Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 37

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 37
HAUST 2017 37 fannst þetta allt saman vera mjög markvisst og gagnlegt. Svo var æfingakennsla inni í þessu líka.“ Ragnheiður fór að kenna fjórum nem- endum í Tónskóla Eddu Borg þegar hún var á öðru ári í kennaradeildinni. Nemendun- um fjölgaði smám saman eftir útskriftina árið 1999 og hún var fljótlega komin í fulla stöðu. Nú kennir hún 18 nemendum á aldrinum 7 til 19 ára. Húsnæði tónskólans er í Seljahverfi og er samvinna við Selja- og Ölduselsskóla, sem eru í sama hverfi, og á morgnana kennir Ragnheiður í Ölduselsskóla. „Við fáum að kenna nemendum á skólatíma og notum þá mest frímínútur en einstaka nemendur fá að koma út úr tímum í samráði við sína kennara.“ Kennt er í 25 mínútur í senn og eru flestir nemendur í hljóðfæratímum tvisvar í viku en þeir elstu fá helmingi lengri tíma einu sinni í viku. Ragnheiður segir að þar sem svo stutt er í Seljaskóla, sem er við hliðina á tónskólanum, hlaupi nemendur þar yfir í húsnæði tónskólans ef tónlistar- tímarnir eru á morgnana. „Elstu nemendum mínum, sem eru búnir með grunnskóla, kenni ég líka fyrir hádegi í húsnæði tónskólans. Ég er ekki viss um að ég væri enn í þessu starfi ef ég gæti ekki hagað kennslunni á þennan hátt. Tímarnir í húsnæði tónskólans byrja um klukkan tvö og ef ég byrjaði þá þyrfti ég í fullri vinnu að vera að kenna fram að kvöldmat. Þá kæmi ég heim, gæfi börn- unum mínum að borða og ræki þau svo í rúmið. Það væri ekki mjög fjölskylduvænt. Ég kenni fjóra daga í viku; þrjá daga er ég búin klukkan þrjú og einn dag klukkan fimm.“ Dæmigerður dagur Ragnheiður segir að dæmigerður dagur byrji á því að hún mæti að morgni til í Öldusels- skóla. „Það er misjafnt hvort ég sæki nemend- ur inn í kennslustofurnar sem þeir eru í eða hvort þeir koma sjálfir. Það fer eftir aldri og hvort þeir muna eftir þessu sjálfir. Reyndar er taflan hjá mér mjög götótt af því að ég stíla á frímínútur hjá þeim mörgum. Ég hef getað gert gott úr þessu og skipulagt þetta þannig að á milli er ég að undirbúa kennslu, velja verkefni og æfa mig frekar en að gera það heima á kvöldin. Þetta hentar mér mjög vel. Undirbúningur er misjafn og fer eftir því hvort ég er að kenna byrjendum eða lengra komnum. Svo færi ég mig yfir í húsnæði tónskólans og kenni þar mismörgum nem- endum eftir því hvaða dagur er. Dagskráin er samfelld eftir að ég kem í tónskólann.“ Ragnheiður segir að sér finnist samstarf tónlistarskóla og grunnskóla vera mikilvægt – að þeir spili saman. „Þetta snýst ekki bara um að tónlistarkennarinn sé ekki að vinna fram á kvöld heldur ekki síður um nem- andann. Krakkarnir eru margir í íþróttum eða öðrum tómstundum eftir skóla, og eru orðnir þreyttir seinni part dags. Það er gott fyrir þá að geta komið tónlistarnáminu fyrir á skólatíma. Það eru valgreinar í eldri bekkjum grunnskóla og menntaskóla og hægt að velja hljóðfæranám sem valgrein. Hugsanlega væri hægt að koma slíku skipulagi á í yngri bekkjum.“ Styrktar- og fingraæfingar Ragnheiður segir að hún sé vön að byrja tímana á að láta nemendur spila tækniæf- ingar. Eldri nemendurnir spila tónstiga en þeir yngstu eru meira í styrktaræfingum og einfaldari fingraæfingum. „Það hefur reynst mjög vel að æfa tónstigana jafnhliða frá byrjun; þá er það bara partur af dagskránni og nemandinn er ekkert að kvarta yfir því. Yngstu nem- endurnir fá yfirleitt nýtt lag í hverjum tíma. Þeir spila fyrir mig það sem þeir æfðu heima og svo kynni ég fyrir þeim næsta lag. Takmarkið er að nemandinn skilji nýja lagið þannig að hann sé sjálfbjarga með að æfa það heima. Þegar nemandinn er kominn lengra í náminu skipti ég lögunum niður í æfingabúta. Það er oft nauðsynlegt að æfa fyrst hvora hönd fyrir sig og æfa svo með báðum höndum saman. Síðan bætum við styrkleikabreytingum við og pedal ef hann er í viðkomandi lagi. Hjá elstu nemendunum vinnum við svo enn meira í túlkun tónlist- arinnar og hinum ýmsu blæbrigðum. Þá fer líka oft mikill tími í að vinna í einhverjum stuttum bút í viðkomandi lagi; einhverjum erfiðum parti sem þarf sérstaklega mikið að glíma við. Oft enda ég tímana á því að spinna aðeins með nemandanum. Þá spila ég hljómagang undir og þau búa til lag yfir. Stundum notum við bara hvítar nótur eða bara svartar nótur. Sumum finnst þetta vera mjög erfitt fyrst. En það er fljótt að breytast og þeim finnst mjög gaman þegar þau komast að því að í spuna er ekki hægt að gera neitt vitlaust.“ Það má ruglast Ragnheiður segir að nemendurnir séu yfirleitt mjög jákvæðir. „Það kemur fyrir að þeir hafi ekki haft tíma til að æfa sig heima og þá fer stundum mikill tími í að hjálpa þeim að æfa sig; að láta þá gera það sem þeir áttu í rauninni að gera heima. Það þarf líka að kenna nemendunum að æfa sig; að láta nemandann spila það sama aftur og aftur því að þannig sér hann hvernig honum fer fram. Ég hef verið með nemendur sem eru mjög gagnrýnir á sjálfa sig og finnst þeir ekkert geta og um leið og þeir gera eina villu þá gefast þeir upp. Þá þarf ég að byggja upp sjálfstraust þeirra og ég legg mikla áherslu á það við nýja nemendur að það má ruglast. Maður lærir á því að ruglast.“ Ragnheiður segist gjarnan leyfa elstu nemendunum að velja lögin sem þeir spila. „Elstu nemendur mínir um þessar mundir stefna ekki á að verða atvinnuhljóðfæraleik- arar; þeir eru að þessu fyrir ánægjuna. Það er orðið svo aðgengilegt að hlusta á tónlist og nálgast nótur á netinu og þeir gera það; þeir vilja stundum meira léttmeti sem er ekkert endilega það sem mér finnst vera skemmtilegast að spila eða kenna en ég er ánægð með að aðstoða þá ef áhugi þeirra liggur þar.“ Ragnheiður segir að sú breyting hafi orðið á í kennslunni á þessum 20 árum að nú sé ekki bara lögð áhersla á að nemendur spili eftir nótum heldur líka eftir eyranu. Hver nemandi í Tónskóla Eddu Borg kemur fram opinberlega tvisvar á önn – einn tónfundur er haldinn á hvorri önn og svo koma nemendur fram á jólatónleikum á haustönn og vortónleikum á vorönn. „Það að koma fram og spila fyrir áheyrendur er mikilvægur partur af tónlistarnáminu.“ „Það að koma fram og spila fyrir áheyrendur er mikilvægur partur af tónlistarnáminu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.