Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 50
Fordómar og hugtakaruglingur einkennir umræðuna Vandinn er sá að eins og títt er um ástand sem er óáþreifanlegt þá eru ekki til traustar skilgreiningar á því. Fordómarnir eru miklir og hugtakaruglingur einkennir um - ræðuna, skrifar hún. Það að langvarandi og neikvæð streita verði að kulnun er ekki fullgild sjúkdómsgreining á Íslandi og þrátt fyrir að læknar og annað heilbrigðis- starfsfólk bæði þekki og viðurkenni sjúkdómsástandið sem slíkt, segir Inga, „þá eru notaðar aðrar greiningar, svo sem kvíða- eða streituröskun.“ Þá er farið að rugla saman því að vera leiður á vinnunni sinni eða þreyttur á of mikilli vinnu og því að verða veikur af kulnun — „slíkt gerist þegar umræðan um vandamálið eykst. Það að vera leiður í vinnunni sinni, haldinn mikilli og langvarandi streitu, verða fyrir miklum áföllum, hvílast ekki nægilega vel, allt eru þetta þættir sem geta leitt til sjúk- dómsástandsins sem þekkt er sem kulnun.“  Það dylst engum mikilvægi þess að greina einkenni kulnunar snemma til að ná skjótum bata sem og að koma í veg fyrir sjúklega streitu. Hún rifjar það upp að hafa brugðið allverulega þegar hún las grein eftir Ólaf Þór Ævarsson geðlækni en hann er einn þeirra sem hafa skrifað mikið um sjúklega streitu og vísar þá til þeirrar grein- ingartækni sem notuð er í sænska heilbrigðiskerfinu. „Þarna voru einkennin mín komin og ekki lengur bara þegar ég var óvenju þreytt,“ segir hún en hann lýsir ein- kennum þannig: „Hamlandi ofurþreyta með minnkuðu frumkvæði, skorti á úthaldi eða óeðlilega mikilli þörf fyrir hvíld. Vitrænar truflanir með minnistruflunum og skertri einbeitingu eru mjög áberandi. Lækkað álagsþol. Tilfinningalegt ójafnvægi eða pirringur. Svefntruflanir. Truflandi líkamleg einkenni eins og stoðkerfisverkir, hjartsláttaróþægindi, meltingartruflanir, svimi og viðkvæmni fyrir hávaða og áreiti (bls. 127).“  Aldrei aftur óþægilegir skór og ekki drekka vont kaffi Inga Dagný fer ekkert í grafgötur með hve mikið þetta ferli hefur tekið á hana. „Það að missa starfsorkuna, svo ég tali nú ekki um þá félagslegu og fjárhagslegu stöðu sem starfið gefur, er erfitt. Það að finnast maður ekki vera fullgildur þjóðfélagsþegn er erfitt og að horfa á eftir reynslu sinni og hæfni er erfitt.“ Það er á ábyrgð samfélagsins, skrifar hún, og þeirra sem fara með völd hverju sinni að skapa mannvænlegt sam- félag. Það er samfélag þar sem vellíðan og hamingja þegnanna fær ekki minni sess en peningar, samkeppni og hraði. Það er samfélag sem fræðir ungt fólk um andlega og líkamlega velferð og styrkir mótstöðu þess gegn streitu og græðgi. Henni finnst umhugsunarvert hve mikil áhersla er lögð á  árangursmiðað samfélag og að lífsóska- listinn sé jafn árangursmiðaður og flest annað sem við tökum okkur fyrir hendur og snúist um mælanleg afrek af ýmsu tagi. Hún gerði sinn lífsóskalista um það sem hún ætlar ekki að gera eða að minnsta kosti að gera heiðarlega tilraun til að draga helga ólafs 50 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 Það er á ábyrgð samfélagsins, skrifar hún, og þeirra sem fara með völd hverju sinni að skapa mannvænlegt samfélag. Það er samfélag þar sem vellíðan og hamingja þegnanna fær ekki minni sess en peningar, samkeppni og hraði. Það er samfélag sem fræðir ungt fólk um andlega og líkamlega velferð og styrkir mótstöðu þess gegn streitu og græðgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.