Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 68

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 68
Kvíði er algengur hjá öldruðum en er oft vangreindur og því ekki meðhöndlaður (Bandelow o.fl., 2017). Þeir sem eru með kvíða eiga frekar á hættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma en ókvíðnir (Emdin o.fl., 2016). En hverjir eru það sem fá helst kvíða og hvað er hægt að gera? Hverju þurfum við að vera vak- andi fyrir? Hverjir fá kvíða og hversu algengur er hann? Allir geta fengið kvíða en milli 3 og 14% aldraðra eru með greinda kvíðaröskun (Kennedy-Malone o.fl., 2019). Þeim er hættara við kvíða sem hafa lent í miklum áföllum í lífinu, þurft að búa við fátæk, lent í ofbeldi og fundið fyrir mikilli streitu á yngri árum. Nýleg áföll, missir og aðskilnaður eru allt áhættu - þættir fyrir kvíða hjá öldruðum. Ýmsir sjúkdómar ýta einnig undir kvíða, eins og geðsjúkdómar, þunglyndi, vitglöp, hjarta- sjúkdómar og öndunarfærasjúkdómar. Konur eiga frekar á hættu að fá kvíða (Andreescu og Varon, 2015). Rannsóknir sýna að konur geta verið allt að tvisvar sinnum líklegri til að fá kvíða en karlar (Catuzzy og Beck, 2014). Til eru margar mismunandi gerðir kvíðaröskunar en algengast er að aldraðir séu með almenna kvíðaröskun, einfalda fælni, félagslegan kvíða og kvíða sem fylgir lyfjaáhrifum eða læknis - fræðilegu ástandi. Á öldrunarheimilum áttar starfsfólk sig oft ekki á einkennum kvíða. Það heldur að einkennin séu eðlileg og að þau tengist öldrun, en á hjúkrunarheimilum er algengt að fólk sé með ógreindan kvíða (Kennedy-Malone o.fl., 2019). Hvers vegna fá aldraðir kvíða? Það að eldast getur haft margt í för með sér, eins og að missa heilsu, missa maka og nána vini og breytingar verða á heila. Ýmsir nýir streituvaldar fara að hafa áhrif, sjálfstæði minnkar, hræðsla við að detta og brotna og fjárhagsáhyggjur. Þetta getur allt verið orsök fyrir kvíða hjá öldruðum. Margir aldraðir sem fá kvíða hafa verið með kvíða frá yngri árum en hann versnar svo þegar aldurinn færist yfir. Þó fá sumir aldraðir kvíða sem hafa ekki fengið hann áður (Kennedy-Malone o.fl., 2019). Hvernig greinum við kvíða? Til að greina kvíða er mikilvægt að hlýða vandlega á sjúkra- söguna. Spyrja þarf út í neyslu koffíns, áfengis og lyfja en óhóf- leg neysla getur leitt til einkenna sem líkjast kvíða. Taka þarf blóðprufur til að skoða t.d. skjaldkirtilsvirkni (Kennedy- Malone o.fl., 2019). Ýmis einkenni þurfa að vera til staðar til að greinast með kvíðaröskun, t.d. mikill kvíði, áhyggjur sem erfitt er að stjórna og svo þurfa að vera a.m.k. þrjú önnur ein- kenni til staðar. Þau einkenni geta verið erfiðleikar við að ein- beita sér, pirringur, eirðarleysi, erfiðleikar með svefn, verða oft og auðveldlega þreyttur og vöðvaspenna (Clifford o.fl., 2015). Þegar einhver er með einkenni kvíða eða grunur leikur á kvíða þarf að leggja fyrir hann áreiðanlegan greiningarkvarða til að staðfesta kvíðann og hversu alvarlegur hann er. Til eru margir kvarðar sem hægt er að nota en einn þeirra er Hospital Anxiety and Depression Scale (HADS). Í HADS er spurningarlisti sem er notaður til að skima eftir þunglyndi og kvíða. Þetta er listi með 14 spurningum, 7 tengdum kvíða og 7 tengdum þung- lyndi. Hver spurning gefur fjóra svarmöguleika og 0–3 stig. Stigin eru svo tekin saman, þunglyndi sér og kvíði sér. Hægt er að fá minnst 0 stig og mest 21 stig. Því fleiri stig því alvar- legri kvíði eða þunglyndi. Þetta er einfaldur spurningarlisti sem fljótlegt er að leggja fyrir (Breeman o.fl., 2015). Einnig er til greiningarkvarði sem hentar vel fyrir aldraða en það er Geriatric Anxiety Inventory (GAI). GAI var búinn til sérstaklega fyrir aldraða. Hann er mjög einfaldur í notkun, með stuttum og einföldum spurningum. Hann inniheldur 20 68 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 Til eru margar mismunandi gerðir kvíðarösk- unar en algengast er að aldraðir séu með al- menna kvíðaröskun, einfalda fælni, félagslegan kvíða og kvíða sem fylgir lyfjaáhrifum eða læknisfræðilegu ástandi. Kvíði hjá öldruðum: Greining og meðferð Kristrún Anna Skarphéðinsdóttir Kvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins. Líkamleg einkenni geta líka fylgt, eins og óþægindi frá maga, hröð og grunn öndun og þyngsli eða verkur fyrir brjósti. Einkenni, eins og ógleði, svefn truflanir, hægðatregða og áhyggjur af ýmsu, t.d. heilsu, eru algengari meðal aldraðra (Kennedy-Malone o.fl., 2019).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.