Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 7

Heimilispósturinn - 16.04.1951, Blaðsíða 7
Cary Grant, Shirley Temple og Hyrna Loy. verður eitthvað að heyra. Svei- attan! Hann er af Tudor-kyn- inu.“ Hann lækkaði röddina. „Sérðu náungann þarna, beint fyrir framan okkur, allur kafloðinn í framan. Frumaldarmaður, skil- urðu. Og þessi þarna —“ En ég sinnti honum ekki, því að ég var að horfa á Drottin Guð. 4. „Er þetta allt og sumt?“ spurði Drottinn Guð. Engillinn við bókina, — hún var í óteljandi bindum, rétt eins og bókaskráin í Brezka safninu — engillinn leit á okkur og virt- ist telja okkur í sömu andrá. „Þetta er allt,“ sagði hann og bætti við: „Þetta var, ó, Guð, mjög lítil jarðstjarna.“ Augu Guðs virtu okkur fyrir sér. „Látum oss taka til starfa,“ sagði Drottinn Guð. 5. Engillinn opnaði bókina og nefndi nafn. Það var nafn með fjölda af a-um, og bergmálið af því barst til okkar aftur frá yztu endimörkum geimsins. Ég heyrði það ekki greinilega, því að litli maðurinn við hliðina á mér sagði snöggt: „Hver er þetta?“ Mér heyrðist það vera „Ahab“, eða eitthvað í þá átt- ina, en ekki gat það verið hann Ahab í Ritningunni. Samstundis lyftist lítill, dökk- leitur maður upp á skýbólstur rétt við fótskör Guðs. Þetta var sperrt mannkerti, klæddur skrautlegum klæðum, útlend- ingslegum, og með kórónu á höfði. Hann stóð með kross- lagðar hendur og hleypti brún- um. HEIMILISPOSTURINN 5

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.