Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 40

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 40
40 HAUST 2017 Hjördís Björg Andrésdóttir segir að kennarastarfið hafi heillað sig í mörg ár áður en hún hóf nám við Kennaraháskóla Íslands í janúar árið 2009. „Ég sótti um í Kennó árið 1987 og komst inn en komst að því að ég væri ófrísk og þá hætti ég við. Ég sótti um aftur mörgum árum síðar og komst inn en fékk þá tilboð um svo góða vinnu að ég hætti aftur við.“ Hún vann lengi við skrifstofustörf en ákvað að sækja um í þriðja sinn árið 2009 og fékk inngöngu. „Ég ætlaði að verða stærðfræðikennari. Ég þekkti nokkrar konur sem voru þá í textíldeild Kennaraháskólans og þær voru að ýta á mig að prófa að taka eitt námskeið í textíl. Ég lét til leiðast og endaði á því að útskrifast sem textílkennari árið 2011 og sé alls ekki eftir því. Þetta er það skemmtileg- asta sem ég hef unnið við.“ Hún segir að það hafi verið handverkið sem heillaði sig þegar hún ákvað að fara í textíldeildina, sem og að fá að skapa og hanna. Hjördís á þrjú börn og saumaði sérstaklega mikið á tvö eldri börnin sem eru nú á þrítugsaldri en hún segir að efni hafi verið orðin miklu dýrari þegar yngsta barnið fæddist. Fyrsta barnabarnið er nýkomið í heiminn og hún hefur að undanförnu prjón- að mikið á nýjasta fjölskyldumeðliminn. Sauma- og prjónaskapur var því alls ekkert nýr fyrir henni þegar hún ákvað að hætta við að verða stærðfræðikennari og verða í staðinn textílkennari. Þæfing og litun á efni  Hjördís þekkir muninn á þeirri handavinnu- kennslu sem var í boði á 8. áratug síðustu aldar þegar hún var sjálf í grunnskóla og þeirri textílkennslu sem tók við. Hún segir að þetta sé svo vítt svið og margt sem komi inn í textílinn, því ekki sé einungis einblínt á að nemendur saumi, prjóni og hekli þó svo að það sé aðalkennslan; hún segir meðal annars að nú sé minna um fíngerðan útsaum og vandaðan frágang en áður og meira um til dæmis þæfingu á ull, fatalitun, stenslun á efni og fatasaum. „Þetta er alls ekki sama handavinnu- kennsla og var til dæmis á sjöunda áratugn- um þegar saumaðir voru handavinnupokar með útsaumi eins og krosssaumi og aftur- sting. Þetta er gjörólíkt. Ég held líka að þetta sé ólíkt eftir skólum. Við endurvinnum til dæmis úr gömlum efnum; og ekki bara efnum því við notum til dæmis kaffipoka. Þetta er svo gríðarleg vídd og ég er alltaf að læra eitthvað nýtt sem ég lærði ekki í Kennaraháskólanum. Ég byrjaði að kenna textílmennt 2013 og í vettvangsnáminu sá ég að mikil breyting hafði átt sér stað í handavinnukennslu síðan ég var í skóla. Þá voru drengir í smíði og stúlkur í handavinnu. Í dag eru bæði kynin í textílmennt og smíði. Ég fór til dæmis ekki í handavinnukennslu í skóla fyrr en 12 ára og fyrsta verkefnið var að sauma út í java pennaveski og sauma vélsaum ásamt því að prjóna vettlinga. Þetta þótti MINNA UM FÍNGERÐAN ÚTSAUM EN ÁÐUR Hjördís Björg Andrésdóttir, textílkennari í Réttarholts- skóla, þekkir muninn á þeirri handavinnukennslu sem var í boði á 8. áratug síðustu aldar þegar hún var í grunnskóla og svo þeirri textílkennslu sem fram fer í dag. Svava Jónsdóttir heimsótti Hjördísi í Réttarholtsskóla. Hjördís Björg Andrésdóttir. „Það er svolítið mikið um litun í dag og endurvinnslu; ég held að nýjungarnar séu að endurvinna – nota gömul föt. Ég kenni allavega endurvinnslu í minni kennslu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.