Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 17
var starfsfólki deildarinnar ekki alveg sama þegar í ljós kom að eitt húddið var búið að plástra saman og rifið á ýmsum stöðum. Þegar deildinni var lokað var hún full af rúmum og þá þurfti að gæta þess að fá ekki auka rúm á deildina. Þá þurftu skilaboðin að vera skýr, nýir sjúklingar þurftu að koma í hjóla- stól eða á bekk. reynt var að flytja sjúklinga í rannsóknir í hjólastól og þá var rætt um hvort þyrfti lak undir sjúkling eða ekki. Lokaniðurstaðan var að sleppa laki þar sem stóllinn væri hvort sem er sótthreinsaður milli sjúklinga. Í raun þurfti svo ekki að sótthreinsa á milli covid-sjúklinga ef vitað var að ekkert annað smitnæmt var í gangi. Mörgu þurfti að huga að í svona flóknum flutningum. Lokaorð ný tegund sýkingar og faraldur á Íslandi kemur af stað miklum og hröðum breytingum á vinnulagi og skipulagi heilbrigðis- starfsmanna. Starfsemi smitsjúkdómadeildarinnar hefur tekið miklum breytingum og heldur áfram að taka breytingum eftir því sem faraldurinn þróast. Í síðustu viku var deildin opnuð fyrir almennum sjúklingum þegar þessi grein er skrifuð. Í dag 29. apríl er deildin að mestu opin en bráðabirgðafordyri var sett upp í enda gangsins þannig að deildin er nú með rými fyrir sex sjúklinga með covid sem hægt er að auka ef þörf verður á. Starfsfólk skiptist því í hóp sem sinnir einangrun eingöngu og hóp sem sinnir hinum. ræsta þurfti deildina alla og flytja allar birgðir inn á deildina aftur. Enn er verið að panta inn aðföng til að reka eðlilega starfsemi ásamt covid-sjúklingum. Erfið - leikarnir hafa verið margvíslegir, margar spurningar um verk- lag hafa skotist fram í dagsljósið og flestum verið svarað eftir því sem tíminn og reynslan leiddi í ljós. Starfsfólk deildarinnar hefur sýnt mikla samheldni og samvinnu í þessu nýja umhverfi og saman fundið lausnir á þeim vandamálum sem upp hafa komið, bæði varðandi hjúkrun sjúklinga og í skipulagi. Segja má að nýjar hugmyndir og nýsköpun hafi ráðið ríkjum. Enn er verið að vinna formlegt verklag og koma leiðbeiningum í gæðaskjöl ásamt því að uppfæra eldra verklag. nýjar upplýs - ingar halda áfram að koma eftir því sem rannsóknum um covid fjölgar. Svo er bara spurningin: Mun samfélagið halda áfram að fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis og koma í veg fyrir annan faraldur eða mun deildin þurfa að loka aftur og allar breytingar fara í fyrra horf. Ég vil þakka eftirfarandi aðilum fyrir yfirlestur: Stefaníu arnar - dóttur, Þórönnu Ólafsdóttur og ingibjörgu Lindu Sveinbjörns- dóttur. Ljósmyndir: Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari Landspítalans, og starfsmenn a7. fyrsta covid-19-legudeildin á íslandi: smitsjúkdómadeild a7 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 17 Framboðsfrestur er til 13. ágúst 2020 Framboð í stjórn og ritnefnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.