyndar
við um allar starfsstéttir, ekki bara kennara.
Okkar starf er orðið ansi margþætt,“ segir
Sigurbjörg.
Hún segist hafa fundið fyrir kulnun
eftir 17 til 18 ár í starfi.
„Ég íhugaði að breyta um starfsvett-
vang, en námsleyfið breytti miklu. Álagið
hefur vissulega aukist mikið á undanförnum
árum og auðvitað þarf maður að hafa
svolítið fyrir hlutunum. Mér líður vel í starfi,
annars væri ég löngu hætt. Hérna hefur ríkt
góður starfsandi, starfsfólk hjálpast að og
er sem ein heild. Þá ganga hlutirnir betur á
allan hátt.“
Sigrún Helga segist hafa orðið vör við
kulnun í starfi eftir að hafa kennt í 15 ár.
„Ég man mjög vel eftir þessu. Mér
fannst ég vera orðin húsgagn og hafa lítið
fram að færa. Ég hafði sótt um námsleyfi, en
ekki fengið. Þegar það loksins var samþykkt,
varð staðan allt önnur og bjartari.“
Báðar segjast þær vera stoltar af
kennarastarfinu.
„Já, það erum við. Það er eitthvað við
þetta starf sem heillar.“
„Tæknibyltingin
hefur breytt miklu og
kennarar þurfa að
hafa sig alla við að
fylgjast með öllum
nýjungum og tileinka
sér þær með einum
eða öðrum hætti.“
Sigurbjörg Bjarnadóttir og Sigrún Helga
Snæbjörnsdóttir hafa starfað við kennslu í
samtals hálfa öld. Þær segja að námsleyfi hafi
endurnýjað starfsánægjuna.
Texti: Karl Eskil Pálsson