Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 65

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 65
til fleiri og flóknari matstæki sem er erfiðara að leggja fyrir aldraða og eru þess vegna minna notuð (Læknablaðið; 2000: Jakob Smári o.fl., 2008). Meðferð við þunglyndi Ýmsir meðferðarmöguleikar eru til að meðhöndla þunglyndi. Þegar meðferð er valin þarf að hafa í huga hversu alvarlegt þunglyndið er og hvað einstaklingurinn vill sjálfur. Mikilvægt er að beina sjónum að þörfum hvers og eins því þær geta verið mismunandi. Þau úrræði sem helst eru notuð við vægu þung- lyndi eru atferlismeðferð, hugræn atferlismeðferð, samskipta - meðferð og fjölskyldumeðferð, ásamt lyfjameðferð. Atferlis - meðferð er veitt hjá sálfræðingum og er notuð til að vinna úr atferli, breytt atferli felur í sér betri líðan. Meðferðin getur leitt til betri samskipta, t.d. gagnvart nánustu aðstandendum. Ef hinn aldraði nær tökum á breyttri hegðun færir það honum yfirleitt betri heilsu (McClafferty, 2012). Hugræn atferlis með - ferð er mjög mikið notuð við þunglyndi hjá öldruð um og hefur reynst vel. Meðferðin miðar að því að hinn aldraði nái tökum á þessum hugsunum og takist á við daglegt líf án þess að gagnrýna sjálfan sig (Gould o.fl., 2012). Sálfræði meðferð, sam- skiptameðferð og fjölskyldumeðferð hefur einnig reynst vel til að meðhöndla þunglyndi hjá öldruðum. Rannsóknir hafa sýnt að framantalin meðferðarúrræði bæta verulega líðan og stuðla að bata hjá þeim sem tekur virkan þátt í meðferðinni (Kennedy- Malone o.fl., 2019). Lyfjameðferð er mikið notuð við þung- lyndi og er sérstaklega gagnleg við alvarlegu þunglyndi. Við upphaf lyfjagjafar aldraðra með þunglyndi þarf að finna rétta lyfið sem óhætt er að taka samhliða öðrum lyfjum sem hinn aldraði tekur svo ekki komi fram óæskilegar milliverkanir. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að hjá öldruðum er niður- brot lyfja í líkamanum hægara en hjá yngra fólki. Helstu geðlyf sem gefin eru öldruðum eru í flokki SSRI-lyfja. Lyfin henta öldruðum vel vegna þess að þau hafa ekki áhrif á minni, hjarta- starfsemi, blóðþrýsting og eru ekki slævandi (Alduhisky, 2018). Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem hafa greinst með þunglyndi meðal aldraðra: einkenni, orsök , mat og meðferð tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 65 Hugræn atferlismeðferð er mjög mikið notuð við þunglyndi hjá öldruðum og hefur reynst vel. Meðferðin miðar að því að hinn aldraði nái tökum á þessum hugsunum og takist á við dag- legt líf án þess að gagnrýna sjálfan sig. Sálfræði - meðferð, samskiptameðferð og fjölskyldumeð - ferð hefur einnig reynst vel til að meðhöndla þunglyndi hjá öldruðum.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.