Vinnan


Vinnan - 01.11.1949, Side 27

Vinnan - 01.11.1949, Side 27
skáldlegu seiðmagni, svo að mann langar til að lesa þau aftur, enda þótt orðin líkist einna helzt fórnar- reyk véfréttarinnar í Delfi. Söngvari heimslystarinnar Vilhjálmur frá Skáholti. Sól og menn Bókaverzl. Kr. Kristjánssonar Rvk 1948 Vilhjálmur frá Skáholti hefur nú rofið margra ára þögn og kvatt sér hljóðs með nýrri ljóðabók, Sól og menn. Síðustu ljóðabók hans, Vort daglega brauð, sem kom út 1936, var svo vel tekið, að það varð að prenta hana í tveim útgáfum, og eru þess fá dæmi um íslenzka ljóðabók. Síðan þetta var, hefur verið háð grimmúðleg heims styrjöld. Vilhjálmur hefur líka háð sína einkaheims- styrjöld, bæði á vígvelli ytri aðstæðna og í eigin sál, og sá hildarleikur virðist hafa verið bæði harður og tvísýnn: „Því ég hef kvalizt meira en margur hyggur og maður skrifar nokkurn tíma á blað,.“ Hildarleikurinn virðist meira að segja hafa verið mannskæður ef dæma má eftir kvæðinu „Þegar ég var drepinn.“ En sem betur fer ber ekki að skilja þetta bókstaflegum skilningi, því að þetta reyndist hvorki tímanlegur, andlegur né eilífur dauði, og Vil- hjálmur kom úr orrahríðinni með sigurbros á vör og lýsir vígi á hendur sér, og það er sjálfur dauðinn, sem hefur orðið að lúta fyrir honum. „ég mun ekki deyja, því dauSinn er leikfang mitt, í dögun lífsins vann ég sigur á honum.“ Og hann hefur upp alvíssrödd sína og mælir af sannfæringarkrafti og sjálfsöryggi þess spekings og spámanns, sem veit sér ekkert hulið: „Trúðu mér, harn, mín tunga er heimsins ljós.“ En hvernig hefur svo Vilhjálmur öðlazt sigur sinn? Eða hefur hann yfirleitt unnið nokkurn sigur? Eru þetta ekki tóm mannalæti, innantómt gaspur, kok- hreysti? Því miður bendir margt til þess, að hann hafi verið fullfljótur á sér að fagna sigrinum. Að vísu prettar hann engan á bókarheitinu. Kvæðin eru um sól og menu og miklu fleira. Vilhjálmur skýtur ekki yfir markið. Miklu fremur undir það. Og örinni geigar stundum fram hjá því. Hugsunin er oft loðin og málið órökvíst. Hann gerir sig oft sekan um það, sem í rökfræðinni er kallað vítahringur,, circulus vitiosus. Stuðlun og rími er stundum ábótavant og atkvæði misjafnlega mörg í vísuorðum. Þetta, og fleira af slíku tæi, ber vott um skort á smekkvísi, svo og hroðvirkni. Höfundurinn er, vægast sagt, óheppinn, þegar hann ætlar að leggjast djúpt og punta upp á skáld- skapinn með heimsspeki og vísindum. Ég veit t. d. ekki, hvað kunnáttumenn í fræðunum segja um þessi vísindi í upphafi kvæðisins „Purquoi pas?“: „Hver gróandi moldar er gjöf frá sunnu, gleðin frá sorg, er í fæðingu dó. Æskan er tákn þess að eldslogar brunnu, / andinn að kraftur í frumefni bjó.“ Höfundi virðist mikið í mun að viðra fræði- mennsku sína og koma þekkingu sinni á framfæri: „sem gimsteinn sést borgin, borgin, sem færði mér fræ hinna fegurstu tóna, er einatt í sál minni hljóma En skylt er að játa, að ég skil ekki þá bótaník, að tónar geti sprottið upp af fræjum, og ég get ekki heldur defínerað kontrapunktinn í þeim hljómum, sem slíkir tónar mynda. Þá er mér stórlega til efs, að gengi Noregs eða Nordahl Griegs hafi hækkað við kvæði það, sem hann helgar hinni norsku hetju og skáldi. Hins vegar sleppa þeir Pílatus og Lucifer nokkurn veginn ó- skaddaðir frá viðskiptum sínum við höfundinn, enda er manni ekki tiltakanlega sárt um þá. Svo sem áður hefur verið drepið á er smekkvísi skáldsins oft talsvert ábótavant. Og þó að ég beri ekki ýkjamikla virðingu fyrir Maríu mey sem slíkri, álíti, sine dubio, að hún hafi kunnað að beygja amo í öllum modis og temporibus, finnst mér það ósmekkleg léttúð að kalla hana Maju og lýsa því yfir, að atlot hennar hafi verið „mesta fyrirtak," eins og verið sé að tala um ástandsdömu, nýkomna úr blesspartýi sunnan úr Keflavík, þar sem hún hefur staðizt öll hugsanleg próf. Hér hefur verið tínt til sitthvað, sem miður er um þessa bók. En skylt er einnig að geta þess, sem vel er um hana. Hún minnir mig raunar á söguna um bónda nokkurn fyrir norðan, sem var að leggja inn rjúpur hjá verzlun einni að haustlagi. Verzlunar- VINNAN 185

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.