Fréttablaðið - 06.02.2021, Page 64
VeganDóttur liggur á hjarta að sýna að veganmatur er einkar gómsætur og einfaldur í gerð. MATARMYNDIR/RAFAEL ZAJAC
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Hann pabbi minn er veiðimaður. Ég fór eitt skipti með honum á andaveiðar,
en það var áður en ég valdi græna
lífsstílinn. Þess vegna fannst mér
svolítið skondið að velja nafnið
VeganDóttir á veitingastaðinn;
á dönsku hljómar það eins og ég
sé dóttir manns sem er vegan, en
pabbi er það auðvitað ekki,“ segir
Kolbrún Gunnarsdóttir, Vegan
Dóttir, og bætir kát við: „Hæ,
pabbi! Ég elska þig!“
Bjargvættur dýra
Kolbrún er tónlistarkona og mat
gæðingur, fædd í Reykjavík árið
1990 en fluttist með móður sinni
til Danmerkur á fimmta árinu.
„Mamma vildi mennta sig sem
Waldorfkennari, sem þá var ekki
hægt heima á Íslandi. Síðan höfum
við flutt margoft fram og til baka
á milli Íslands og Danmerkur, en
ég hef lengst af búið hér úti og tala
bæði og skrifa dönsku betur en
íslensku,“ segir Kolbrún sem lokið
hefur meistaragráðu í tónlist og
hljóðframleiðslu.
„Ég bý í litlu húsi í danskri sveit,
umkringd fagurri náttúru. Ég
elska dýr og í húsinu mínu eru
frekar mörg dýr sem ég hef bjargað
frá slæmum örlögum. Draumur
inn er að eignast stóra jörð, byggja
mér leirhús, stunda þar síyrkju og
bæta við enn f leiri dýrum til að
tryggja þeim gott og langt líf.“
Maturinn seldist strax upp
Í fyrrasumar opnaði Kolbrún veit
ingastaðinn VeganDóttir nálægt
gömlu lestarstöðinni í Álaborg.
„Ég hafði lengi gengið með
þann draum í maganum að opna
matsölu fyrir grænkera. Hug
myndin kviknaði þegar ég var enn
í tónlistarnámi við háskólann í
Álaborg, en eftir að hafa öðlast
reynslu við að reka gistiheimilið
Kirkjuból í Önundarfirði í hálft ár
heima á Íslandi fannst mér ég til
búin til að reka eigin veitingastað.
Ég fór því á viðskiptanámskeið
þar sem ég lærði allt um að stofna
og reka fyrirtæki, og fann með
mér tvo eistneska viðskiptafé
laga, þau Rasmus Raspel og Paulu
Uspenski, og saman höfum við
látið drauminn um veganstaðinn
rætast,“ segir Kolbrún, en þríeykið
er allt grænkerar og Kolbrún síðan
2014.
VeganDóttir matreiðir góm
sætan grænkeramat sem hitt
hefur Dani í hjartastað.
„Strax fyrsta daginn myndaðist
löng röð við VeganDóttur og
maturinn seldist upp. Við erum
staðsett í Kærbyen sem er vinsælt
fjölskylduhverfi og upplifum
mikinn áhuga íbúanna og annarra
sem drífur alls staðar að, ekki
bara grænkera heldur alls konar
fólk sem elskar matinn okkar og
hugsjónir.“
Vinsælast á matseðlinum eru
fjórir djúsí hamborgarar; osta
borgari, sveppaborgari, pestó
borgari og chilibbqborgari.
„Bráðum bætast við gómsæt
salöt og samlokur úr heima
bökuðu súrdeigsbrauði,“ upp
lýsir Kolbrún sem gerir allan mat
VeganDóttur frá grunni. „Allur
okkar matur er glútenlaus og
hægt að velja mismunandi brauð
fyrir hamborgarann, glútenlaust,
brioche og súrdeigsbrauð. Við
notum aðallega lífrænt grænmeti
sem er ræktað í nærumhverfinu
og ekki sprautað með neinu. Við
fáum líka grænmeti sem er ræktað
í síyrkjugörðum (e. premaculture
gardens), það er enn betra og
ferskara en lífrænt ræktað. Við
hugsum líka mikið um að nota
frekar baunir, sólþurrkaða tómata
og f leira úr ál eða glerumbúðum
sem hægt er að endurnota oftar en
plast.“
Kemur vonandi líka heim
Hvort Kolbrún komi með Vegan
Dóttur til Íslands verður tíminn að
leiða í ljós, en hún segist meira en
til í það.
„Vonandi. Okkur langar að sýna
hversu girnilegur veganmatur er
og hversu auðvelt er að matreiða
hann. Það er líka ástæða þess að við
ákváðum að bjóða upp á veislu
mat fyrir grænkera og matbúum
vegankrásir fyrir ýmsa menningar
viðburði, stundum með lifandi
tónlist og alls konar fræðandi
vinnustofum.“
Kolbrún gefur lesendum einfalda
en einkar ljúffenga uppskrift að
kartöfluklöttum.
„Ég valdi þessa uppskrift því að
kartöflur eru grænmeti sem auð
velt er að rækta á norðurslóðum og
er því bæði umhverfisvæn fæða og
ódýr, en líka dásamlega góð.“
Fyrir ferðalanga og mataráhuga
fólk sem vill gæða sér á grænkera
réttum VeganDóttur er staðurinn
í Álaborg, nálægt lestarstöðinni
á Hjulmagervej 58, 9000 Aalborg,
beint fyrir utan gamla, stóra bygg
ingu sem var í gamla daga lestar
geymsla en hýsir nú fullt af litlum
fyrirtækjum og kallast Råt&Godt
(Hrátt & Gott).
Kartöflufríkadellur
8 stykki
Upplagt er að nota kartöflur frá
deginum áður og það sem til er í
grænmetisskúffunni þar sem inni
haldslýsingin er ekki heilög. Það
sama gildir um „umami“bragðið...
þetta sem fær marga til að segja „Vá!
Er þetta í alvöru vegan?“. Því næ ég
með því að nota dijonsinnep, soja
sósu, sólþurrkaða tómata og nær
ingarger. Það má alveg eins nota
sveppi, þang, ólífur, balsamikedik,
tómatpuré, ferska tómata, grillað
eða steikt grænmeti, kryddað með
reyktri papriku, ristuðum fræjum,
hnetum og grænmetiskrafti.
Nýtum endilega það sem til er, til
að koma í veg fyrir matarsóun!
5 soðnar kartöflur*
1 soðin gulrót
3 hakkaðir sólþurrkaðir tómatar
1 msk. dijonsinnep
2 msk. sojasósa
4 msk. næringarger**
1 dl haframjöl
2 msk. olía
Blandið öllu saman með töfra
sprota eða með því að stappa hrá
efnin saman. Bætið þá við einum
söxuðum lauk, 1 dl hveiti, salti,
pipar, tabascosósu eða öðrum
kryddum.
*Ekki þarf að taka hýðið af kart
öflunum.
**Næringarger er óvirkt ger, sem
líkist gulum hafraflögum og er
skylt sveppum. Það sem er sérstakt
við næringarger, fyrir utan öll B
vítamínin sem það inniheldur, er
að það bragðast eins og hnetur eða
ostur.
VeganDóttir er dóttir veiðimanns
Tónlistarkonan Kolbrún Gunnarsdóttir býr í danskri sveit með dýrum sem hún hefur bjargað frá
slæmum örlögum. Hún er matgæðingur mikill og rekur nú vinsælan grænkerastað í Danmörku.
Þríeykið Rasmus Raspel, Kolbrún og Paula Uspenski. MYND/ROCCO PEDITTO
VeganDóttir notar eingöngu lífræn
og glútenlaus hráefni í réttina sína.
Hamborgarar VeganDóttur eru æði.
BYGGINGARIÐNAÐURINN
Nánari upplýsingar veitir:
Ruth Bergsdóttir
ruth@frettabladid.is • Sími 694 4103
Þriðjudaginn 23. febrúar gefur Fréttablaðið út sérblað um allt sem
viðkemur byggingariðnaðinum á Íslandi, hvort það eru bæjarfélög,
verktakafyrirtæki, trésmiðjur og söluaðilar byggingarvöru.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins.
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér got glýsingaplá s
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 L AU G A R DAG U R