Skólavarðan - 2017, Síða 33

Skólavarðan - 2017, Síða 33
HAUST 2017 33 HLJÓÐKERFI Í ALLAR SKÓLASTOFUR Hefur röddin orðið útundan í vinnuvernd og er ekki nægilega hugað að vernd hennar? Valdís Ingibjörg Jónsdóttir svarar þessum spurningum hiklaust játandi. Hún segir að á mörgum vinnustöðum sé hávaði of mikill sem endi á að skaða rödd starfsmanna. Kennarar, þá helst þeir sem starfa í leikskólum og íþrótta- húsum, séu í sérstakri hættu. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir vill sjá bætta raddmenningu og þar með aukna fræðslu um röddina. g vil að allir átti sig á að rödd er hljóð og hljóð bilar ekki. Ef menn missa röddina er það vegna þess að líffærin sem mynda hana gefa sig. Ég vil líka að röddin verði viðurkennd sem bótaskylt atvinnutæki þannig að ef til dæmis kennarar missa röddina þá fái þeir bætur. Síðan vil ég bæta kennslu í líffræðinni á bak við röddina inn í kennaranámið,“ segir Valdís Ingibjörg Jónsdóttir þegar hún er spurð að því á hvað hún leggi áherslu varðandi raddmenningu. Valdís er með doktorsgráðu í rödd og hefur áratugum saman beitt sér fyrir því að auka vitund um raddheilsu og raddmenningu hér á landi. Hún segir að margir eigi í vandræðum með röddina, jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því . „Fólk er með einkenni sem það tengir við ofnæmi eða eitthvað slíkt, t.d. ræskingaþörf, sífellt hæsi, þurrk, ertingu og kökk-tilfinningu í hálsi en einnig raddþreytu

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.