Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 71

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 71
Útdráttur Á Íslandi ölgar í hópi háaldraðra eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Einstak- lingum með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig ölgandi en sjúk- dómunum fylgja ýmis taugasálfræðieinkenni. Hegðunarvandi sem birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun veldur hinum aldraða og aðstandendum hans mikilli streitu og dregur úr vellíðan og lífsgæðum. Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hve hegðunar- vandi er algengur hjá íbúum á íslenskum hjúkrunarheimilum og tengsl hans við vitræna skerðingu, þunglyndi, verki, virkni og notkun ötra. Aðferð: Rannsóknin var megindleg, aursýn og lýsandi. Við töl fræði - lega greiningu var notað interRAI-MDS 2.0 mat 2596 íbúa sem dvöldu á hjúkrunarheimilum árið 2014 og voru gögnin fengin hjá Embætti landlæknis. Niðurstöður: Meðalaldur íbúanna var 84,4 ár, 37,2% úrtaksins voru karlar og 62,8% konur. Þá var meðaltal einkenna um hegðunarvanda hæst hjá þeim sem voru með blandað form heilabilunar (0,34–1,15) og minnst hjá einstaklingum sem ekki höfðu heilabilunarsjúkdóma (0,07–0,31). Einnig kom í ljós jákvæð fylgni á milli hegðunarvanda og þunglyndiseinkenna (Sp-ró = 0,399; p < 0,0001), meiri verkja (Sp-ró = 0,099; p < 0,0001), minni virkni (Sp-ró = 0,224; p < 0,0001) og ötranotkunar (Sp-ró = 0,145; p < 0,0001). Ályktun: Niðurstöðurnar gefa yfirlit yfir algengustu atferlis- og tauga- sálfræðieinkenni íbúa á hjúkrunarheimilum. Verkir, þunglyndi, skortur á örvun og virkni og notkun ötra eru þættir sem taka þarf tillit til þegar verið er að meta og veita meðferð við hegðunarvanda hjá íbúum hjúkrunarheimila til að bæta líðan þeirra. Aukin þekking á þessum þáttum er mikilvæg til að greina og meta orsakir hegðunar - vanda. Mikilvægt er að tryggja nægilega þekkingu þeirra sem starfa á hjúkrunarheimilum í að meðhöndla hegðunarvanda til að hægt sé að veita árangursríka, einstaklingsbundna meðferð. Lykilorð: Hegðunarvandi, verkir, þunglyndi, virkni, ötrar og interRAI- MDS Inngangur Langlífi hefur aukist mjög á síðustu árum og því má gera ráð fyrir því að ölgun verði í hópi þeirra sem greinast með lang- vinna sjúkdóma af ýmsu tagi. Algengasta tegund öldrunarsjúk- dóma er heilabilun en sjúkdómar sem valda heilabilun eru yfir 50 talsins (Kales o.fl., 2015). Algengasti heilabilunarsjúkdóm- urinn er alzheimers-sjúkdómur og má rekja 50% allra heila- bilana til hans. Aðrar algengar tegundir heilabilunarsjúkdóma eru Lewy body, æðaheilabilun og framheilabilun (Bekris o.fl., 2010). Einkenni þessara heilabilunarsjúkdóma eru margvísleg og misáberandi. Algengust eru svokölluð atferlis- og taugasál - fræðieinkenni en þau fela í sér safn ákveðinnar hegðunar- eða sálfræðieinkenna sem greina má hjá fólki með heilabilun (Gerdner, 2010). Helstu einkennin eru þunglyndi, kvíði, of- skynjanir, ranghugmyndir, óróleiki, árásargirni, sinnuleysi, svefntruflanir og innsæisleysi eða hvatvísi. Talið er að eitt eða fleiri þessara einkenna komi fram hjá allt að 90% þessara sjúklinga einhvern tímann í sjúkdómsferlinu (Kales o.fl., 2015) og að þessi atferlis- og taugasálfræðieinkenni hafi mikil áhrif á lífsgæði einstaklingsins og þá umönnun sem hann fær hvort sem er í heimahúsum eða á hjúkrunarheimili (Auer o.fl., 2018). Margt getur ha áhrif á tilkomu og birtingarmynd atferlis- og taugasálfræðieinkenna og er talið að þau stafi af samspili líffræðilegra og persónubundinna þátta hjá einstaklingnum sem og ytri aðstæðum. Sjúkdómurinn veldur margvíslegum breytingum á starfsemi heila og taugafrumna sem í framhald- inu veldur breytingum á hegðun og atferli sjúklingsins (Bekris tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 71 Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir, Heilbrigðisstofnun Suðurlands Ingibjörg Hjaltadóttir, Landspítala, Háskóla Íslands Hegðunarvandamál á hjúkrunarheimilum og tengsl við heilsufar, virkni og ötranotkun Nýjungar: Tíðni hegðunarvanda meðal íbúa hjúkrunarheim- ila er mest meðal einstaklinga með alzheimers-sjúkdóm og blandað form heilabilunar auk þess sem þunglyndi, verkir, skortur á dægrastyttingu og notkun ötra getur aukið líkur á hegðunarvanda meðal íbúa. Hagnýting: Þá er mikilvægt að tryggja nægjanlega þekkingu heilbrigðisstarfsmanna á einkennum um hegðunarvanda og tryggja mannafla til þess að sinna virkniþörfum og líkam- legum þörfum íbúanna. Þekking: Einkenni um hegðunarvanda voru mest hjá sjúk- lingum með blandað form heilabilunar. Einnig kom í ljós jákvæð fylgni á milli hegðunarvanda og þunglyndisein- kenna, meiri verkja, minni virkni og ötranotkunar. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Hjúkrunarfræðingar þurfa að hafa þekkingu á með ferð sem hægt er að veita til þess að draga úr hegðunarvanda, þar á meðal meðferð án lya, og geta veitt öðrum starfsmönnum fræðslu um þau meðferðar - úrræði. Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.