Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 43
og útbúinn til að mæta þessum óvænta vágesti. Bráðamóttaka var endurskipulögð, covid-göngudeild útbúin, viðbótarstarfs- fólk ráðið, her hjúkrunarfræðinga og lækna fenginn til að sinna eftirliti sjúklinga sem voru heima í einangrun og sóttkví, bæði með heimsóknum og símtölum. Og bakvarðasveitin var yfirfull af frábæru fólki sem lagði líka allt í sölurnar. Heil- brigðisstarfsfólk margt hvert lagði það á sig fyrir þjóð ina að vera heiman frá sér um lengri eða skemmri tíma, neita sér um samvistir við annað fólk utan vinnu og jafnvel einangra sig til að geta sinnt starfi sínu fullfrískt og tilbúið í slaginn. Það þarf einstaka hæfileika til að standa í fæturna þegar alger óvissa ríkir og allt getur breyst dag frá degi. Það reyndi almenningur á eigin skinni í skugga veirufaraldursins. Óvæntar heilsufarslegar áhyggjur og afkomuáhyggjur leggjast þungt á fólk og heilbrigðisstarfsfólk örugglega ekki búið að bíta úr nál- inni með þau eftirköst sem veirufaraldurinn mun án efa fram- kalla. Það á ekki síst við um hinar sálrænu hliðar og andlega aðhlynningu. Ég þykist vita að óvissa einkenni veruleika heilbrigðisstarfs- fólks, alla daga ársins. Hver einasti dagur í lífi hjúkrunarfræð- ings er óskrifað blað og alltaf þarf viðkomandi að vera búinn undir hið óvænta, erfiða og illskiljanlega. Hjúkrunarfræðingar þurfa auk menntunar sinnar að hafa ríkulegt innsæi, hæfni í mannlegum samskiptum, viðbragðsflýti og fumlaust fas, það eru engar smávegis kröfur. Það er mikilvægt að samtal það sem óhjákvæmilega verður að fara fram á milli heilbrigðisstarfsfólks og stjórnvalda haldi áfram. Krafturinn sem leystist úr læðingi þegar allir lögðust saman á árar til að tryggja heilbrigði lands- manna má ekki bara verða fölnuð endurminning. Það kom ýmsum á óvart að hjúkrunarfræðingar skyldu fella síðasta kjarasamning. Ástæðan er kannski sú að almenn- ingur í landinu er ekki nægjanlega upplýstur um ágreinings- efni og baráttumál. Hjúkrunarfræðingar þurfa að nýta sér slagkraft almennings sem hefur nú betur en nokkru sinni fyrr skilning á mikilvægi þess að á Íslandi sé rekið gott og stöðugt heilbrigðiskerfi, heilbrigðiskerfi sem getur boðið besta fólkinu vinnu á mannsæmandi launum. Mál er að linni og ég hvet ykkur til að hafa hátt og berjast áfram fyrir réttindum ykkar. Forystu ykkar ætti einnig að senda skýr skilaboð um að kjarasamningar eru ekkert leyndar - mál. Umræða um kjaramál á alltaf að vera uppi á borðum. Baráttukveðjur, Steinunn Ólína. ekki slaka á kröfunum tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.