Skólavarðan - 2017, Side 45

Skólavarðan - 2017, Side 45
HAUST 2017 45 Vaknar uppgefin klukkan 7. Það er þriðju- dagur en þér líður eins og gærdagurinn hafi verið heil vika. Ferð í sturtu svo þú lítur ekki út fyrir að hafa vakið alla nóttina en fattar svo ekki hvað tímanum líður og klæðir þig í flýti, hendist í bílinn og skutlar börnunum í skólann. Tekur þér svo 5 mínútur í það að slappa af í bílnum áður en að þú tekst á við verkefni dagsins. Þegar þú labbar inn lítur þú á forfallatöfluna og hálf öfundar þá sem liggja heima „veikir“ og lifa drauminn. Heill dagur út af fyrir þig þar sem þú þarft ekki að gera eitt eða neitt. Þú heilsar fólki á leið þinni inn á kaffi- stofu með hálfum huga því í rauninni líkar þér ekkert sérlega við samstarfsfólkið þitt. Bjallan hringir og nú þarftu að fara að takast á við 10. bekkinn hennar Helgu. Ekki bara í einn tíma heldur tvöfaldan. Þetta eru óargadýr. Ekkert og enginn getur stjórnað þeim. Alltof mikið mas, alltof mikill hávaði og engin eftirtekt eru hlutir sem þú þarft að kljást við. Þú vonar innst inni að einhver, að minnsta kosti einn, hafi verið að fylgjast með og það verði eitthvað úr þeirri manneskju í framtíðinni. Loksins hringir bjallan og þú lifðir tímann af með hjálp frá tónlistinni í eyrum nemenda. Þú drekkur kaffið þitt inni í stofunni þinni því þú nennir ekki að rekast á enn einn kennarann sem vill spjalla af því að þá myndirðu aldrei ná að klára kaffið þitt fyrir næsta tíma. Bjallan hringir og 8. bekkur kemur inn. Öll svo saklaus og þora varla að hósta því þau langar svo rosalega að standa sig í unglinga- deild og halda örugglega að þau fái truflun í tíma fyrir minnstu hreyfingu. Þú veist samt að metnaðurinn hjá allmörgum nemendum rennur af þeim þegar líður á veturinn. Einn og einn nemandi er þó með svokallaðan ofuráhuga. Það getur verið ótrúlega pirrandi að sinna þessum nemanda sem hefði bara helst átt að sleppa einum bekk. Hann er HRINGRÁS Elísa Sverrisdóttir, nemandi í 10. bekk Foldaskóla. Verðlaun í unglingaflokki komu í hlut Elísu Sverrisdóttur fyrir söguna Hringrás. Elísa segist ekki hafa skrifað margar sögur fyrir utan verk- efni í skólanum. Stærðfræði er skemmtilegasta námsgreinin, segir Elísa. Spurð um uppáhalds- bók stendur ekki á svari hjá Elísu. „Uppáhalds- bækurnar mínar eru Harry Potter bækurnar, ég get lesið þær aftur og aftur,“ segir Elísa. Umsögn dómnefndar: Sagan Hringrás ber þess greinileg merki að höfundurinn er um það bil að stíga inn í heim fullorðinna. Hann horfir á líf kennarans úr fjarlægð, sér erfiðleika sem myndu buga marga en gerir sér jafnframt grein fyrir því að kennarinn hefur valið þetta starf og ætlar ekki að snúa af þeirri braut. Því er ekki svarað hvers vegna kennarinn heldur áfram sinni þrautagöngu, lesendur verða að svara því og þess vegna er þetta m.a. bókmenntaverk. (Líka af því að höfundi tekst að setja sig í spor annarra og nota frásögn í annarri persónu eins og æft skáld). Sara átti að hringja í allt starfsfólk og spyrja hvort það hefði séð Hildi. Við leituðum allar á fullu en við fundum Hildi ekki hvernig sem við leituðum. „Förum og fáum okkur hádegismat,“ sagði Sara. „Ég er orðin glorhungruð, hvað með ykkur?“ „Við erum að farast úr hungri,“ svaraði Rósa fyrir okkur allar. Við fórum inn í matsal, tókum diska, skömmtuðum mat á þá og fórum inn á kennarastofu. Við spurðum konurnar í mötuneytinu fyrst hvort þær hefðu séð Hildi en þær svöruðu neitandi. Þegar við vorum búnar að borða héldum við áfram að leita en án árangurs. Þá fékk Rósa hugmynd. „Hvað með herbergi húsvarðarins?“ sagði hún. „Við gætum alveg kíkt þangað þótt mér þyki ólíklegt að Halli hafi stolið henni,“ sagði ég. „Auðvitað hefur hann ekki stolið henni en hún gæti samt verið þar,“ sagði Rósa. Við fórum inn til Halla og hún var ekki þar og ekki Halli heldur. Þetta var mjög skrítið þar sem Halli fer sjaldan út úr her- berginu án þess að setja miða á hurðina. En allt í einu heyrðum við skrítin hljóð innan úr skáp í herberginu. Það verður einhver að kíkja inn í skápinn og athuga hvað er í gangi þarna inni, sagði Embla. „Ekki ég,“ var svarað mjög hratt, „ég er yngst af ykkur og ekki séns að ég fari að kíkja inn í þennan draugaskáp,“ sagði Sara. „Ég skal gera það,“ sagði ég sem er venjulega algjör skræfa. Ég fór að skápnum og opnaði hann mjög hratt. „Nei, ég vil ekki að mín dúkka sé skrímsli,“ mótmælti lítil vera inni í skápnum. „Hildur er þetta þú?“ sagði ég. „Jebbsöríbob,“ svaraði litla veran sem við vissum þá að var Hildur. „Halli vill að mín dúkka sé skrímsli en ég vil það ekki! Finnst ykkur hún nokkuð líta hræðilega út?“ spurði Hildur kjökrandi. „Nei, krúsídúlla,“ svaraði Rósa, „en nú verður þú að fara að kenna því þú ert þegar orðin alltof sein“. Hildur fór strax aftur í kennslustofuna sína til að halda áfram með kennsluna. Við sem eftir vorum settumst niður á kennarastofuna alveg uppgefnar. „Það fylgja því nú margir erfiðleikar að hafa bara börn sem kennara,“ sagði Sara og við kinkuðum kolli. „Þessi hugmynd var nú ekkert fullkomin hjá mér enda átti þetta ekkert að verða til í alvöru,“ svaraði Rósa og enn og aftur kinkuðum við kolli. „Hvað með að stofna kennaraskóla?“ stakk ég upp á. „Þar gætu börn lært að verða kennarar svo að þau endi ekki eins og Hildur.“ Við jánkuðum því allar. En hver ætti þá að kenna þeim? Við hristum allar hausinn og skellihlógum því að þetta var að verða að algjörri vitleysu hjá okkur. Framhald á næstu opnu

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.