Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 44
Ég vil byrja á að þakka Soffíu Kristjánsdóttur, fyrrverandi bekkjarsystur minni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, fyrir að skora á mig að skrifa mín þankastrik. Ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri árið 2008. Strax að námi loknu fór ég, ásamt bekkjarsystur minni, í ferðalag til Malaví þar sem við sinntum sjálfboðaliðastörfum sem hjúkrunarfræðingar á lítilli heilsugæslustöð. Í Malaví varð ég vitni að ýmsu sem fór miður í hjálpar- og þróunarstörfum. Þar sá ég hvernig peningar og hjálpargögn fóru til spillis. Peningar voru ekki nýttir skyn- samlega og hjálpargögn eyðilögðust eða voru vannýtt. Ég efast ekki um að nær öll þróunar- og neyðaraðstoð er veitt af góðum hug. Góður ásetningur nægir þó ekki alltaf til að hjálpin nýtist vel eða til fullnustu. Þarna sannfærðist ég um að ég vildi læra meira um hnattræna heilsu, hjálparstörf og neyðaraðstoð. Unnið að hjálparstörfum víða um heim Árið 2012 hóf ég meistaranám í lýðheilsu með áherslu á hnattræna heilsu við Karolinska háskólann í Svíþjóð. Að loknu meistaranámi hef ég numið áfanga við Háskólann í Bergen í fjölmenningarfræði og samskiptum, ásamt fjölmörgum nám - skeiðum í farandheilsu (e. migration health) og tengdum efnum. Á árunum 2013–15 fékk ég tækifæri til að vinna með samtökunum Læknar án landamæra við fjöl breytt verkefni víða um heim. Ég vann í flóttamannabúðum í Suður-Súdan, í Vestur-Afríku á meðan ebólufaraldurinn geisaði, og við verkefni í sjúkrahúsi í Mið-Afríkulýðveld- inu. Þá hef ég einnig starfað á vegum veraldarvaktar Rauða krossins í flóttamanna - búðum Róhingja í Bangladess. Frá árinu 2015 hef ég starfað í Ósló að heil brigðis - málum flóttamanna. Reynsla mín af hjálparstörfum víða um heim hefur komið mér að góðum notum í því starfi. Einnig hefi ég kennt greinina Hnattræn heilsa við háskólann í Suðaustur-Noregi (USN), bæði á grunn- og framhaldsstigi. Þar legg ég áherslu á alþjóðalýðheilsu, menningarhæfni í störfum og heilbrigðis þjónustu við inn flytjendur og flóttamenn. — Það eru einmitt heilbrigðismál flóttamanna sem verða mín þankastrik. Mikilvægt að skrá heilsufarssögu við komu til nýs lands Í gegnum tíðina hef ég fylgst grannt með innflytjendamálum á Íslandi og reynt að fræðast um þau réttindi sem innflytjendur njóta þegar kemur að heilbrigðisþjónustu. Ég hefi þó ekki orðið mikils vísari, og virðist sem heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi hafi ekki mikla né haldgóða þekkingu á þessu sviði. Það þykir mér miður. Við heyrum 44 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 Þankastrik Heilbrigðismál flóttamanna Gunnhildur Árnadóttir Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. Í þanka- strik gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt er varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfs- fólk, eitt hvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvað eina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess. Gunnhildur Árnadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.