Skólavarðan - 2017, Qupperneq 34

Skólavarðan - 2017, Qupperneq 34
34 HAUST 2017 þegar það syngur, les upphátt eða jafnvel við samræður. Ástæðan fyrir þessum einkennum er að vöðvarnir sem búa til röddina eru að mótmæla og þá er kominn tími á þjálfun. Vandinn er hins vegar að fólk þekkir almennt ekki líffræðina á bak við röddina og veit til dæmis ekki hvað það á að gera til að slaka á röddinni og losna við þessi einkenni.“ Lítil þekking Valdís ítrekar að hún vilji bæta raddmenn- ingu og þar með að sjá aukna fræðslu um röddina. Sú fræðsla verði að hefjast strax í leikskóla. Hún hefur í tengslum við það unnið að bók sem ber vinnutitilinn „Er talandinn í lagi?“ Þetta er kennslubók um talfærin sem er þessa dagana í yfirlestri og umbroti, en vonir standa til að hægt verði að gefa bókina út á næstu mánuðum. Lítið sem ekkert kennsluefni er til um röddina í dag og bókinni er ætlað að fylla upp í það tómarúm. „Þar er farið í líkamsfræði sem er á bak við raddmyndun, hverjar séu hætturnar á að þú ofgerir röddinni, hvað þú getir gert til að laga hana o.s.frv.“ Valdís segir kennara sérstakan markhóp, ekki bara vegna þess að þeir geti nýtt bókina við kennslu heldur vegna þess að þeir eru í sérstakri hættu fyrir ýmis konar raddmein. „Kennarar eru alræmdir fyrir raddveilur og eru í áhættuhóp af því að þeir starfa í „Áður en fólk veit af þá er það byrjað að tala afar hátt og með klemmdri röddu. Svo- leiðis raddbeiting er stundum kölluð kennararödd.“ Íþróttakennurum er sérstaklega hætt við raddvandamálum, enda fylgir íþróttakennslu oft mikill hávaði.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.