Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 15
hjartalínurit var eitt af mörgu sem þurfti að afla hjá þessum sjúklingahópi og því sinntu hjúkrunarfræðingar deildarinnar og þeir sjúkraliðar sem höfðu fengið kennslu í því. Vegna mik- illar notkunar var strax farið í að fá auka tæki til þess til að hafa á deildinni þannig að ekki þyrfti að nota tæki sem aðrir sjúk- lingar notuðu. Í byrjun faraldursins var stoðþjónusta af skorn - um skammti til að sem fæstir þyrftu að vera í nánd covid. Blóðprufur voru fjölmargar við komu og svo daglega, prufur sem lífeindafræðingar sáu að mestu um á venjulegum degi en nú á tímum covid lenti það í höndum hjúkrunarfræðinga deildarinnar að sjá um alla blóðtöku. Eins og venjulega voru blóðræktanir teknar ef hiti var hár og sáu hjúkrunarfræðingar um það eins og tíðkast á deildinni. Stundum þurfti að taka nef- koksstrok og hálsstrok, ef ekki var búið að því áður, og mun fleiri strok voru tekin þegar leið á faraldurinn til að kanna hvort sjúklingum væri batnað af veirusýkingunni, þá með tveggja daga millibili eftir að öðrum skilmerkjum var náð. Eins og áður sagði voru tveir „monitorar“ settir upp á deildinni og starfsfólk fékk skyndikúrs í notkun þeirra frá tveim sérfræð - ingum í hjúkrun hjartasjúklinga. „Monitorarnir“ voru einna helst notaðir þegar oft þurfti að mæla blóðþrýsting, súrefnis- mettun og öndunartíðni en læknarnir sáu um að lesa úr riti og fylgjast með lengd Q-T-bils vegna lyfjameðferðar. rTg-mó- bíll var strax komið fyrir inni á deild svo sjúklingarnir þyrftu ekki að fara út af deild, en CT-rannsóknum var þó töluvert af og þurfti þá sjúklingaflutningur að eiga sér stað. allir sjúk- lingaflutningar voru í höndum starfsmanna deildarinnar. Mikill hraði var fyrstu vikurnar því allt var svo nýtt, allar leiðbeiningar um meðferð og uppvinnslu breyttust dag frá degi, það var erfitt að vinna í hlífðarbúningi og í mjög breyttu umhverfi. fólk vann hratt og mikið en með tímanum komst stöðugleiki á starfsemina og þá fór starfsfólkið að hafa aðeins meiri tíma. Þegar þetta tímabil kom var nauðsynlegt að rýna í hjúkrunina og velta fyrir sér hvort einhver hjúkrun hefði farið fyrsta covid-19-legudeildin á íslandi: smitsjúkdómadeild a7 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 15 Fólk vann hratt og mikið en með tímanum komst stöðugleiki á starfsemina og þá fór starfsfólkið að hafa aðeins meiri tíma. Þegar þetta tímabil kom var nauðsynlegt að rýna í hjúkrunina og velta fyrir sér hvort einhver hjúkrun hefði farið förgörðum í þessum látum og hverju væri hægt að sinna betur. Starfsmaður að taka á móti sýni í gegnum fordyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.