Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 45
alltof oft um flóttafólk sem þjáist af alvarlegum heilsubresti, bæði á líkama og sál, og flóttafólk sem ekki hefur fengið þá aðstoð sem það þarf nauðsynlega á að halda. — Í þessu sam- bandi vil ég segja ykkur, í stuttu máli, hvernig þessum málum er háttað hér í Noregi. Í Noregi fá allir þeir sem sækja um alþjóðlega vernd tiltekin réttindi í heilbrigðiskerfinu — á sama hátt og aðrir landsmenn — þótt erfitt geti reynst að komast á skrá hjá heimilislækni. Læknavakt, bráða- og sér fræðiþjónusta stendur þeim þó opin. Við komuna til landsins gangast allir undir berklaskoðun og geta þá samtímis fengið að tala við lækni eða hjúkrunarfræð- ing eigi þeir við einhver aðkallandi vandamál að stríða. Innan þriggja mánaða frá komu eru svo allir flóttamenn og þeir sem hafa sótt um dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar kallaðir inn til heilbrigðisskoðunar þeim að kostnaðarlausu. Þessi heilbrigðisskoðun er eitt af mínum verkefnum í núver- andi starfi. Þar er skrásett heilsufarssaga hvers og eins, veitt er almenn skoðun og unnt er að fá tilvísun til sérfræðilækna ef nauðsynlegt reynist. Blóðsýni eru tekin, sem geta afhjúpað fleiri vandamál, og er niðurstöðum fylgt eftir af lækni. Þá er gerð einföld skimun vegna hugsanlegra geðheilbrigðisvanda- mála. Niðurstöður eru síðan sendar þeim heimilislækni, sem einstaklingnum hefur verið úthlutað hafi hann hlotið vernd í landinu. Þá hefur heimilislæknirinn ákveðnar grunnupplýsingar um heilsufarssögu og ástand sjúklingsins þegar hann leitar til læknisins síðar. Í þessum skoðunum höfum við oftar en ekki afhjúpað heilbrigðisvanda. Oft er um að ræða minniháttar vandamál á borð við blóð- og bætiefnaskort, en einnig koma fram merki um alvarleg geðvandamál, áfallasögu eða jafnvel sögur um pyntingar í heimalandinu sem oft skilja eftir sig lang varandi meinsemdir. Þá er að sjálfsögðu mjög mikilvægt að bregðast skjótt við og vísa viðkomandi til viðeigandi sér - fræðiþjónustu. — Við skoðun fá flóttamenn fræðslu um upp- byggingu heilbrigðiskerfisins í Noregi og hvert unnt er að leita hjálpar þegar eitthvað bjátar á. Menningarhæfni í heilbrigðisþjónustu Í starfi með flóttafólki eru skýr og góð samskipti mikilvæg. Þar gildir miklu skilningur á töluðu máli og ekki síður þekking á ólíkum menningarheimum og almenn virðing fyrir einstak- lingunum. Eitt það veigamesta til að tryggja góð samskipti er að nýta þjónustu þjálfaðra túlka í öllum samtölum er snerta heilbrigðismál. Það er þekkt staðreynd að þótt sjúklingurinn hafi getu til að tala önnur tungumál en sitt eigið, t.d. ensku, vilja allir helst ræða um heilsu sína á eigin tungu. Við verðum einnig að muna að ekki hafa allir lært að lesa og skrifa á sínu móðurmáli og því hjálpar ekki alltaf að deila út bæklingum. Ekki allir með aðgang að góðu heilbrigðiskerfi Það er mikilvægt að túlkur hafi hlotið þjálfun í starfi, sé bund - inn þagnareiði á sama hátt og heilbrigðisstarfsfólk og að hann hafi reynslu af að túlka við aðstæður sem svipar til heilbrigðis- kerfis. Á sama hátt þurfum við heilbrigðisstarfsfólk að hafa grundvallarskilning á því hvernig fólk með mismunandi menningarbakgrunn lítur á heilsu og heilsueflingu (e. health beliefs — heilsutrú). Mismunandi heilsutrú hefur mikil áhrif á það hvort og hvenær við leitum okkur hjálpar og hvaða kvilla við teljum að vestræn heilbrigðisþjónusta geti bætt. Það hefur einnig áhrif á þær aðferðir sem heilbrigðisstarfsfólk ætti að nota til að ná sem bestum árangri í samskiptum við sjúk- linga og til að tryggja góða eftirfylgni. Ekki eru allir vanir aðgengi að góðu heilbrigðiskerfi eða vita hvernig á að nýta sér það. Ég hvet því alla hjúkrunarfræðinga (og heilbrigðisstarfsfólk al- mennt) að kynna sér fræðigreinina menningarhæfni (e. cult- ural competency) og lesa sér til um menningarhæfni í heil - brigðisþjónustu. Ég mæli með bókinni „Cultural awareness in nursing and health care: an introductory text“ eftir Karen Hol- land. Ég styðst sjálf við þessa bók þegar ég kenni hjúkrunar- nemum hnattræna heilsu og menningarhæfni. Það er mikið til af góðum bókum og fræðigreinum um efnið hafi maður áhuga á að lesa meira. Við Háskóla Íslands hefur einnig verið stofnað til framhaldsnáms í hnattrænni heilsu sem er góð námsleið fyrir hvern þann sem hefur brennandi áhuga á mál- efninu. Síðan skora ég á Hildi Ey Sveinsdóttur, sem ég hefi starfað með í alþjóðaverkefnum hjá Rauða krossinum, að skrifa næstu þankastrik. þankastrik tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 45 Innan þriggja mánaða frá komu eru svo allir flóttamenn og þeir sem hafa sótt um dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar kallaðir inn til heilbrigðisskoðunar þeim að kostnaðarlausu. Þessi heilbrigðisskoðun er eitt af mínum verk- efnum í núverandi starfi. Ég hvet því alla hjúkrunarfræðinga og heil- brigðisstarfsfólk almennt að kynna sér fræði - greinina menningarhæfni og lesa sér til um menningarhæfni í heilbrigðisþjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.