Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 33

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 33
HAUST 2017 33 HLJÓÐKERFI Í ALLAR SKÓLASTOFUR Hefur röddin orðið útundan í vinnuvernd og er ekki nægilega hugað að vernd hennar? Valdís Ingibjörg Jónsdóttir svarar þessum spurningum hiklaust játandi. Hún segir að á mörgum vinnustöðum sé hávaði of mikill sem endi á að skaða rödd starfsmanna. Kennarar, þá helst þeir sem starfa í leikskólum og íþrótta- húsum, séu í sérstakri hættu. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir vill sjá bætta raddmenningu og þar með aukna fræðslu um röddina. g vil að allir átti sig á að rödd er hljóð og hljóð bilar ekki. Ef menn missa röddina er það vegna þess að líffærin sem mynda hana gefa sig. Ég vil líka að röddin verði viðurkennd sem bótaskylt atvinnutæki þannig að ef til dæmis kennarar missa röddina þá fái þeir bætur. Síðan vil ég bæta kennslu í líffræðinni á bak við röddina inn í kennaranámið,“ segir Valdís Ingibjörg Jónsdóttir þegar hún er spurð að því á hvað hún leggi áherslu varðandi raddmenningu. Valdís er með doktorsgráðu í rödd og hefur áratugum saman beitt sér fyrir því að auka vitund um raddheilsu og raddmenningu hér á landi. Hún segir að margir eigi í vandræðum með röddina, jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því . „Fólk er með einkenni sem það tengir við ofnæmi eða eitthvað slíkt, t.d. ræskingaþörf, sífellt hæsi, þurrk, ertingu og kökk-tilfinningu í hálsi en einnig raddþreytu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.