Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 32

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 32
32 HAUST 2017 til dæmis Toyota á Íslandi hingað inn sem gestakennara. Við kennum í dag nemendum á allan þann búnað og alla þá tækni sem er í þeim bílum sem seldir eru í dag.“ Námið í sífelldri endurskoðun Sigurjón leggur áherslu á hversu mikilvægt samstarf við atvinnulífið sé og undir það taka Ingi Bogi og Marín. Þau segja að þar liggi mikil þekking og geta sem nauðsynlegt sé að tengja skólastarfinu. „Við þurfum að spyrja hvernig nemendur atvinnulífið vill fá út úr þessu námi og hvernig við getum brugðist við breyttum kröfum fyrirtækjanna. Atvinnulífið er raunar í mjög góðri stöðu til að þróa námið enda er því ætlað að sinna um helmingi af menntun þessara nemenda með starfsnáminu. En okkar megin þurfum við t.d. stöðugt að vinna í því að endurskoða námskrána, breyta áföngum og/eða setja inn nýja. Við erum líka að skoða hvort við séum að kenna eitthvað sem er gamalt og úrelt, það er verkefni sem mun aldrei ljúka. Annað sem tengist þessu er símenntun kennara, sem auðvitað þurfa að þekkja alla þessa nýju tækni til að geta kennt hana. Þar treystum við líka mikið á samstarf við atvinnulífið. Þar erum við reyndar í ákveðinni klemmu því það er mikið að gera hjá þeim fyrirtækjum sem við erum í samstarfi við og þau eru ekki alltaf tilbúin að missa starfsmenn sína hingað inn til að sinna endurmenntun. Það er líka mikið að gera hjá kennurunum okkar, nema kannski rétt yfir hásumarið þegar lítið sem ekkert framboð er á námskeiðum og fræðslu fyrir þá,“ segir Marín. „Sumir kennararnir okkar hafa reyndar leyst þetta með því að vinna einfaldlega tímabundið á einhverju verk- stæðinu þar sem nýjasta tækni er í notkun, sem er dýrmætt,“ bætir Sigurjón við. Frá vinstri. Ingi Bogi Bogason aðstoðarskólameistari, Sigurjón Geirsson Arnarson, deildarstjóri bílgreina og Marín Björk Jónasdóttir, sviðsstjóri iðn- og starfsnáms. MÁLNINGARHERMIR Borgarholtsskóli festi nýlega kaup á öflugum málningarhermi sem nýttur er til kennslu í bílamálun. Nemandinn stendur þá fyrir framan sjónvarpsskjá með málningarkönnu í hendinni. Hermirinn er mjög raunverulegur hvort sem um er að ræða hljóðið sem heyrist þegar sprautukannan er í notkun eða hvernig verkið birtist á stórum sjónvarpsskjánum fyrir framan nemandann. Tækið mælir hversu þykku málningarlagi er sprautað, hversu mikið efni er notað, hvað það hefði kostað o.s.frv. Hægt er að stjórna loftþrýstingi, spíssastærð og fleiru og upplifunin er nánast alveg eins og ef nemandinn væri að mála í sprautuklefa. Slíkir hermar eru notaðir víða um heiminn, meðal annars til að þjálfa menn sem mála orrustuþotur fyrir ameríska herinn og þá sem mála fyrir Benz, BMW og fleiri stóra bílaframleiðendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.