Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 46
WHO vann skýrsluna í samvinnu við Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) og tók 191 land þátt í undirbúningsvinnunni, þar á meðal Ísland. Í skýrslunni segir m.a. að covid-19-heimsfaraldurinn undirstriki þá brýnu þörf að efla heilbrigðisstarfsmenn um allan heim. Hjúkrunarfræðingar eru meira en helmingur allra heilbrigðisstarfs- manna heims og veita þeir nauðsynlega þjónustu í öllu heilbrigðiskerfinu. Sögulega, sem og í dag, eru hjúkrunarfræðingar í fararbroddi í baráttu gegn ýmiss konar faraldri svo og heimsfaraldri sem ógnar heilsu manna. Um allan heim sýna þeir samúð sína, hugrekki, fagmennsku og áræði þegar þeir bregðast við covid-19-heimsfaraldrinum. Aldrei áður hefur verið sýnt fram á gildi þeirra með skýrari hætti. Skýrslan er áþreifanleg áminning um einstakt hlutverk hjúkrunarfræðinga „Hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykkið í heilbrigðiskerfi allra landa. Í dag eru margir hjúkrunarfræðingar í fremstu víglínu í baráttunni gegn Covid-19,“ sagði dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO. „Þessi skýrsla er áþreifan - leg áminning um einstakt hlutverk hjúkrunarfræðinga og áminning um að tryggja að þeir fái þann stuðning sem þeir þurfa til að halda heiminum heilbrigðum.“ „Stjórnmálamenn skilja kostnaðinn við menntun og viðhald fagfólks í hjúkrun, en fyrst núna eru augu þeirra að opnast fyrir hinu sanna gildi þeirra,“ sagði Annette Kennedy, forseti ICN. „Sérhver króna sem fjárfest er í hjúkrun bætir líðan fólks og fjölskyldna á áþreifanlegan hátt sem öllum er ljóst. Skýrsla þessi varpar ljósi á framlag hjúkrunarfræðinga og staðfestir að fjárfesting í hjúkrunarstéttinni er samfélaginu hagur en ekki kostnaður. Heimurinn þarfnast milljóna hjúkrunarfræðinga í viðbót og við skorum á stjórnvöld að gera rétt, fjárfesta í þessari frábæru atvinnugrein og fylgjast með íbúum þeirra njóta góðs af því ótrúlega starfi sem aðeins hjúkrunar- fræðingar geta unnið.“ 46 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 Að fjárfesta í hjúkrunarfræðingum — Aðalbjörg Finnbogadóttir og Edda Dröfn Daníelsdóttir tóku saman Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) sendi frá sér í byrjun apríl langþráða skýrslu um stöðu og mikilvægi hjúkrunar í heiminum. Skýrslan, State of the World’s Nursing 2020; Investing in education, jobs and leadership, kortleggur í fyrsta skipti hjúkrun á heimsvísu og kemur með tillögur að breytingum varðandi menntun, starfsmöguleika, starfsumhverfi, leiðtogahæfni og launakjör hjúkrunarfræðinga. „Skýrsla þessi varpar ljósi á framlag hjúkrunarfræðinga og stað - festir að fjárfesting í hjúkrunarstéttinni er samfélaginu hagur en ekki kostnaður. Heimurinn þarfnast milljóna hjúkrunarfræðinga í viðbót og við skorum á stjórnvöld að gera rétt, fjárfesta í þessari frábæru atvinnugrein og fylgjast með íbúum þeirra njóta góðs af því ótrúlega starfi sem aðeins hjúkrunarfræðingar geta unnið.“ Investing in education, jobs and leadership STAT E O F T H E 2020 NURSING Skýrsla Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO) um stöðu og mikilvægi hjúkrunar í heiminum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.