Skólavarðan - 2017, Side 50
50 HAUST 2017
Ragnheiður Bóasdóttir, sérfræðingur
á skrifstofu mennta- og vísindamála í
mennta- og menningarmálaráðuneytinu,
fer fyrir stýrihópi sem ætlað er að fylgja eftir
niðurstöðum úttektar Evrópumiðstöðvar og
styðja við ákvarðanatöku um innleiðingu
og framkvæmd stefnunnar menntun án
aðgreiningar. Mikið verk er fyrir höndum í
skólasamfélaginu en það hefur líka margt
þegar áunnist.
Stýrihópurinn vinnur með niðurstöður
úttektar Evrópumiðstöðvar um menntun
án aðgreiningar og sérþarfir sem gefin
var út fyrr á þessu ári. Evrópumiðstöðin
gerði úttektina í samvinnu við mennta- og
menningarmálaráðuneytið, velferðarráðu-
neytið, Samband íslenskra sveitarfélaga,
Kennarasamband Íslands, Heimili og skóla,
Skólameistarafélag Íslands og fleiri.
„Skýrslan segir okkur margt. Eitt af
því er að við sjáum berlega að ólíkir hópar
innan skólasamfélagsins leggja svolítið
mismunandi merkingu í hvað menntun án
aðgreiningar feli í sér. Við höfum reyndar
kosið að nota vinnuheitið Menntun fyrir alla
um stefnuna – okkur finnst það eiga betur
við,“ segir Ragnheiður.
Í ljósi mismunandi skilnings var
ákveðið að opna umræðuna um mennta-
stefnuna með því að efna til málþings.
Sérfræðingar sem höfðu unnið að úttekt-
inni voru meðal fyrirlesara á málþinginu
Menntun fyrir alla sem fram fór í ágúst
síðastliðnum. „Þetta var góð leið til að ýta
umræðunni af stað og við fengum mikið af
góðu efni, hugmyndum og gagnlegri um-
ræðu. Almenn ánægja var með málþingið en
við gerum okkur grein fyrir að það eru hópar
sem hefðu þurft að vera þarna; til dæmis
var enginn sem skráði sig sem formlegur
nemandi eða foreldri og tímasetningin var á
viðkvæmum tíma, við upphaf skólaársins.“
Ragnheiður segir stýrihópinn munu
nýta margar leiðir til að koma umræðu um
menntun fyrir alla af stað. „Við erum að vinna
að kynningu með ýmsum hætti og höfum
komið okkur á dagskrá á ýmsum viðburðum
sem eru í gangi nú í haust; til dæmis hjá
Grunni, Skólameistarafélagi Íslands, Félagi
framhaldsskólakennara, Skólamálaráði KÍ og
á Skólaþingi sveitarfélaganna. Við erum líka
í óðaönn að smíða kynningarefni af ýmsum
toga og erum byrjuð að safna saman helstu
niðurstöðum og tillögum í tengslum við
úttektina. Skipaður hefur verið vinnuhópur
með samstarfsráði um starfsþróun kennara
og stjórnenda. Öll gögn verða vistuð á vef-
svæði ráðuneytisins sem er í smíðum og auk
þess ætlum við að búa til slæðukynningar sem
verða sniðnar að mismunandi hópum. Við
sjáum fyrir okkur kveikjur sem ætlað er að
búa til samtal og einnig kynningarmyndbönd
þar sem stefnan er kynnt frá ýmsum hliðum,“
segir Ragnheiður.
Tökum bara næstu lest
Stýrihópurinn er skipaður út árið 2019
en að sögn Ragnheiðar verður verkefninu
ekki lokið þá. „Við erum kappsöm og nú er
markmiðið að ýta lestinni af stað. Ég segi
stundum að þetta séu margar lestir og ef við
missum af einni þá tökum við bara næstu.
Við megum ekki missa okkur í hvatvísi og
óþolinmæði. Við verðum að vera skipulögð
og forgangsraða verkefnum með tilliti til
þeirrar tímalínu sem ráðherra hefur falið
okkur að vinna eftir.“
LYKILATRIÐI
AÐ BYGGJA UPP
LÆRDÓMSSAMFÉLÖG
Ragnheiður Bóasdóttir fer fyrir stýrihópi um
framkvæmd menntastefnunnar Menntun fyrir
alla.
MYND: ANTON BRINK