Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 47
Í skýrslunni er sýnt fram á mikilvægi hjúkrunarfræðinga og hjúkrunar í heiminum. Upplýsingar sem þar koma fram styðja við mikilvægi þess að ríkin fjárfesti í hjúkrun til að styrkja grunnheilsugæslu, ná alþjóðlegri umfjöllun um heil- brigðismál og framförum í átt að heimsmarkmiðum Sam- einuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Stöðugur skortur á hjúkrunarfræð- ingum og hækkandi aldur stéttarinnar er áhyggjuefni Þrátt fyrir merki um framfarir í heilbrigðismálum víða um heim bendir skýrslan einnig á lykilatriði sem vert er að hafa áhyggjur af. Sérstaklega þarf að huga að ýmsum fátækum löndum í Afríku, Suðaustur-Asíu og fyrir botni Miðjarðarhafs. Þeim löndum þarf að leggja lið til að auka megi þátt hjúkr- unarfræðinga í eflingu hjúkrunar- og heilbrigðisþjónustunnar til að bæta heilsu og vellíðan íbúanna. Auk þess þarf að gæta að atriðum sem valdið geta erfiðleikum hjá ríkari þjóðum heims ef ekkert er að gert. Má þar nefna stöðugan skort á hjúkrunar- fræðingum til starfa, hækkaðan aldur hjúkrunarstéttarinnar og óhóflegt traust á alþjóðlegan hreyfanleika hjúkrunarfræð- inga. Slíkur hreyfanleiki getur bæði ógnað árangri í þeim löndum sem valda og verða fyrir slíkum spekileka. 2020 er tileinkað hjúkrunarfræð- ingum og ljósmæðrum Árið 2020 er tileinkað hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum. Af því tilefni hvetja WHO og ICN stjórnvöld um allan heim að nýta sér þær upplýsingar sem fram koma í skýrslunni um stöðu hjúkrunar og hjúkrunarfræðinga í heiminum til að knýja fram og efla framfarir til ársins 2030 með því að skuldbinda sig til að: fjárfesta í menntun hjúkrunarfræðinga um allan heim með því að efla nám í hjúkrunarfræði svo hægt sé að uppfylla alþjóðlegar kröfur, innlenda eftirspurn og þekkingar- og tækniþróun innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar og skapa fleiri störf fyrir hjúkrunarfræðinga fyrir 2030, sérstaklega í fátækari löndum heims, til að vega á móti áætluðum skorti á hjúkrunarfræð- ingum og jafna dreifingu þeirra um allan heim, efla forustu hjúkrunarfræðinga, bæði núverandi leiðtoga og framtíðarleið- toga, til að tryggja að hjúkrunarfræðingar taki þátt í og hafi áhrif á mótun og ákvarðanatöku í heilbrigðismálum og stuðli þannig að skilvirkni heilbrigðis- og félagsþjónustunnar. Allar þjóðir geta tekið þátt og stutt þessa áætlun innan eigin ríkja. Fjárfestingar þurfa að koma til svo unnt verði að fram- kvæma þessa nauðsynlegu þætti sem að ofan greinir. Ef það gengur eftir má ná fram mælanlegum árangri í bættri heilsu milljóna manna um allan heim, skapa atvinnutækifæri, sér- staklega fyrir konur og ungt fólk, og auka lífsgæði og öryggi á heimsvísu. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun til ársins 2030 Heimsmarkmiðin eru flokkur markmiða og undirmarkmiða sem taka til alls heimsins og ber ríkjum að ná þeim fyrir 2030. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafa innleitt nýju markmiðin 17 og 169 undirmarkmið þeirra, að einhverju leyti. Ísland er þar meðtalið.  Í skýrslunni er lögð áhersla á mikilvægi hjúkrunarfræðinga sem þátttakenda í heimsmarkmiðum SÞ um sjálfbæra þróun og hvernig þeir geta unnið að því að hún nái til allra þjóð - félagsþegna landanna. Þar segir að fjárfesting í hjúkrunarfræð- ingum muni ekki aðeins stuðla að heilsutengdum mark miðum sjálfbærrar þróunar, þ.e. heilsu og vellíðan (heilsumark mið 3) heldur stuðlar hún einnig að markmiðum um sjálfbæra þróun í menntun (heilsumarkmið 4), jafnrétti kynjanna (heilsu- markmið 5) og aukinni atvinnu og hagvexti (heilsumarkmið 8). Skýrslan um stöðu hjúkrunar 2020 áréttar á afgerandi hátt mikilvægi framlags hjúkrunarfræðinga til umræðunnar um alþjóðlega heilbrigðisþjónustu og önnur innlend og alþjóðleg heilbrigðismarkmið. Hjúkrunarfræðingar eru fjölmennasta heilbrigðisstéttin. Fjöldi þeirra í heiminum öllum var um 28 milljónir árið 2018. Mikilvægt er hverju landi að nýta þann mannauð sem í hjúkrunarfræðingum býr. Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin mælir með því að öll lönd nýti sér sérfræði - þekkingu hjúkrunarfræðinga við gerð og framkvæmd heil - brigðisstefnu sinnar. Í skýrslunni má finna 10 ráð um hvernig hægt er að lyfta hjúkrun á hærra svið á heimsvísu. Fyrir utan að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga, skapa fleiri störf og efla leiðtogahæfni kemur fram í skýrslunni að bæta þurfi starfsumhverfi hjúkr- unarfræðinga og launakjör. Við Íslendingar skulum grípa þetta tækifæri og skuldbinda okkur til aðgerða sem hefjast á því að fjárfesta vel í menntun, störfum og forystu hjúkrunarfræðinga. að fjárfesta í hjúkrunarfræðingum tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 47 Í skýrslunni má finna 10 ráð um hvernig hægt er að lyfta hjúkrun á hærra svið á heimsvísu. Fyrir utan að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga, skapa fleiri störf og efla leiðtogahæfni kemur fram í skýrslunni að bæta þurfi starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og launakjör.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.