Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 9

Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 9
6. Allir hlógu. Jafnvel spámaður Drottins, sá sem vondi maður- inn hafði kvalið, var með bros á vör. Vondi maðurinn var í raun réttri kátbroslegur lítill karl. „Og þessu næst,“ las engill- inn með bókina og brosti við, svo að við urðum öll á lofti, „var það einn dag að hann var dálítið skapstyggur af ofáti-------“ „Nei, nei, ekki þetta“, æpti vondi maðurinn, „enginn vissi um þetta“. „Þetta er ekki rétt,“ öskraði vondi maðurinn. „Ég var vond- ur, — ég var vondur að eðli. Oft vondur, en það var ekkert svona kjánalegt, svona frá- munalega kjánalegt —“ Engillinn hélt áfram að lesa. „Ó, Guð!“ æpti vondi maður- inn. „Láttu þá ekki vita þetta. Ég skal iðrast. Ég skal beiðast fyrirgefningar----------“ Vondi maðurinn í lófa Guðs fór að stökkva og gráta. Hann var skyndilega yfirkominn af blygðun. Hann tók snöggt við- bragð og reyndi að stökkva af gómnum á litlafingrinum á Guði, en Guð kom í veg fyrir það með því að vinda hendinni fimlega í úlnliðnum. Þá þaut hann að bilinu milli handar og þumalfingurs, en þumalfingur- inn lokaði. Og á meðan las eng- illinn og las. Vondi maðurinn æddi fram og aftur um lófa Guðs, sneri sér snögglega við og flýði upp í ermina á Guði. Ég bjóst við, að Guð myndi reka hann þaðan, en miskunn Guðs er óþrotleg. Engillinn með bókina gerði málhvíld. „Ha?“ sagði engillinn með bókina „Næsti,“ sagði Guð, og áður en engillinn gæti kallað nafnið, stóð loðinn náungi í skítugum görmum á lófa Guðs. 7. „Hefur Guð þá helvíti uppi í erminni sinni?“ sagði litli mað- urinn við hliðina á mér. „Er helvíti til?“ spurði ég. „Ef þú gætir að,“ sagði hann, — hann gægðist á milli fóta höfuðenglunum, — „þá er hér engin sérstök vísbending um þá himnesku borg.“ „Uss“, sagði lítil kona nálægt okkur og hleypti í brýrnar. Hlustið þið á blessaðan dýrling- inn!“ 8. „Hann var drottnari jarðar, en ég var spámaður Guðs á himnum,“ æpti dýrlingurinn, „og allur lýðurinn undraðist merkin. Því að ég, ó, Guð, þekki dásemdir Paradísar þinnar. Eng- in kvöl, engar þrautir, hníf- stungur, flísar undir neglur, sundrað hold, allt Guði til lofs og dýrðar.“ Drottinn brosti. „Og að lokum fór ég í tötrum mínum, með fleiður mín, með dauninn af heilögum kaunum mínum —“ Guð skellti upp úr. „Og lagðist fyrir utan hlið hans, sem tákn, sem stórmerki __U „Sem óþolandi plága,“ sagði engillinn með bókina, og hann tók til að lesa og skeytti því engu, að dýrlingurinn var enn að tala um þá dásamlega ó- skemmtilegu hluti, sem hann 7 HEIMILISPÖSTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.