Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 28
Hjúkrunarfræðingar tóku forystu Í upphafi faraldursins hringdu smitsjúkdómalæknar og hjúkrunarfræðingar á göngu- deild smitsjúkdóma í smitaða einstaklinga. „Við á göngudeildinni minni komum snemma að þeirri vinnu sem vatt hratt upp á sig eftir því sem smitum fjölgaði. hjúkr- unarfræðingar tóku fljótt forystu í þessari vinnu og tók ég að mér skipulag hennar. Í framhaldinu var ákveðið að koma upp aðstöðunni í Birkiborg og þá varð ekki aftur snúið. Lá því beinast við að ég tæki það að mér líka,“ segir Sólveig. Úthringingaver hjúkrunarfræðinga Covid-göngudeildin var í upphafi símaver þar sem hjúkrunarfræðingar hringdu í smitaða með covid-19. Þar er veitt gríðarlega mikilvæg hjúkrun þar sem andlegir og líkamlegir þættir eru metnir eftir sérstöku kerfi sem var skipulagt af læknum og hjúkrunarfræðingum eftir því sem sjúkdómnum vatt fram og einkennum fjölgaði, segir Sólveig. Í símtölunum mátu hjúkrunarfræðingar andlegt og líkamlegt ástand sjúklings og sendu áfram til læknis eða í sálgæslu hjá prestum og geðteymi spítalans ef þörf var á. Læknir tók ákvörðun um hvort sjúklingur kæmi til frekara mats og meðferðar í Birkiborg, að sögn Sólveigar. Sérstaklega hlúð að andlegri líðan fólks fyrst voru teknar í notkun fjórar skoðunarstofur á neðri hæð hússins en síðan var ákveðið að bæta efri hæðinni við. Á efri hæðinni var sett upp nokkurs konar dagdeild- arstofa með meðferðarstólum þar sem skjólstæðingar deildarinnar gátu verið meðan þeir biðu eftir niðurstöðum úr rannsóknum, fengu vökva í æð og þess háttar. Deildin hafði sjö skoðunarstofur auk dagdeildarherbergis.  Stöðufundur var klukkan 9 á hverjum morgni þegar mest var. Síðan hófust hringingarnar og metið var hvort þyrfti að hringja daglega eða sjaldnar. fljótlega kom í ljós að andleg líðan fólks var misjöfn, segir Sólveig, og hringt var oftar í þá sem sýndu merki um kvíða og andlega vanlíð - 28 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 „Hjúkrunarfræðingar  eru  og  hafa  verið  hryggjar- stykkið í heilbrigðiskerfinu“ segir Sólveig Sverrisdóttir, hjúkrunardeildarstjóri covid-19-göngudeildarinnar Þegar kórónufaraldurinn, covid-19, var í hámarki var hringt í um 600 manns á dag og allt að 20 manns komu á dag á covid-19-göngudeildina sem komið var upp í kjölfar fjölgunar smita. Göngudeildin var með aðstöðu í húsinu Birkiborg á lóð Landspítala í Fossvogi og veitti Sólveig Hólmfríður Sverrisdóttir hjúkrunardeildarstjóri göngudeildinni forstöðu. Stöðufundur var klukkan 9 á hverjum morgni þegar mest var. Síðan hófust hringingarnar og metið var hvort þyrfti að hringja daglega eða sjaldnar. Fljótlega kom í ljós að andleg líðan fólks var misjöfn, segir Sólveig, og hringt var oftar í þá sem sýndu merki um kvíða og andlega vanlíðan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.