Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 65

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 65
til fleiri og flóknari matstæki sem er erfiðara að leggja fyrir aldraða og eru þess vegna minna notuð (Læknablaðið; 2000: Jakob Smári o.fl., 2008). Meðferð við þunglyndi Ýmsir meðferðarmöguleikar eru til að meðhöndla þunglyndi. Þegar meðferð er valin þarf að hafa í huga hversu alvarlegt þunglyndið er og hvað einstaklingurinn vill sjálfur. Mikilvægt er að beina sjónum að þörfum hvers og eins því þær geta verið mismunandi. Þau úrræði sem helst eru notuð við vægu þung- lyndi eru atferlismeðferð, hugræn atferlismeðferð, samskipta - meðferð og fjölskyldumeðferð, ásamt lyfjameðferð. Atferlis - meðferð er veitt hjá sálfræðingum og er notuð til að vinna úr atferli, breytt atferli felur í sér betri líðan. Meðferðin getur leitt til betri samskipta, t.d. gagnvart nánustu aðstandendum. Ef hinn aldraði nær tökum á breyttri hegðun færir það honum yfirleitt betri heilsu (McClafferty, 2012). Hugræn atferlis með - ferð er mjög mikið notuð við þunglyndi hjá öldruð um og hefur reynst vel. Meðferðin miðar að því að hinn aldraði nái tökum á þessum hugsunum og takist á við daglegt líf án þess að gagnrýna sjálfan sig (Gould o.fl., 2012). Sálfræði meðferð, sam- skiptameðferð og fjölskyldumeðferð hefur einnig reynst vel til að meðhöndla þunglyndi hjá öldruðum. Rannsóknir hafa sýnt að framantalin meðferðarúrræði bæta verulega líðan og stuðla að bata hjá þeim sem tekur virkan þátt í meðferðinni (Kennedy- Malone o.fl., 2019). Lyfjameðferð er mikið notuð við þung- lyndi og er sérstaklega gagnleg við alvarlegu þunglyndi. Við upphaf lyfjagjafar aldraðra með þunglyndi þarf að finna rétta lyfið sem óhætt er að taka samhliða öðrum lyfjum sem hinn aldraði tekur svo ekki komi fram óæskilegar milliverkanir. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að hjá öldruðum er niður- brot lyfja í líkamanum hægara en hjá yngra fólki. Helstu geðlyf sem gefin eru öldruðum eru í flokki SSRI-lyfja. Lyfin henta öldruðum vel vegna þess að þau hafa ekki áhrif á minni, hjarta- starfsemi, blóðþrýsting og eru ekki slævandi (Alduhisky, 2018). Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem hafa greinst með þunglyndi meðal aldraðra: einkenni, orsök , mat og meðferð tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 65 Hugræn atferlismeðferð er mjög mikið notuð við þunglyndi hjá öldruðum og hefur reynst vel. Meðferðin miðar að því að hinn aldraði nái tökum á þessum hugsunum og takist á við dag- legt líf án þess að gagnrýna sjálfan sig. Sálfræði - meðferð, samskiptameðferð og fjölskyldumeð - ferð hefur einnig reynst vel til að meðhöndla þunglyndi hjá öldruðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.