Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 81

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 81
nema einstaklingsbundnu þættirnir sem flokkast ekki nánar. Flokkunarkerfið spannar u.þ.b.1500 hugtök. Það hefur verið þýtt á íslensku og er aðgengilegt í heild sinni á vefnum (Land- læknisembættið, e.d.). Með tilkomu ICF færist áherslan frá afleiðingum einstakra sjúkdóma til lýsinga á því hvernig fólki sem glímir við heilsu- brest gengur að takast á við daglegt líf (Federici og Meloni, 2010; Guðrún Pálmadóttir, 2013; WHO, 2001; WHO o.fl., 2015). Þessi breytta sýn gerir kröfu um mælitæki sem mælir færni og fötlun frá heildrænu sjónarhorni og spannar allar víddir ICF, það er líkamlegt atgervi, athafnir og þátttöku. Mikilvægt er að matið byggist á reynslu þeirra sem glíma við heilsubrest en slíkar upplýsingar eru nauðsynlegar við skipulag meðferðarúrræða og annarrar heilbrigðisþjónustu þannig að hún fullnægi þörfum skjólstæðinga sem best. Mælitækið WHODAS 2.0 (World Health Organization Disability Assessment Schedule 2.0) var samið á vegum WHO til að unnt væri að skoða og bera saman færni og fötlun fólks óháð sjúkdómsgreiningu. Þetta er þverfaglegt mælitæki, upp- haflega á ensku, sem mælir umfang fötlunar frá sjónarhóli þess sem við hana glímir og endurspeglar atriði í athafna- og þátt- tökuhluta ICF-flokkunarkerfisins (WHO, 2010). WHODAS 2.0 var samið í tveimur þrepum. Í fyrra þrepinu voru skoðuð 300 mælitæki sem mæla ólíka heilsutengda þætti, innihald þeirra var mátað við ICF og þau atriði valin sem féllu að hug- myndafræðinni, alls 96 atriði. Með vettvangskönnunum, rýn - ingu sérfræðinga og ígrunduðum samtölum varð til 36 spurn- inga sjálfsmatslisti. Leitandi þáttagreining leiddi í ljós sex undir kvarða, þ.e. (1) skilningur og boðskipti (e. understanding and communicating), (2) að komast um (e. getting around), (3) eigin umsjá (e. self-care), (4) samskipti (e. getting along with people), (5) dagleg störf (e. life activities) og (6) þátttaka í sam- félaginu (e. participation in society). Einn kvarðinn (dagleg störf) reyndist hafa tvo undirflokka, annars vegar heimilisstörf og hins vegar vinnu og nám. Hver undirkvarði inniheldur ögur til átta atriði (spurningar) sem eru metin á fimm þrepa raðkvarða þar sem 1 stendur fyrir „ekkert erfitt“ og 5 fyrir „mjög erfitt eða get ekki gert“. Lítillega breytt útgáfa af mæli- tækinu er notuð til að leggja fyrir aðstandanda eða umönn- unaraðila (e. proxy) ef skjólstæðingur getur ekki svarað sjálfur en atriðin eru öll þau sömu. Báðar þessar útgáfur eru líka til í viðtalsútgáfu og einnig er til styttri útgáfa af mælitækinu með aðeins 12 atriðum (Üstün o.fl., 2010a). Vinna má úr niðurstöðum á tvennan hátt. Einfalda leiðin er að leggja allar tölurnar saman án þess að taka tillit til erfið leika atriðanna, en slík niðurstaða er ónákvæm. Hin aðferðin byggist á kenningum um svarferlalíkön (item response theory) þar sem tölfræðilegum aðgerðum er beitt til að umbreyta hráum niður - stöðum í kvarða með jöfnum bilum (Furr og Basharach, 2008). Síðarnefnda aðferðin er talin markvissari og því oast notuð, en niðurstöðurnar birtast þá á kvarðanum 0–100 þar sem hærra gildi merkir meiri fötlun. Hjá WHO má nálgast sérstakt reikni- líkan til slíkra útreikninga fyrir WHODAS 2.0. Á síðara þrepi þróunarferlisins voru próffræðilegir eigin- leikar mælitækisins rannsakaðir, þ.e. innri áreiðanleiki, áreið - an leiki endurtekinna prófana, sýndarréttmæti og sam tíma - réttmæti. WHODAS 2.0 reyndist áreiðanlegt og réttmætt í öllum þessum prófunum (Üstün o.fl., 2010a; Üstün o.fl., 2010b; WHO, 2010). WHO hefur gefið út sérstakar leiðbeiningar um þýðingu og prófun WHODAS 2.0 sem rannsakendur fá aðgang að þegar leyfi til þýðingar hefur verið veitt. Við þýðingu og prófun er þessum leiðbeiningum að jafnaði fylgt og mælifræðilegir eigin - leikar oast kannaðir með prófun á innri áreiðanleika, áreið an - leika endurtekinna prófana og samtímaréttmæti. Einna algeng- ast er að samtímaréttmæti sé prófað með samanburði við SF- 36 lífsgæðakvarðann (Federici o.fl., 2017; Ware og Gandek, 1998). WHODAS 2.0 hefur verið þýtt á ölda tungumála og prófað innan margra ólíkra hópa og menningarsvæða (Federici o.fl., 2017). Mælitækið hefur reynst áreiðanlegt og réttmætt fyrir mismunandi aldurs- og sjúklingahópa á ólíkum mál- og menningarsvæðum og niðurstöðum þýðingarannsókna frá hinum ýmsu löndum ber að mestu leyti saman hvað varðar próffræðilega eiginleika þess (Castro o.fl., 2018; Cheung o.fl., 2015; Chiu o.fl., 2014; Ćwirlej-Sozańska o.fl., 2018; Federici o.fl., 2017; Koumpouros o.fl., 2018; Moen o.fl., 2017; Silva o.fl., 2013). WHODAS 2.0 er einnig næmt á breytingar á færni og fötlun og því hentugt til að mæla áhrif endurhæfingar og ann- arra inngripa sem ætlað er að auka færni og þátttöku fólks (Axelsson o.fl., 2017; Federici o.fl., 2017; Garin o.fl., 2010; Üstün o.fl., 2010a; White o.fl., 2008, 2018; WHO, 2010). Rann- sóknir hafa einnig sýnt að WHODAS 2.0 getur ha forspár- gildi er lýtur að þörf fyrir dvöl á hjúkrunarheimili eða aðra þjónustu (Hu, H.-Y. o.fl., 2017; Hu, L. o.fl., 2012; O’Donnell o.fl., 2016). WHODAS 2.0 er því mikilvægt, þverfaglegt mæli- tæki í starfi og rannsóknum innan heilbrigðis- og velferðar - þjónustu víða um heim. Íslensk þýðing spurningalistans ásamt prófun áreiðanleika og réttmætis er forsenda þess að hægt sé að nota WHODAS 2.0 á Íslandi. Aðgengi að mælitækinu á ís- lensku gæti aukið skilning hérlendis á færni og fötlun frá sjón- arhóli skjólstæðinga og eflt þverfaglegt samstarf. Tilgangur rannsóknarinnar var að þýða WHODAS 2.0 á íslensku og rannsaka próffræðilega eiginleika íslensku þýðingar - innar, það er innri áreiðanleika, áreiðanleika endurtekinna mælinga og samtímaréttmæti. ritrýnd grein • scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 81 Mynd 1. Hugmyndafræðileg tengsl hugtaka í ICF Líkamsstarfsemi og líkamsbygging Umhverfis- þættir Einstaklingsbundnir þættir Heilsufar (röskun eða sjúkdómur) Athafnir Þátttaka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.