Skólavarðan - 2017, Síða 44

Skólavarðan - 2017, Síða 44
44 HAUST 2017 Verðlaun í Smásagnasamkeppni KÍ, Heimilis og skóla og Samtaka móðurmálskennara voru veitt við hátíðlega athöfn á Skólamálaþingi í Hörpu á Alþjóða- degi kennara, 5. október. Þetta er í þriðja sinn sem efnt er til smásagnasamkeppninnar í tengslum við kennaradaginn og voru viðtökur góðar nú sem fyrr. Keppendum var skipt í fimm flokka; leikskólaflokk, þrjá grunnskólaflokka og framhaldsskólaflokk. Dómnefndina skipuðu Kristín Ómarsdóttir skáld, Kristján Jóhann Jónsson, dósent á Menntavísinda- sviði HÍ, og Bryndís Jónsdóttir, hjá Heimili og skóla. Hafði dómnefnd á orði að verkefnið hefði verið afar ánægjulegt og erfitt að velja verðlaunasögurnar úr mörgum góðum. Verðalaunasögurnar eru allar birtar hér í Skólavörðunni. Njótið þess að lesa! Ég heiti Emma og er kennari. Ja, kannski svolítið sérstakur kennari, ég er nefnilega bara 10 ára. Ég vinn í Foreldraskólanum sem systir mín stofnaði. Hún er orðin 17 ára og er mjög skemmtileg. En einu sinni átti hún að skrifa smásögu í smásögukeppni fyrir unglinga og þemað var: foreldri. Þá var hún í fýlu út í mömmu og pabba út af einhverjum ástæðum og hún skrifaði um foreldraskóla. Þar átti foreldrum að vera kennt að vera góðir og skemmtilegir. Dómararnir í smásagnakeppninni urðu mjög hrifnir af sögunni og buðu forsetanum að lesa hana og honum fannst hún svo frábær að skólinn varð að veruleika. Systir mín varð skólastjóri og ég kennari þar sem ég kenni foreldrunum hvaða tónlist er vinsælust á hverjum tíma. Allt starfsfólk skólans er börn eða unglingar og allir sem eiga foreldra sem þeim þykja vera leiðin- legir geta sótt um pláss fyrir þá í skólanum. Þar geta foreldrarnir til dæmis lært hvernig á að elda mat sem börnum þykir góður, að leika við börnin sín og hvernig á ekki að verða börnum sínum til skammar. Ég var á leiðinni í vinnuna og var að fara inn í stofuna þegar ég sá að Hildur, sem er yngsti kennarinn í skólanum og kennir foreldrunum að leika við börnin sín, var ekki í stofunni sinni. Foreldrarnir sátu þarna inni og voru ýmist í símunum sínum eða að klára verkefni úr vinnunni sinni á meðan þeir biðu eftir Hildi. Ég rétti mínum nemendum verkefnablöð og hljóp svo í stofuna hennar Hildar og spurði nemend- urna hennar hvar hún væri. Þeir sögðust ekki hafa hugmynd um það og að þeir hefðu beðið mjög lengi eftir henni. Ég lét þá hafa verkefnablöð af borðinu hennar Hildar og stökk svo af stað að finna Emblu. Embla, sem er kennari í skólanum og besta vinkona mín, sat við kennaraborðið sitt og var að fara yfir próf. „Embla, Embla, Embla!“ kall- aði ég þegar ég hljóp inn í stofuna hennar eins og bandóður bavíani. „Hvað er í gangi? Róa sig, það er próf hérna í trampólín- fræði,“ sagði hún. „Hildur er týnd!“ öskraði ég og allir nemendurnir sussuðu á mig. „Allt í lagi, er hún búin að vera týnd lengi?“ spurði Embla mjög yfirveguð og róleg. „Ég veit það í rauninni ekki,“ sagði ég, „en hún hefur allavega ekki farið inn í stofuna sína í dag“. „Allt í fína, spyrjum Söru skrifstofudömu hvort hún hafi séð hana í dag,“ svaraði Embla, ennþá mjög róleg. Við fórum til Söru og það kom í ljós að hún hafði séð hana og meira að segja spjallað við hana í morgun en ekki séð hana síðan. „Ég hélt að hún hefði bara farið inn í stofu til sín, hún Hildur er nú ekki vön að hverfa,“ sagði Sara greinilega í miklu uppnámi. „Þetta er allt í lagi, við finnum hana,“ sagði Embla. Við náðum í Rósu systur mína og byrjuðum að leita að Hildi. Ég átti að leita á klósettunum og kennarastofunni, Rósa í matsalnum, Embla í kennslustofunum og Heiðrún Vala Hilmarsdóttir, nemandi í 5.bekk Flatey, Hraunvallaskóla. Heiðrún Vala hlýtur verðlaun í grunnskólaflokki (5. til 7. bekk). Hún segir íslensku í uppáhaldi í skólanum og hún er dugleg að lesa bækur. „Í augnablikinu er Lítil prinsessa eftir Frances Hodgon Burnett uppáhaldsbókin mín en ég líka marga uppáhaldshöfunda, svo sem David Walliams, Þorgrím Þráinsson, Guðrúnu Helgadóttur og Astrid Lindgren,“ segir Heiðrún Vala. Hún er byrjuð á næstu smásögu. „Sagan fjallar um skóla þar sem dýr hafa tekið völdin, til dæmis kennir könguló textílmennt og íslenski fjárhundurinn íslensku.“ Umsögn dómnefndar: Sagan Barnalegi kennarinn þar sem hlutverkunum er snúið við er fyndin og skemmtileg – snúningurinn er áreynslulaus og vandamálin sem koma upp mannleg og jafn augljós og það er uppfinningasamt af höfundinum að finna upp á þeim: já, svona mundi það einmitt gerast ef foreldr arnir færu í skóla til barnanna að læra trampólínfræði og um vinsæl lög, kennarinn myndi gleyma sér inni í skáp í dúkkuleik! Það er svo gaman í heiminum hvað það þarf mikla uppfinningasemi til að rata á hið augljósa og einfalda – svo þeir sem hlusta á og lesa segja: já auðvitað! Og manni finnst að maður hefði átt að finna upp á því sjálfur en hefði samt aldrei getað það – það þarf höfund! Hér vega skynsemin og kæruleysið salt og jafnvægið verður hnífjafnt: hér leikur mannvitið og skemmtunin sér saman glæsilega. BARNALEGI KENNARINN

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.